Organistablaðið - 01.11.1982, Page 12

Organistablaðið - 01.11.1982, Page 12
Pálmar Pórir Isólfsson hlj óðfærasmiður Pálmar var fæddur á Stokkseyri, 28. júlí áriö 1900. Hann var sonur hjónanna ís- ólfs Pálssonar, tónskálds og hljóðfærasmiðs og konu hans Þuríðar Bjarnadóttur. Þau hjón eignuðust 12 börn og eru nú aðeins 2 þeirra á lífi, Margrét og Sigurður. Pálmar hóf ungur nám hjá föður sínum í hljóðfæraviðgerðum en sigldi síðan til Kaupmannahafnar og nam hljóðfærasmíði og viðgerðir hjá píanóverksmiðju Horn- ung & Möller. Að loknu námi sneri hann aftur heim til íslands, setti upp sitt eigið hljóðfæraverk- stæði og starfaði óslitið í sex áratugi að iðn sinni, fékkst þá við hljóðfæraviðgerðir og þó einkum píanóstillingar, en hann var snillingur við að stilla píanó og var ein- staklega vandvirkur við öll sín störf. Hann var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Andrea Helgadóttir. Þau eignuðust þrjá syni: Bjarna, Helga og ísólf. Þau slitu samvistum. Seinni kona hans var Sunneva Guðmundsdóttir. Hún lést frá þremur ungum dætr- um þeirra hjóna: Báru, Fjólu og Margréti. Hann eignaðist einnig eina dóttur, Lydiu, áður en hann gifti sig. Sigurbjörg Björgvinsdóttir var lífsförunautur Pálmars mörg síðustu árin. Hann andaðist þann 26. ágúst s.l. Þessum línum fylgja bestu þakkir fyrir mikil og vandlega unnin störf í þágu ís- lenskrar tónlistar. Öllum ástvinum hans votta ég innilega samúð. 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.