Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 14
Wolfgang Amadeus Mozart og Vínarklassiskur orgelstíll — Annar hluti — Vélmcnni og tónlist Síöustu áratugina hafa mcnn veriö æ iðnari við að herma eftir lifandi einingum, þ.e.a.s. að búa til fyrirbæri sem geta það sama og hin raunverulega fyrirmynd. Flókn- ar vísindagrcinar hafa myndast í kjölfar þessara tilrauna eins og „kybernetics" og „thcory of automats", svo dæmi sé nefnt; og metnaði manneskjunar verður ekki full- nægt fyrr cn henni hefur tekist að búa til líf. Þessi metnaður var cngu að siður til á tímum Mozarts en hann var mun saklausari, var miklu frekar leikur eða barnslegt yndi af smádóti sem hreyfist, eða þannig kemur það nútímamanni eins og mér fyrir sjónir. Vélmcnnin sem ég ætla að fjalla hér um hafa orðið til mcð þróun úrsins, sérstak- lega vasaúrsins. Til þess var nauðsynlegt að gcta búið til vél með jöfnum ganghraða. Orkugjafi þcssarar vélar var krafturinn scm býr í upptrektri stálfjöður. Vandinn er fólginn í því að láta kraft stálfjaðrarinnar njóta sín í jöfnu átaki, þvf að óbeisluð af tannhjólum Og Óróa, þ.e.a.s. úrverkinu, kastar fjöðrin orkunni ójafnt og yfirleitt allt of hratt frá sér. Eftir að úrverkið varð til, voru smiðuð allskonar skrautúr: með fuglum sem hreyfa sig, mönnum scm dansa og með klukkuspili eða o r g e 1 s p i 1 i. Síðastnefnt úr var kallað flautuúr (Flötcnuhr). Flautuúr og flautuklukka Hjarta flautuklukku cr rúlla eða valti (Walze) sem snýst hægt og með jöfnum hraða. Þess vegna kallar Mozart tónlistina sem er ætluð slíkum vélmennum t. d.: „Ein Andante fur eine Walze in eine Flötenuhr" (Andante fyrir valta (eða rúllu) í flautu- úril I rúllunna, sem var oftast úr tré, voru boruð göt og settir tappar í þau sem siðan plokkuðu í ákveðna hefla þegar rúllan sncrist. Heflarnir opnuðu ventlana á orgelinu og þannig fóru pipurnar að hljóma.(sjá mynd) Hægt var aö skipta um rúllu og þannig að hlusta á mismunandi orgeltónlist. Rúllan er einskonar fyrirrcnnari hljómplötu, scgulbands eða geisladisks. En hafið þið nokkurn tíma opnað litla spiladós? Þá hafið þið séð litla stálrúllu með töppum sem plokka í stálfjöður og þannig hljómar lítið lag, petta er sama hugmynd. Erfitt var og mikill vandi að staðsetja tappana og einnig að íhuga lögun þeirra, því að hún ákvað lengd tónsins og hvernig hann byrjaði og endaði. Öllu þessu er mjög nákvæmlega lýst í frægri bók eftir Dom Bedos (1709-1779) sem hann kallar „L'art du facteur dorges" (1766) eða „Listin hvernig á að smíða orgel". Bók þessa mætti sannarlcga kalla biblíu orgclsmiðsins. En auk mikilvægis þessarar bókar fyrir orgelsmiði er þar einnig að finna mjög merkilegar heimildir fyrir organ- leikara um túlkun, áslátt og raddval, einkum franskrar barokionlistar. Mjög athyglisverðar eru athuganir hans um áslátt á orgeli og styðja í raun og veru allt sem ég hef skrifað í organistablaðið fyrir nokkrum árum, um áslátt. (Nokkrar at- hugusemdar I,II,III) Niðurstöður varðandi túlkun á orgelverkum Mozarts getum við fengið úr þessari bók á þann veg: 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.