Magni - 11.06.1971, Blaðsíða 4

Magni - 11.06.1971, Blaðsíða 4
4 M A G N I Föstudagur 11. júní 1971 Samkeppni um skipulag Skipulagsstjóri ríkisins efnir til hugmyndasamkeppni um efn- ið: „Skipulag sjávarkauptúna (kaupstaða) hér á landi á þess- um áratug, með sérstöku tilliti til félagslegra og efnahagslegra tengsla þeirra við aðliggjandi sveitir og þéttbýli.“ Til samkeppninnar er efnt í tilefni af 50 ára afmæli skipu- laganna. Auk fulltrúa Skipu- lagsstjórnar ríkisins hafa full- trúar frá eftirtöldum félagssam- tökum unnið að undirbúningi samkeppninnar: Arkitektafé- lagi Islands, Hagfræðafélagi Is lands, Sambandi íslenzkra sveit- arfélaga og Verkfræðingafélagi Islands. Vandamál þau, sem við er að etja varðandi byggðaþróun á ís landi verða því aðeins leyst á viðunandi hátt, að til kæmi víð- tækt samstarf manna úr mörg- um fræðigreinum, sem og sam- starf þeirra við heimamenn á hverjum stað. Samkeppnin er því boðin út með það fyrir aug- um, að fá fram hugmyndir frá sem flestum aðilum, bæði al- menningi og sérfræðingum um samhæfða og raunsæja þróunar- stefnu ákveðins sjávarkauptúns (kaupstaðar) og aðliggjandi hér aðs, á sem flestum sviðum. Ýmsair 'opStnberar stofnanir hafa undir höndum mjög mikils- verða upplýsingar, sem óhjá- kvæmilegt er að nota við nútíma skipulagningu. Upplýsingar þess ar eru um hagfræðileg, tækni- leg og félagsleg efni og koma varla að fullu til skila, nema sérfræðingar úr fræðigreinum þessum vinni með arkitektum að úrlausn verkefna. Jafn nauð synlegt er, að slíkir starfshópar sérfræðinga hafi samvinnu við heimamenn á svæði því, er þeir velja, þannig að staðarþekking og sjónarmið hins almenna borgara, sem við sskipulagið á að búa, sé tekið til greina. vvwwwvwwwwwwwvwwv\www»v»wv»vwwwvwww%ww Útboð Tilboð óskast í smíði glugga og ísetningu þeirra ásamt ísetningu glers í sund- og íþróttahús á Hellissandi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Neshrepps utan Ennis á Hellissandi frá og með fimmtudegin- um 3. júní 1971, gegn kr. 1000,00 skilatryggingu. Tilboðin sendist teiknistofu Húsameistara ríkisins, Borgartúni 7, ásamt teikningum og verða þau opn- uð þar fimmtudaginn 24. júní nk. kl. 10 f.h. Hreppsnefnd Neshrepps utan Ennis. vvvwwwvwvvvvvvvvvvvvwvvvvvvvwwvvvvwvvvvvvwvvwwwwv Miklar byggingafram- kvæmdir f Búðardal Magni átti stutt spjall við Harald Árnason, oddvita í Búð- ardal, á dögunum og spurði hann um helztu framkvæmdir hreppsfélagsins um þessar mundir, svo og annarra aðila í kauptúninu. Búðardalur er vaxandi kauptún, og verða um- svif og þjónusta þar sífellt fjöl- breyttari. — Hér í Búðardal eru íbúar nú um 200 og hefur heldur far- ið fjölgandi. Allmikið hefur ver ið bygg síðustu árin, bæði á veg um einstaklinga, félaga og opin berra aðila, sitthvað er enn í 'byggingu eða ráðgert. 1 sumar verða holræsafram- kvæmdir sennilega meðal helztu framkvæmda hreppsins. Lítið hefur verið um sameiginlegar og samtengdar holræsalagnir í kauptúninu, en nú hyggjumst við gera nokkurt átak til þess að bæta úr því. Við erum að ljúka við félags- heimilið, en það gegnir einnig hlutverki skóla. Hér eru ungl- ingadeildir gagnfræðaskóla en ekki fullráðið, hvort fullkominn gagnfræðaskóli verðin’ staðsett- ur hér, en við viljum halda þeim möguleika opnum, ef heppilegt þykir. Við erum að byrja á að undirbúa skólabyggingu, láta teikna hann og leita fyrir okk- Rœtt við Harald ur um byggingamöguleika. Þá er líka verið að Ijúka við skóla- stjóraíbúð. Búðardalur er byggður í landi jarðarinnar Fjós, sem nú er rík- iseign. Við erum að byrja að leita hófanna um kaup lands- ins, enda eðlilegast, að hreppur- inn eigi það. Búnaðarbankinn er að ljúka: hér við byggingu vandaðs úti- búshúss, sem verður væntanlega fullbúið í sumar. Einnig er ver- ið að reysa hér hú fyrir póst og síma, og á sjálfvirk símaþjón usta að komast á í kauptúninu og nágrenni að minnsta kosti. Við höfum hafið undirbún- Árnason, oddvita. ing að byggingu læknahúss og getum vonandi fljótlega byrjað á því, þar sem þess er mikil þörf. Hér er bústaður fyrir einn lækni, en aðstaða þarf að vera fyrir tvo. 1 þessu nýja lækna- húsi á að verða móttökuaðstaða ! fyrir tvo lækna og bústaður fyr ir annan, en auk þess húsnæði til nokkurrar annarrar heilsu- gæzlu og sjúkrarúm, svo að hægt sé að leggja þar inn sjúkl- ing til bráðabirgða, þegar á þarf að halda. Loks er þess að geta, að ein f jögur íbúðarhús eru hér í smíð- um, sagði Haraldur að lokum. — A.K. r-rr-ri-|-rjr«--~ Hestamannafélagið Dreyri heldur árlegt hestamót sitt að Ölver sunnudaginn 27. júní kl. 14,30 sd. Keppt verður í 250 m skeiði — 250 m folahlaupi — 300 m stökki — 400 m stökki. Einnig verður góðhestakeppni, hópreið og eplahlaup- Skráning kappreiðahesta fer fram á Akranesi hjá Samúel Ólafssyni í síma 1485, Ólafi Sigurbjörns- syni síma 1332 og hjá Jóni Sigurðssyni, Skipanesi, sími um Akranes, til 22. júní nk. Mótanefnd. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS Akranesi. — Sími 1555. ni II BYGGIÐ STERKT BYGGIÐ TRAUST Framleiðir og selur: PORTLANDSSEMENT HRAÐSEMENT ÁBURÐARKALK FLUTNINGAR SEMENTS Á SJÓ: M.s. Freyfaxi Afgreiðsla í skrifstofu Sementsverksmiðju ríkisins Akranesi. -- Sími 1555. BYYGGIÐ ÚR ÍSLENZKU EFNI

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.