Magni - 11.06.1971, Blaðsíða 5

Magni - 11.06.1971, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. júni 1971 M A G N I 5 Við rekum hér nokkurn vísi að læknamiðstöð í Stykkishólmi er aðstaða til heilsugæzlu og læknisþjónustu öetri en víða annars staðar í héruðum landsins. Þó er þar að- eins gamalt sjúkrahús og of lítið en sköpum skiptir þaraa, að Þar er gamalgróin sjúkrahúss- stofnun, þar sem erlendar nunn ur vinna fórnfúst starf, ungur °K vel menntur skurðlæknir er har sjúkrahúslæknir og starf- fíektur er við sjúkrahúsið góð- ur vísir að læknamiðstöð með samvinnu liéraðslæknis og sjúkrahúslæknis. Kristján Baldvinsson, sjúkra- húslæknir er ungur maður, kom 1 Stykkishólm fyrir tveim árum eftir sjö ára nám og starf í sérgrein sinni í Svíþjóð. Hann er einn þeirra fáu, sem kom heim, og starf hans í Stykkis- hólmi hefur þegar sýnt, hve mikilvægt það er að fá heim «1 starfa vel mennta lækna af erlendum starfsvangi. Fyrir nokkru hitti ég Krist- ján lækni að máli í Stykkis- hólmi og bað hann að segja lesendum Magna lítið eitt frá störfum sínum, sjúkrahúsinu og áliti sínu um skipan heilsu- gæzlumála. Hann varð góðfús- lega við þeirri beiðni, en því miður verður spjallið hér styttra eu æskilegt væri, því að af nógu er að taka og talið barst að mörgu. Spjallað stundarkorn við Kristjcin Baldvinsson, sjúkrdhússlœkni í Stykkis- hólmi. Nunnur að prentverki í Stykkishólmi. — Hvernig er aðstaða til heilsugæzlu og læknisþjónustu hér í Stykkishólmi, Kristján? — Hún er góð, ég get ekki sagt annað, segir Kristján. — Ótrúlega góð þegar á allt er lit- ið. Þó er ekki þar með sagt, að við höfum ekki hug á ýmsum breytingum og umbótum, og gott má lengi bæta. Við verðum líka að hafa í huga, að Stykkis- hólmur nýtur mikillar sérstöðu. Hér er gamalgróin sjúkrahús- stofnun, reist og rekin af því afli, sem sterkast er — óbilandi fórnfýsi — Stykkishólmur og Ýtarleg rannsókn fari fram ó öllu flutningakerfi landsins Kjördæmisþing Framsóknarm. 1 Borgamesi samþykkti eftir- farandi ályktun um samgöngu- ftiál: >,Kjördæmisþing Framsóknar- flokksins í Vesturlandskjördæmi ályktar eftirfarandi: í 1- Kjördæmisþingið skorar á alþingismenn flokksins í kjör- hæminu, stjórn kjördæmissam- handsins og fulltrúa þess á flokksþingi Framsóknarflokks- lne> að beita sér fyrir því, að mörkuð verði ákveðin stefna í uppbyggingu vegakerfisins um aflt landið, er miðist við um- ferðarþörfina nú og næstu 25 arin (þ.e. við fjölda bifreiða °S stærð þeirra). Skal þessi á- mtlun miðuð við það, að slitlag Veganna verði gert úr efni, er Ver þá holum og ryki, t.d. olíu- möl eða malbik. Við þessa upp- hyggingu verði þeir vegir, sem eru í notkun, endurbættir og n°taðir áfram, eftir því, sem hagkvæmt er. Jafnvel þó að lega þeirra ætti eftir að breyt- ast síðar. Kjördæmisþingið lítur svo á, að vegaframkvæmdir með þeim n®tti, er nú er verið að gera í hraðbrautum, séu stærri verk- efni en svo, að við þær verði raðið, nema mjög takmarkað, meðan ástand veganna í landinu er eins og nú er. 2- Kjördæmisþingið ályktar, að fjár til vegagerðar verði að afla með því að tekjur af um- erðinni gangi óskiptar til vega- ramkvæmda, og ríkislán komi til Vegna stærstu verkefna. 3. Kjördæmisþingið vekur at- ygli á því, að vegir á aðalleið- um í Vesturlandskjördæmi eru að verulegu leyti byggðir upp á þeim tíma, er handverkfæri voru notuð við vegagerð, og miðaðir við þá umferð, er þá var þekkt. Þessir vegir eru því með öllu orðnir ófærir til að anna því álagi, sem nú er á þá lagt. Nokkrar brýr hafa nú þegar hrunið undan umferðarþungan- um og vegir sigið niður fyrir landið umhverfis þá. Hjá því verður ekki komizt að útvega fjármagn til að hefja nú þegar endurbyggingu þeirra. Því skorar kjördæmisþingið á þingmenn Vesturlandskjör- dæmis að beita sér fyrir útveg- un lánsfjár, þegar á þessu ári, til að Ijúka við stórframkvæmd í vegagerð í kjördæminu, sem nú er unnið að, og hefja endur- byggingu vega á aðalleiðum um kjördæmið. Þá skorar kjördæmisþingið á alþingismenn flokksins í kjör- dæminu að beita sér fyrir því, að einni af grjótmulningsvélum þeim, sem Vegagerð ríkisins er nú að kaupa verði valinn stað- ur í kjördæminu. 4. Kjördæmisþingið felur al- þingismönnum flokksins í kjör- dæminu að beita sér fyrir því að gerð verði rannsókn á öllu flutningakerfi landsins, þ.e. land- sjó- og loftflutningum, samanburður gerður á kostnaði og athugað, með hvaða hætti yrði hagkvæmast fyrir ríkið að styðja vöruflutninga lands- manna, til að jafna þann að- stöðumun, sem nú er, og tillög- ur gerðar til úrbóta á grund- velli þessara rannsókna." samkeppni Skipulagsstjórn ríkisins efnir til hugmyndasam- keppni um skipulag sjávarkauptúna á íslandi og tengsl þeirra við aðliggjandi sveitir og þéttbýli. Heimilt er að velja hvaða sjávarkauptún á land- inu sem er, með íbúafjölda á bilinu 300—3000 íbúa. Öllum íslenzkum ríkisborgurum og útlendingum, búsettum á Islandi er heimil þátttaka. Fyrstu verð- laun eru 400.000 kr., önnur verðlaun 200.000 kr. Skilafrestur er til 13. sept. n.k. og eru útboðsgögn afhent hjá trúnaðarmanni dómnefndar, Ólafi Jens- syni, Byggingaþjónustu A.I. Laugaveg 26, Reykja- vík. héraðið hér í kring, á þessum erlendu konum — nunnum — mikið að þakka fyrr og síðar. Alls staðar er kvartað um hjúkrunarkvennaskort, en hér á læknirinn og sjúklingarnir ætíð vísa alla hjálp, sem hægt er að veita af hjúkrunarliði, sem er fast í sessi og starf- ar hér samfellt árum og áratug- um saman. Og alltaf koma nýj- ar hjúkrunarkonur að utan í skörðin, eða þegar á vantar. Margar þessar hjúkrunarkonur eru mjög vel menntar í starfi og hafa einnig mikla almenna menntun, enda eru sumar þeirra ótrúlega fljótar að læra íslenzku og setja sig inn í íslenzkar að- stæður. Þegar ég kom heim eftir svo langt starf á stórum og full- komnum sjúkrahúsiun, kveið ég því að sjálfsögðu að hefja starf við lítt búið sjúkrahús við frum stæð skilyrði. En ég varð satt að segja töluvert undrandi, er ég sá aðstöðuna hér í þessu gamla sjúkrahúsi, sem kallast má nokkuð stórt á íslenzka landsbyggðarvísu. Hér var góð skurðstofa með nokkuð full- komnum tækjum. Ég held, að þetta sjúkrahús geti ekki talizt ver búið en hliðstæð sjúkrahús í fámennari byggðum í Sví- þjóð. — Hve margir sjúklingar voru hér sl. ár? — Hér lágu alls 626 sjúkling- ar lengur eða skemur á árinu, og gerðar voru 260 skurðaðgerð ir, og mun láta nærri að það sé 90-95% þeirra skurðaðgerða sem venjulega eru gerðar á full- gildum sjúkrahúsum. Hingað kemur auðvitað fyrst og fremst fólk til lækninga af Snæfellsnesi en einnig töluvert úr Dalasýslu og víðar að. — Hvemig er samstarfi þínu við héraðslækninn háttað? — Það er fyrst og fremst gott, segir Kristján. — Guð- mundur H. Þórðarson, héraðs- læknir, hefur móttökuaðstöðu í sjúkrahúsinu, og hann annast svæfingar við uppskurði hjá mér. Við starfrækjum hér all- góðan vísi að læknamiðstöð, sem síðar á vonandi eftir að dafna og þroskast. Guðmundur lítur eftir í sjúkrahúsinu, þurfi ég að fara frá, og ég sinni beiðn- um úr héraðinu, eftir því sem ég get, þegar hann er fjar- verandi, en það erum við ann- ars mjög sjaldan. Hér í sjúkra- húsinu er líka fullkomin rann- sóknarstofa og góð röntgen- tæki. — Hvaða breytingar eru heizt ráðgerðar hér á næst- unni? — Hér í sjúkrahúsinu eru 32 sjúkrarúm, og það er orðið allt of lítið, einkum vegna þess að sjúkrahúsið gegnir að nokkru hlutverki elli- og hjúkrunarheim ilis, og ekkert elliheimili er á Nesinu. Það er mjög illt að þurfa að senda gamla fólkið eða langlegusjúklinga suður á hæli eða á elliheimili í öðru byggðar lögum. Því er í ráði að koma á fót elli- og hjúkrunardeild hér við sjúkrahúsið, og ætti það að vera hagkvæmt. Þetta er komið á nokkurn rekspöl og helzt í ráði að taka þriððju hæð sjúkrahússins til þess. Er það unnt með litlum breytingum. Hins vegar þarf þá sem fyrst að byggja við sjúkra- Kristján Baldvinsson húsið sjálft og bæta þar við sjúkrarúmum, og væri þá eðli- legt að byggja um leið nokkurt húsnæði fyrir læknamiðstöð. Ég veit með vissu, að nunnurnar eru fúsar til slíkrar samvinnu við íslenzka ríkið og héraðsað- ila. Þá ber þess og að geta, að æ fleiri konur úr nágrenninu fæða hér börn sín, og það er í þann veginn að leggjast niður, að kon ur fæði í heimahúsum, þar sem unnt er að komast í sjúkrahús. Þetta er eðlileg og sjálfsögð þróun, en til þess þarf nokkurt sjúkrarými. — Hvernig lízt þér á hinar nýju tillögur, sem fram hafa komið um skiptingu landsins í læknamiðstöðvahéruð ? — Mjög vel í meginatriðum. Að sjálfsögðu verða héraðslækn ar ekki úr sögunni. Til að mynda þarf héraðslæknir að vera í Ól- afsvík, þótt læknamiðstöð yrði í Stykkishólmi, en aðstaða hér- aðslækna ætti að vera allt önn- ur og betri, þegar þeir geta starfað í nágrenni við lækna- miðstöðvar í meira eða minna samstarfi við þær eftir því sem samgöngur leyfa. Annars eru heilsugæzlumál hér á landi ef til vill fyrst og fremst sam- göngumál. Læknar una því varla, að starfa einir í stórum héruðum, og menntun lækna hefur beinzt að sérgreinum og samstarfi milli þeirra. Lækna- miðstöðvar einar geta því bætt úr læknaskorti hér á landi, auk þess sem þa?r koma á margvís- legum umbótum öðrum í heilsu gæzlumálum. — Fjölmargt annað ber í spjall okkar Kristjáns um þessi mál, en það verður að bíða betri tíma. Að spjalllokum spyr ég Kristján, hvernig honum falli vistin í Stykkishólmi. — Ágætlega, segir hann. Ég minntist áðan á hið ágæta sam- starf við hinar erlendu nunn- ur og á varla nógu sterk orð um þeirra mikilvæga starf og alla hjálpsemi. Aðrir héraðs- búar hafa sýnt mér alla vel- vild. Stykkishólmsbúar hafa með vinsemd sinni og hlýju tek ið mig og fjölskyldu mína í hópinn sem heimafólk, og það er viðhorf, sem við kunnum vel að meta. Fyrir mér varð það ef til vill þyngst á metum, þeg- ar ég afréð heimför eftir árin sjö í Svíþjóð, að börnin voru farin að stálpast og á góðum vegi með að verða sænsk, eins og eðlilegt er, og ég óttaðist að þau felldu sig síður við að fara heim, þegar þau færu að nálgast tvítugt og væru orðin tengd sænskum vinum, sænsk- um skólum, sænsku lífi, og þá væri fjölskyldan bundin ytra í báða skó. En ég vona, að fram hjá þessu skeri hafi ég siglt, og mér verður stundum hugsað til starfsbræðra erlendis í þessu efni. — A.K.

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.