Magni - 11.06.1971, Blaðsíða 10

Magni - 11.06.1971, Blaðsíða 10
10 MAGNI Föstudagur 11. júní 1971 Verkalýðshreyfingin og samvinnu- samtökin vinni saman Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Vesturlandskjördæmi samþykkti eftirfarandi ályktun um verkalýðsmál: Framsóknarflokkurinn telur að verkalýðshreyfingin hafi á ýmsan hátt verið lömuð sl. ára- tug í xiðleitni sinni til að verja hagsmuni hins vinnandi fólks í landinu. Persónuleg togstreita pólitískra valdamanna innan verkalýðshreyfingarinnar á- samt áhugadeyfð og ónógri þátt töku félagsmanna í starfi verka lýðsfélaganna veldur hér mestu. Þess vegna telur Framsóknar- flokkurinn Að hvetja beri til breytinga á skipulagi verkalýðshreyfingar innar er stuðli að auknum áhuga og auknu valdi fólksins í fé- lögunum og nánum tengslum milli forystu og félagsmanna. Að Alþýðusamband íslands verði í reynd stefnumótandi að- ili með afmörkuðu framkvæmda valdi. í Að Alþýðusambandinu verði gert kleift að koma upp öflugri hagdeild, sem fylgist með þróun þjóðarbúskapar, einstakra fyr- irtækja og greiðslugetu atvinnu vega og veiti aðildarfélögunum yfirlit um þær meginstaðreynd- ir atvinnu- og efnahagslífs, sem starf og barátta verkalýðshreyf- ingar á að grundvallast á. Að Alþýðusambandinu verði gert kleift að reka öfluga upp- lýsinga- og fræðslustarfsemi. Að stuðlað verði að mótun launastefnu, sem felur í sér skynsamlegan en hóflegaan launamun. Að stefnt verði að 40 stunda vinnuviku. Að stefnt verði að atvinnulýð ræði og samstarfsnefndum starfsmanna og atvinnurek- anda komið á fót í stærri fyrir- tækjum. Að unnið verði að meira og nánara samstarfi og samstöðu launþega og bænda í sameigin- legri baráttu fyrir mannsæm- andi kjörum. Að verkalýðshreyfingin og samvinnuhreyfingin tengist nánum böndum og að þessar fjöldahreyfingar alþýðunnar efli hvor aðra eftir megni. Launamálaágreiningur hreyf- inganna verði leystur með sér- stökum samningi um meðferð kjaramála. Frá Vefnaðarvörudeild K.B. Úrval kjólefna, buxnaefni á dömur og herra, vinnufataefni, dralon gluggatjaldaefni (margir litir). Handklæðadregill (einlitur og munstraður). Væntanlegt úrval af sumar- kjólaefnum og blússuefnum. Veínaðarvörudeild K.B. Frá Vefnaðarvörudeild Rafmagnsrakvélar, ermahnappar, skyrtur, herraúr, dömuúr, gullarmbönd, gullhringar, náttkjólar, náttföt, undirkjólar og margt fleira. Vefnaðarvörudeild K.B. í VEIÐIFERÐINA: Kaststengur — Flugustengur — Veiðihjól — Nylonlínur — Fluglínur — Önglar — Sökkur — Spúnar — Flugur (laxa) — Flot- holt — Rotarar — Vogir — Veiðitöskur o.fl. I FERÐALAGIÐ: Tjöld 2ja, 3ja, 4ra og 5 manna — Tjaldbedd- ar — Svefnpokar (dralon og ull) — Bakpokar — Vindsængur og pumpur — Sólstólar — Sól- tjöld — Ferða-pottasett — Gastæki (prímus) — Sjónaukar — Myndavélar — Ljósmynda- vörur og margt fleira. Búsáhaldadeild K.B. Hrærivélar U ppþ vottavélar Þvottavélar Eftir framboðs- fundinn Framhald aí bls. 6 refíum og söngleikjum en það fer illa við nýt þingmannsstörf. Klofningurinn í Alþýðubanda laginu minnti sífellt á sig á þess um fundum og gerði Jónasi marga skráveifuna. 1 síðustu kosningum kvað hann það höf- uðmál sitt að sætta stríðandi að- ila þar. En síðan hefur Alþýðu- bandal. þríklofnað að minnsta kosti, og einn klofningurinn sæk ir nú að Jónasi hér. Munu nú margir fyrri kjósendur hverfa frá Jónasi af þessum sökum, þótt vonandi fari ekki eins fyr- ir honum og í hreppsnefndar- kosningunum i Reykholtsdal, enda margir orðnir leiðir á leik- aratilburðum hans. Isskápar Frystikistur o.fl. heimilistæki Búsáhaldadeild K.B. Leiguhúsnæði — félagsleg þjónusta Ef þið vitið af íbúðarhúsnæði til leigu tilkynnið það bæjarskrifstofunni og að- stoðið þannig bæinn við að veita félags- lega þjónustu. Tekið við upplýsingum í síma 1211. Bæjarritari. Frambjóðendur Frjálslyndra fluttu allir sama glamrið um að þeir væru postular sameiningar frjálslynds félagshyggjufólks. En þeir minntu aðeins á fram- boðsraunir sínar, þegar þeir klofnuðu svo ört í framboðinu sjálfu, að listarnir hrundu sund- ur eins og spilaborg í höndum þeirra hvað eftir annað. Orð verða hjákátleg gegn slíkum staðreyndum. Hlutverk F-list- ans getur aðeins verið að hjálpa stjórninni og vera glatkista at- kvæða, sem gætu steypt stjórn- inni, ef þeim væri rétt beitt. Ræður manna á framboðs- fundunum sannfærðu fólk æ bet ur um það, að atkvæði koma aðeins að gagni gegn stjórninni, ef þau falla á Framsóknarflokk inn og f jölga þingmönnum hans. * porsicinn Zhcodórsson Byggingameistari Borgarnesi — Sími 7156 Trésmiðja Nýsmíði Nýbyggingar Endurbyggingar rWWWWWVWWWVVWVWVWWWVWWVVWVVWWWWWVWWWWV HtJSNÆÐISMÁLASTOFNUN ríkisins auglýsir: Að gefnu tilefni vill Húsnæðismálastofnun ríkisins vekja athygli á eftirfarandi ákvæði í 30. gr. reglugerðar uffl lánveitingar húsnæðismálastjórnar til kaupa á eldri íbúð- um: „íbúðin skal fullnægja reglum skipulags- og byggingar- yfirvalda svo og heilbrigðissainþ. hlutaðeigandi staðar“- Kaupendum eldri íbúða, er hyggjast sækja um lán hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins, er því eindregið ráðlagt að ganga örugglega úr skugga um það, áður en kaup eru gerð, að viðkomandi íbúð fullnægi að dómi heilbrigðisyfir- valda (héraðslækna/heilbrigðisfulltrúa) núgildandi ákvæð um heilbrigðissamþykkta. Þá er og á sama hátt nauð- synlegt að fá staðfest að umræddar íbúðir séu í samrænú við reglur skipulags- og byggingaryfirvalda. Ibúðir, sem ekki fullnægja umræddum skilyrðum, eru ekki lánshæfar og tilgangslaust að sækja um lán til þeirra- Húsnæðismálastofnun ríkisins. húsnæðismAlastofnun ríkisins Laugavegi 77, sími 22453 (WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWVVVV Akranes! Hérmeð er eindregið skorað á alla þá, sem enn skulda opinber gjöld til bæjar- sjóðs frá 1970 og eldri oð greiða þau nú þegar. Lögtök fyrir gjöldum þessrun eru hafin. Akranesi, 28. maí 1971, Ræjarstjórinn, Akranesi. wwwwwwwwwwwwwwwwwvwwwwwwwwwwwwwv Arður til hluthafa Á aðalfundi Hf. Eimskipafélags Islands 21. ma, 1971, var samþykkt að greiða 12% — tólf af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1970. HF. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS vvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvvwvvwvvvwW1

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.