Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 7
Susan Landale við hljómborð 62 radda cavaille - Coll orgelsins frá 1890 í Rúðuborg. Nokkrir félagar fylgjast með kynningu hennar á orgelinu. Um kvöldið var þjóðhátfðarfagnaður á La Astcrna í Transtevere (handan Tibcr- fljóts). Ólína Jónsdóttir flutti okkur hátíðarljóð klædd ísl. búningi og sr. Ólöf Ólafs- dóttir flutti ræðu. Þarna var okkur skcmmt mcð söng og hljóðfæraslætti og þjónar höfðu í frammi skoplega tilburöi cn sjálf tókum við lagið á góðan íslcnskan máta. 18. júní. Síðdegis skoðuöum við fyrst San Clcmcntc sem cr að hluta til elsta kirkja í Róm cn hcldum síðan til Santa Francesca Rómana. Þar lck fyrir okkur á orgclið J. E. Gocttsche, organlcikari við Péturskirkjuna, verk eftir Bach o. fl. 19. júní. ivlóttaka hjá páfa. Athöfn þcssi fór fram í nýlegum sal gríöarstórum og þéttsctnum. Þar var hrópað og klappað og þótti ýmsum óviðfelldið og líktu við knatt- spyrnukappleik. Við nutum þarna forréttinda, sátum á besta stað, sungum fyrir salinn, páfí lét taka af sér mydnir með okkur og loks var okkur hleypt út scrstaklcga svo að við losnuðum við troðning. Mér þótti athöfnin óneitanlcga dálítið vélræn cnda hel'ur páfi slíka mótlöku vikulcga og krefst hún í hvert sinn mikils umstangs og er nákvæmlcga skipulögð. En augljóst var að páfi vildi sýna okkur allan sóma og varö svo stund þcssi scrstæð og mjög minnisverð. Síðdegis skoðuðum við fyrst katakomburnar og kirkju hcilags Scbastians cn fórum síðan til Pálskirkju utan múra, þar cru myndir af páfum öllum, garður glæsilcgur, höggmyndir góðar og súlur sterklegar. 20. jiini Hópurinn fór í dagslerð til Palcstrina og Tivoli cn ekki kann ég frá þeirri fcrð að scgja og sat hcima. Raunar sá ég þennan dag áhrifamikið dæmi um annað helsta tómstundagaman Rómverja sem er í því i'ólgið að koma bíl sínum í stæði og ná honum út aftur. Sýna þeir við iðju þcssa ótrúlega þolinmæði og einstaka hugkvæmni. ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.