Organistablaðið - 01.11.1982, Qupperneq 2

Organistablaðið - 01.11.1982, Qupperneq 2
Aðalfundur F. í. O. Aðalfundur F.Í.O. var haldinn í Hvassaleitisskóla 24. okt. 1982. Fundarmenn voru 14. Fundarstjóri var Birgir Ás Guðmundsson. Formaður flutti skýrslu stjórnar. 23 nýjir félagsmenn hafa bæst í hópinn síðan á síðasta aðalfundi. Formaður minntist í skýrslu sinni á Organistablaðið og þakkaði dyggilega hjálp þeirra Páls Halldórssonar og Páls Kr. Pálssonar við undirbúning þess. Gjaldkeri flutti skýrslu sína og ritari las fundargerð síðasta félagsfundar. 2 umsóknir um inntöku í félagið höfðu borist og voru þær samþykktar. Peir eru: Hörður Áskelsson, Reykjavík og Jóhann Baldvinsson, Hafnarfirði. Næsta mál á dagskrá var stjórnarkjör. Gjaldkeri og ritari gáfu ekki kost á sér til endurkjörs og eftirfarandi stjórn var kosin: Formaður, sá sami og áður, Kristján Sigtryggsson, Orthulf Prunner gjaldkeri og ritari Glúmur Gylfason. Varastjórn skipa þeir sömu og áður Jakob Tryggvason varaformaður, Haukur Guðlaugsson og Reynir Jónasson. Endurskoðendur Gústaf Jóhannesson og Ólafur Finnsson. Til vara Einar Sigurðsson. Þá voru launamálin tekin fyrir. Voru fundarmenn sammála um að endurskoða þyrfti samning frá 1975. Kosin var launamálanefnd skipuð þeim Marteini H. Friðrikssyni, Smára Ólasyni og Gústaf Jóhannessyni. Skyldu þeir kanna sérstaklega hver áhrif væntanlegur samningur tónlistarkennara hefði á launamál organista. Helgi Bragason áréttaði hve vantaði skilgreiningu á organistastarfinu í samninga. Umræður urðu um greiðslur vegna helgistunda á sjúkrahúsum, en ekki hefurfengist greidd upphæð sú er F.f.O. hefur sett upp alls staðar. Var í þessu sambandi minnst á greiðslur vegna jarðarfara á laugardögum, sem tíðkast utan Reykjavíkur og voru þessi mál tekin til athugunar. Var launamálum síðan vísað í heild til launamálanefndar og ákveðið að boöa til fundar með henni síðar. Fundurinn gerði tillögu til Söngmálastjóra sem hljóðar svo: „Aðalfundur F.I.O. beinir þeim tilmælum til Söngmálastjóra að hann, með aðstoð organista vinni að þvi að komið verði á „nótnabanka" með nýjum sálmaútsetningum og annarri kirkjutónlist sem organistar hefðu aðgang að“. Samþykkt var að hafa sömu viðmiðun á félagsgjaldi og áskrift Organistablaðsins og áður. Formaður flutti nokkur lokaorð og þakkaði samstarf. Fundarstjóri þakkaði fundar- mönnum samveru og var síðan fundi slitið. 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.