Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.07.1977, Blaðsíða 7
BJARNI BJARNASON ORGANLEIKARI ÁTTRÆÐUR Ég hef verið beSinn að minnast með fáum orSum Bjarna Bjarna- sonar organista í Brekkubæ í Nesjahreppi vegna áttugasta afmælis- dags hans. Mér er vissulega ljúft að geta hans í tilefni afmælisins en til þess, að greinarstúfurinn verSi honum á allan hátt samboðinn, skortir mig tilfinnanlega gleggri vitund um hann, þennan ágæta íslending. — Eg komst í töluverS kynni viS Bjarna löngu áSur en viS ræddumst við persónulega. Það atvikaðist með þeim hætti, að hann var í áratugi formaður kirkjukórasambandsins í A.-Skaftafells- prófastsdæmi og meS frábærri alúð gegndi hann formannsstarfinu svo sem best mátti vera varðandi öll samskipti við Kirkjukórasam- band lslands, en þar var ég í forustustarfi samfleytt í 15 ár. Lengst af var okkar samstarf í sendibréfsformi og í annan tíma hef ég ekki fengið tiikomumeiri sendibréf til aflestrar, þar gaf að líta frábæra rithönd og hnitmiðað íslenskt Ritaldar mál. Bjarni Bjarnason organisti tilheyrir í víðum skilningi aldamóta- leiðtogunum, sem tileinkuðu sér hugsjónir nítjándualdar mannanna er ljóðuðu í sífellu með kyngikrafti áskorun til kynslóðanna um að: Koma grænum skógi að skrýða, skriður berar, sendna strönd — ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.