Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 6
13. og 14. júní. Kaprí tók fallega á móti okkur næsta morgun og reyndist hinn mesti sælustuður þá tvo daga sem við dvöldumst þar. Þar hvíldumst við vel eftir stranga dagskrá í París og erilsama ferð. Við reikuðum um þröngar götur, litum í glugga búðanna eða fengum okkur snarl. Farið var upp í Anacapri en vegurinn þangaö er næsta hrikalegur, liggur utan í klettunum og bílstjórar ærið glannafengnir. Það er langt síðan maður hefur heyrt „flautað fyrir horn" af svo miklum móð. Síðan svifu menn misjal'nlega tignarlega í stólalyftu upp á Solaro, hæsta tind eyjar- innar, og nutu útsýnis þaðan. Við skoðuðum að sjálfsögðu Bláa hellinn en ræðararnir sem skutu okkur inn í hann voru því miður næsta fégráðugir og framkoma þeirra óviðfeldin - og féll svo hellir þcssi í skuggann. Á Kaprí ;íttum við ánægjulegar kvöldstundir í gcíðum og glöðum hópi sem var að verða prýðilega samstilltur. Einnig voru haldnar nokkrar söngæfingar til að undirbúa messuna í Péturskirkj- unni. Róm 15. júní. Við fórum frá Kaprí um morguninn, sigldum til Sorrento og ókum þaðan til Pompei. Skoöuöum rústirnar frægu og reyndist þar sem oftast sjón sögu ríkari. Komum til Rómar síödegis og komum okkur fyrir á Hótel Nova Domus. 16. júní. Sunnudagur. Rómardvöl hófst mcð þátttöku í guösþjónustu í Péturskirkj- unni. Kór okkar söng fjögur lög og komu þar átta manns við sögu sem stjórnendur og undirlcikarar. Frú Guðrún Ellertsdóttir söng cinsöng í Laudalc Dominum eftir Mozart. Auk þessa fckk undirritaður það hlutvcrk að lcsa pistil á cnsku. Þessi guðs- þjónusta vcrður því mörgum okkar minnisstæð. Fjöldi kirkjuhöfðingja gckk í skrúðfylkingu til mcssunnar og frá. Péturskirkjunni cr gerö góð skil í „grænu bókinni" og ekki ástæða til að bæta miklu þar við. Mér eru einkum minnisstæðar þrjár höggmyndir: Picta eftir Michelangelo, litla bronsstyttan af Pétri postula í hásæti og mynd Bernins af beinagrindinni með stundaglasið. Frá kirkjunni var haldið á Piazza Navona, eitt af höfuðtorgum Rómar, þar er hinn frægi gosbrunnur hinna fjögurra stórfljóta cftir Bernini. Á torginu er jafnan mannlíf mikið og fjölskrúðugt. Við stóðum stutt við í Pantheonhofinu því verið var að loka þegar okkur bar þar að. Húsið sjálft er hið mesta furðurverk en þar er einnig margt skoðunarvert innan dyra m. a. gröf Rafaels. Síðan voru skoðaðar kirkjur og er mér minnisstæðust kirkja Ágústusar kirkjuföð- ur, San Agostino, en þar cr hin magnaða mynd Caravaggios af Madonnu pílagrím- anna. Síðdegis fórum við svo aftur í Péturskirkjuna og vorum þar við Vesper. 17. júní. Dagurinn hófst mcð heimsókn á Forum Romanum þar scm var miðstöð hinnar fornu Rómar. Þarna er sagan ljóslifandi og einkennilcg tilfinning að vera í námunda við staöinn þar scm Júlíus Cesar var myrtur. Loks var Colosseum skoðað og rifjuð upp sagan góða um Andróklcs og Ijónið. Síðar um daginn hófust kynni okkar af ítölsku bankakcrfi scm virðist með eindæm- um stírðbusalegt a. m k. gagnvart útlendingum með krcditkort. Einnig komum við á Feneyjatorgiö. Við það stcndur Fencyjahöllin en af svölum hennar hélt Mussolini sínar frægustu ræður. Þarna cru líka veitingahús mörg og verslanir, m. a. ágæt nótnabúð. 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.