Magni - 11.06.1971, Blaðsíða 6

Magni - 11.06.1971, Blaðsíða 6
6 M AGNI ' Föstudagur 11. júní 1971 Myndin var tekin á afmælisfundinuin í Leirárskóla á dögunum. (Ljósm. P.Þ.) Samband borgfizkra kvenna fjörutíu óra Dagana 6. og 7. júní var hald. að SBK átti upptök að og hafði inn í Leirárskóla 40 ára afmæl- isfundur Sambands horgfirzkra kvenna en það var stofnað árið 1931. Undirbúningsnefnd hafði þá unnið að stofnun sambands- ins í eitt ár, en þá nefnd skip- uðu: Svava Þorleifsdóttir, Akranesi, Ragnhildur Björns- son, Borgarnesi og Sigurbjörg Björnsdóttir, Deildartungu. Þessar konur skipuðu einnig fyrstu stjórn SBK, sem starfaði óbreytt til ársins 1944, en þá flutti Svava burt af sambands- svæðinu. Fjögur kvenfélög stóðu að stofnun SBK, Kvenfélag Hvít- ársíðu, kvenfélag Reykdæla, kvenfélag Borgarness og kven- félag Akraness. Nú eru átján félög í sambandinu og hefur hvert þeirra rétt til að senda tvo fulltrúa á aðalfund þess. Helztu viðfangsefni SBK hafa verið húsmæðrafræðsla og fjöl þætt störf að líknar- og menn- ingarmálum. Sem dæmi um ár- angur af störfum þess má nefna forystu um stofnun Húsmæðra- skólans að Varmalandi og hef- ur jafnan ráðið mestu um stjórn þess vel kynnta skóla. Einnig er það að þakka stórhuga for- ystu og óeigingjörnu starfi á vegum SBK að nú er risið í Borgarnesi myndarlegt dvalar- heimili fyrir aldrað fólk. Á veg- um SBK starfa orlofsnefndir, sem skipuleggja orlof húsmæðra og ungbarnaeftirlitsnefndir, sem hafa það hlutverk að koma á eftirliti með heilsufari ung- barna á sambandssvæðinu. SBK hefur einnig staðið fyrir fjölda fræðslunámskeiða fyrir hús- mæður, en hér er ekki rúm til að rekja þau mörgu nytjastörf sem það hefur beitt sér fyrir. Stjórn SBK síðasta starfsár skipuðu: Þórunn Eiríksdóttir, Kaðalsstöðum, formaður; Ingi- björg Bergþórsdóttir, Fljóts- tpngu, Lára Amfinnsdóttir, Hrafnabjörgum, Brynhildur Eyj ólfsdóttir, Arnbjargarlæk, Auð- ur Sæmundsdóttir, Ási. Frú Þórunn Eiríksdóttir, form. Stœkkum hlut landsbyggð- arínnar I stjornkerfinu Ég tel að stórt skref hafi menntunar atvinnuskilyrði í verið stigið í rétta átt, með heimabyggð. stofnun Samtaka sveitarfé- Þetta er ein aðalorsök þess laga á Vesturlandi sem fá að fjöldi fjölskyldna verður það hlutverk að vinna að að flytja til Reykjavíkur- ýmsum hagsmunamálum svæðisins til þess að koma Sveitai félaga Vesturlands. börnum sínum til mennta og Fyrir atbeina þessara sam- skapa þeim lífsstarf. taka hefur atvinnujöfnunar- Þennan mikla ójöfnuð í sjóður hafið gerð fram- okkar litla þjóðfélagi viljum faraáætlunar fyrir Vestur- við Framsóknarmenn af- land — þar ber hæst sam- nema. göngumál — mennta- og heil Það verður að styrkja hlut brigðismál. landsbyggðarinnar í stjórn- Það er mikilvægt að þessi arkerfinu með flutningi ým- tilraun takist vel og með lög- issa stjórnarstofnana rikis- um fái slík samtök, sem nú ins °S annarra opinberra hafa verið stofnuð í öllum atofnana heim i heruðm. landshlutum, fastmótað hlut- Jafnframt þarf landsbyggð Verk m að fa aukna aðstöðu tu ' , * * , ., að hagnýta sjálf þá fjár- Ég tel nauðsyn að dreif- muni gem Mn aflar - þjóðar. bylisfolk fylgi framvindu Mið koma nýjum ai> þessa mfkdvæga mals fast vhmugreillulll> fuiivinna þau eftirogseusivakandiumrett hráefni sem fyrir hendi eru heraðanna. j hverjum landshluta og Sú stjómarstefna sem far- tryggja þar með atvinnuör- ið hefur með öll völd á Is- yggi. landi sl. 12 ár hefur unnið Jafnframt verður að skapa að því með öllum aðgerðum þær félagslegu aðstæður er að draga alla þætti stjórn- fuiinægi nútímakröfum svo unar og áhrifa frá lands- sem með byggingu skóla — byggðinni til Reykjavíkur. íþróttamannvirkja — félags- Þessar aðgerðir eru á góðri heimila. Því reynslan sýnir leið með að gera ýmsum okkur, að þar sem félags- byggðarlögum ofviða að legri aðstöðu er ábótavant halda uppi nauðsynlegustu verður ekki eðlileg fólksf jölg þjcjiustuþáttum fyrir fbúa un, jafnvel þótt næg atvinna sína og getu til að skapa því sé í boði. unga fólki sem leitar sér Alexander Stefánsson Eftir framboðsfundina Réttlæti - samvinna - almannaheill Það þjóðfélag, sem hver kyn- slóð reynir að skapa, er þjóð- félag réttlætis. Meðan þjóðfélag getur ekki menntað hvern þegn til þess sem hugur hans og hæfileikar standa til, er það ranglátt. Meðan þjóðfélag skap- ar ekki lægst launuðu stétt- unum mannsæmandi lífskjör, er það ranglátt. Sú ríkisstjórn, sem ekki sinnir þessum frum- skyldum samfélagsins, er léleg. Af framansögðu má sjá, að við lifum í ranglátu þjóðfélagi með lélega ríkisstjórn. I tólf ár höfum við búið við sofandi ríkisstjórn afturhaldsins, Al- þýðuflokksins, sem kennir sig við jöfnuð og bræðralag, og Sjálfstæðisflokksins, sem kenn- ir sig við einkaframtak (kjör- orð: „Þú skalt ekki gimast fé ríka mannsins.“) Fjórir flokkar lifa og hrær- ast í löngu úreltum og drag- úldnum kenningum hægri og vinstri. I heiminum berjast tvö andstæð meginöfl, afturhald og framsókn. Afturhaldið, heimsk- an, deyfðin og aðgerðarleysið er í ætt við efnið og ellina. Það er stamt fyrir og skilnings- laust. Hugsun þess mjakast á- fram eftir spori vanans. Það streitist við að halda rás at- burðanna í sama farvegi og þeir runnu í á dögum afa og ömmu. Framsóknin, fjörið og stór- ræðin eru í ætt við tilfinningarn- ar og æskuna. Hún logar af hug sjónum. Hún berst fyrir rétt- læti, mannbótum og samvinnu. Kjörorð: Almenningsheill. Alþýðubandalagið er kreddu- afturhald, sem keppist við að mjakast áfram í sporum vanans. Það streitist við að halda rás kenninganna í sama farvegi og langafinn, Karl Marx. Samtök frjálslyndra og vinstrimanna eru afturhald ósamlyndisins. Hópur manna, sem hvergi una sér og munu hvergi una sér, í stuttu máli: Sápukúluafturhald. Alþýðuflokkurinn er afturhald tækifæranna. Einn bitlingur er Alþýðuflokknum meira virði en stefnuskráin. Sjálfstæðisflokk- urinn, hámark alls afturhalds, hópur eiginhagsmunam., sem virða aðeins eigin gróðafíkn. Af þessu sést, að framtíð okkar og framtíð barna okkar verður ekki tryggð, nema með því að ljá Framsóknarflokkn- um fylgi. Framsóknarflokkur- inn er flokkur, sem velur, hafn- ar, klippir og sker, heldur beint áfram, án þess að brjóta heil- ann um, hvort ein eða önnur leið sé til hægri eða vinstri. Oddur Guðmundsson. Frambjóðendur í Vesturlands kjördæmi hafa lokið sex fram- boðsfundum, og var útvarpað frá fimm þeirra. Fundirnir voru víðast hvar vel sóttir, þegar hliðsjón er höfð af útvarpinu, og fylgdust fundarmenn af at- hygli með málflutningi þeirra fimm flokka, sem bjóða fram í kjördæminu. Á öllum fundunum mættu 4 eða 5 efstu menn af lista Fram sóknarflokksins. Ræddu þeir um málefni landbúnaðarins, sjávarútvtegsins, iðnaðarins, landhelgina, efnahagsmálin, menningar- og æskulýðsmál, sveitarstjórnarmál, viðhorfið eftir kosningar og ýmis fram- faramál Vesturlandskjördæmis. Var hinum rökfasta málflutn- ingi þeirra hvarvetna mjög vel tekið. Málflutningur Sjálfstæðis- manna var einstaklega daufur og litlaus og auðfundið, að þeir ætla að una þeim hlut, sem þeir hafa. Þeir lásu ræður sínar af blöðum og svöruðu fáu. Þeir telja sinn hlut sæmilegan að fá fylgdarmann kjörinn með Jóni. Ræður Sjálfstæðismanna einkenndust af afsökunarvörn fyrir óvinsæla stjórnarstefnu og ekki svöruðu þeir neinu til um það, hvernig greiða skyldi úr „hrollvekjunni" í haust og fórst báglega við að halda uppi „létt- ara hjali“ eins og dagskipunin er í íhaldsherbúðunum. Áug- sýnilega sjá þeir ekkert annað úrræði en það gamla — gengis- fellinguna — ef þeir eiga að ráða ferðinni áfram eftir kosn- ingar. Benedikt Gröndal var allmjög því, að Alþýðuflokkurinn hefur glatað trausti fólksins. Lét hann sveina sína úr kjördæminu vitna ákaflega um það, að Al- þýðuflokkurinn ætti engan styrk hér til þess að koma að manni, en kom síðan á eftir eins og grátkona og bað menn að kjósa sig í gustukaskyni. Þegar að herti tók Benedikt þá fáránlegu stefnu í landhelgis málinu að segja, að það sem á milli bæri þar, væri að stjórnar- sinnar vildu færa lengra út en stjórnarandstaðan og 50 mílur væru of lítið fyrir Vestlendinga, en jafnframt var hann ófáan- legur til þess að lýsa stuðningi við að gera nokkurn skapaðan hlut, sem til þess þarf að geta fært út landhelgina, hvorki að segja upp brezka nauðungar- samningnum né ákveða út- færsludag fyrir hafréttarráð- stefnuna. Stundum hélt hann því jafnvel fram, að 50 mílna útfærslan væri hættuleg, því að þá kæmu erlendir togarar upp að línunni. Hvar skyldu togar- arnir vera núna? Það er víst ekki hættulegt. Fannst mörgum sjómanninum, sem þetta yfirboð mannsins sem ekkert fékkst til að gera, aumlegt uppátæki eftir á og sýna bezt ótta þann, sem hann hefur af áliti almennings í málinu. Ekki tók betra við, er Bene- dikt vék að öðrum málum Al- þýðuflokksins, enda fylgdi lítill sannfæringarkraftur. Trygg- ingakerfið hefur nú tekið á sig svip fátækraframfæris, og ekki tókst Benedikt að draga úr hon um með efnahagsmálin, sölu- skattinn, endurteknar gengis- fellingar og sérstök skattfríð- brugðið frá síðustu kosningum, I indi handa auðmönnum í bak- enda hafði hann nú engan stuðn sýn. Stefnuna í menntamálum ing af Pétri. Það vakti athygli reyndi hann varla að verja. að hann gerði sér grein fyrir ■ Helzt ræddi hann um það, sem þyrfti að gera eftir næstu ára- mót, og gerði þá ráð fyrir íhaldssamstarfi eins og sjálf- sögðum hlut. Það var auðheyrt, að Bene- dikt og aðrir Alþýðuflokksmenn hafa gleymt viðvörun Haraldar Guðmundssonar, sem Halldór E. Sigurðsson minnti Benedikt oft á á fundunum: „Þótt Al- þýðuflokksmenn vinni með íhald inu, verða þeir að gæta þess að verða ekki íhaldsmenn sjálfir.“ Annar kunnur Alþýðuflokks- maður sagði eftir síðustu bæjar st jórnarkosningar: „Það er hryggileg staðreynd að fólk er hætt að gera greinarmun á okk- ur og Sjálfstæðismönnum." Eftir langvarandi íhaldssam- starf hefur Benedikt greinilega komizt að þeirri niðurstöðu, að líklegt sé, að hann falli nú og Framsóknarflokkurinn fái 3 þingmenn í Vesturlandskjör- dæmi. Þennan spádóm flutti hann á nokkrum fundum í bæn- um sínum. Jónas Árnason hafði engin þjóðmál um að tala, nema nokkr um sinnum vék hann að land- helgismálinu — búið. Hann hélt sig mestallan tímann á „mark- aðstorgi hégómans“ og fannst víst flestum að það gæti hann gert án þess að vera þingmað- ur. Hann kvaðst vilja gefa sam- tökum fólksins leiðbeiningu um aukið siðgæði og vera sjálfkjör- inn til þeirrar leiðsagnar. Jónás sannfærði fundarmenn oft um nauðsyn þess, að fram- bjóðandi kunni einhver skil a þjóðmálum og hafi áhuga og getu til þess að berjast fyrir góðum málum. Jónas er tákn- rænt dæmi um það, hvernig þingmenn eiga ekki að tala og vera. Jónas ætti því að helga sig Framhald á bls. 10

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.