Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 26

Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 26
Dr. philos. Ole Mörk Sandvik and- aðist að heimili sínu í Osló 5. ágúst 1976 101 árs að aldri, fæddur í Næs, Hedmark 9. maí 1875. — 1932—1949 var hann formaður í Osló bispe- dömmes kirkesangforbund og formað- ur var hann í mörgum fleiri tónlistar- félögum. Rit hans hafa hina mestu þýðingu fyrir sögu norskrar kirkju- tónlistar og norska tónlistarsögu yfir- leitt. Það er að mestu leiti hans verk að ca. 40 norsk þjóðlög eru í norsku kóralbókinni sem gefin var út 1926. ,,Det er i dag utenkelig á studere norsk kirkemusik uten á gá til O. M. Sandviks forskningsarbeider. Peter Thomsen lést 11. febrúar 1976. Hann var fæddur í New Haven, Conn. U.S.A. 25. febrúar 1893. Organleikara- próf tók hann frá Aarhus Organist- skole 1912 og stundaði síðan fram- haldsnám hjá þekktum kennurum. Frá 1918—1950 var hann organleik- ari við Simeons Kirke í Kaupmanna- höfn, en þá varð hann organleikari við Sct. Johannes Kirke í Kaupmh. og gegndi því embætti þangað til hann hætti störfum 1963, sjötugur að aldri, en kona hans Chresta Thomsen, sem er meðal bestu organleikara Dana tók við störfum af honum við Sime- ons kirkjuna. Á löngum starfsferli sínum átti P. Th. þátt í fjölmörg- um kirkjutónleikum. Tónskáldið Carl Nielsen trúði honum fyrir frumflutn- ingi á hinu mikla orgelverki sínu ,,Commotio“ árið 1931, en árinu áður höfðu þeir haft samvinnu um að flytja ,,29 smá præludier Op. 51“ eftir C. N. og var það í fyrsta sinn sem þessar prelúdíur voru fluttar allar á einum tónleikum. C. N. hafði miklar mætur á P. Th. og taldi hann ,,en af de bedst funderede og mest begavede blandt de unge kirkemusikere". — Peter Thomsen komponeraði einnig og þeg- ar hann varð 75 ára gáfu kollegar hans út ágætt tilbrigðaverk hans fyrir orgel — „Harpens Kraft“ — sem hann tileinkaði konu sinni. Peter Thomsen var ágætur kennari og hafa nokkrir íslenskir organleikarar notið tilsagnar hans og fyrirgreiðslu. Það eru nú liðin mörg ár síðan ég kynntist þessum merkismönnum. Ég minnist þeirra allra með mikilli virð- ingu. P. H. Ýmsar fréttir Organistaskipti urðu við Bessastaða- kirkju 1. apríl s. 1. Páll Kr. Pálsson, sem hafði verið organleikari þar frá ársbyrjun 1950 hvarf frá starfinu vegna aukinna umsvifa við Hafnarfjarðar- kirkju, en söfnuðinum þar hefur nýlega verið skipt í tvær sóknir, og eru því tveir prestar þjónandi þar. Frá sama tíma tók sr. Bragi Friðriks- son sóknarprestur við Garðakirkju við prestsstörfum í Bessastaðasókn af sr. Garðari Þorsteinssyni, prófasti, sem þá lét af störfum. Núverandi organisti við Bassastaða- kirkju er Þorvaldur Björnsson og gegnir hann starfinu ásamt organista- starfi við Garðakirkju. 26 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.