Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 12

Organistablaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 12
Steinn J. Stefánsson — Minning — Steinn Jósúa Stefánsson fæddist II júlí 1908 í Suðursveit í A. Skaftafellssýlsu. Foreldrar hans voru Stcfán Jónsson bóndi og hreppstjóri á Kálfafelli og kona hans Kristín Eyjólfsdóttir. Fcim varð fimm barna auðið. Steinn ólst upp við öll alnienn bústörf í Suðursveit. Kálfafell var menningar- heimili að fornum og nýjum hætti. Fornar sögur og nýjar frásagnir voru lesnar vetrarlangt á vökunni. Húslestrar fóru fram á helgum dögum og Passíusálmarnir voru lesnir daglega á föstunni. Húsmóðir- in hafði gengið í Kvennaskólann og einnig al'lað sér tónmenntunar. Orgelharmonium var á heimilinu, á það lærðu börnin og um- hverfis það safnaðist fjölskyldan og söng. Steinn lauk kennaraprófi frá Kennara- skóla íslands árið 1931. Með K.í. stundaði hann nám í orgelleik hjá Sigfúsi Einars- syni. Steinn rcðist nú sem kcnnari til Barnaskóla Seyðisfjarðar. Skólastjóri varð hann árið 1945 og gegndi því til ársins 1975 er hann lét af störfum og flutti til Reykjavíkur. Á Seyðisfirði kynntist liann Arnþrúði Ingólfsdóttur sem ættuð var frá Vopnafiröi og gengu þau í hjónaband árið 1937. Arnþrúður lést árið 1964. Þeim hjónum varð fimm barna auðið. Steinn var frumkvöðull og driffjöður í tónlistarlffi Seyðfirðinga í áratugi og hélt við gamalli tónlistarhefð þar eystra. Þannig fctaði hann í fótspor Lárusar S. Tómassonar, skólastjóra, sonar lians Inga T. Lárussonar, tónskálds, Kristjáns læknis Kristjánsson- ar og Jóns Vigfússonar. Hann söng í karlakórnum Braga og stjórnaði Samkórnum Bjarma sem söng fyrst á lýðveldishátíðinni 1944. Þá var hann kirkjuorganisti við Seyðisfjarðarkirkju 1955-1975. Steinn sá alla tíð um söngkennslu í skólanum og stjórnaði barnakór skólans. Árið 1957-1958 fékk hann kennaraorlof og dvaldi þá fyrst í Reykjavík í framhaldsnámi í orgelleik og raddbeitingu hjá Dr. Róbert Abra- ham Ottóssyni, en fór síðan til Brctlands og Danmerkur til frekara tónlistarnáms m.a. í orgclleik, kórstjórn og blokkflautulcik. Steinn sótti fjöldan allan af námskeið- um bæði í kórstjórn og orgclleik. Steinn fékkst allmikið við tónsmíðar og fjöldi raddsetninga liggur cftir hann. Áriö 1976 komu út „12 sönglög" sem sóknarnefnd Seyðisfjarðar gaf út og árið 1987 gaf hann út Fjölskyldusöngva. Þar eru lög Steins ásamt nokkrum lögum eftir konu hans Arnþrúði og börn hans, Heimi, Iðunni og Ingólf í raddsetningu Steins. Það verk sem mun þó trúlega halda nafni Steins lengst á lofti er Skólasaga Seyð- isfjarðar scm kom út áriö 1989. El'tir að Steinn fluttist til Reykjavíkur söng hann með kirkjukór Árbæjarsóknar og Skaftfellingakórnum meðan hann hal'ði heilsu til. Allt til hinsta dags settist Itann niður við gamla orgelið í stofunni sinni spilaði og söng. Steinn andaðist 1. ágúst 1991. 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.