Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 5
Paris - Kaprí - Róm Organistaferð 1991 — Síðari hluti — Kaprí. 12. júní. Ferð okkar frá París til Kaprí varð með nokkuð öðrum hætti en fyrirhug- að var. Olli því verkfall flugumferðastjóra sem m. a. stöðvuðu flug okkar á lciðinni París - Róm. Kom nú til kasta Hauks fararstjóra. Fckk hann fyrir okkur flug til Mílanó en sá böggull fylgdi skammrifi að við áttum að mæta á flugvellinum kl. 04.30 um nóttina og fengum því litla hvíld. Frá flugvellinum í Mílanó ókum viö rakleiðis til brautarstöðvar og stigum upp í lestina til Rómar. Ekki tókst þó betur til en svo að nokkrir félagar urðu viðskila við aðalhópinn og misstu þar mcð af lestinni en Haukur varð þá cinnig eftir þeim til full- tingis. Og þessi flokkur náði til Kaprí um kvöldið. En af okkur í meginhópnum er það að segja að við brunuðum suður eftir allri Ítalíu í lestinni, virtum fyrir okkur landslag og blunduðum af og til. Ekki er unnt að hrósa viðurgerningi í lest þessari, matföng mjög af skornum skammti og það sem þó fékkst ekki girnilegt. í Róm bciö okkar langferðabíll ogþarslóst í hópinn Halldóra leiðsögumaður. Var nú haldið til Napolí en þar tók ekki betra við því við vorum búin að missa af öllunt bátum til Kaprí. Eftir nokkra stund tókst Halldóru að finna okkur mat og gistingu hjá Napolíbúum og hvort tveggja sannarlega vel þegið. Minningarathöfn við gröf Chopins í Pére-Lachaise kirkjugarðinum í París. ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.