Magni - 11.06.1971, Blaðsíða 9

Magni - 11.06.1971, Blaðsíða 9
Föstudafeur 11. júni 1971 M A G N I 9 Félagsheimili og gistihús reist í einni veglegri byggingu í Stykkishólmi Stutt spjall við Leif K. Jóhannesson, róðunaut. Af Vatnsásnum í Stykkis- hólmi sér vel yfir byggðina, sund, eyjar og nes, og svo til fjallahringsins. Varla er til á þessu fagra bæjarstæði ákjós- anlegri staður fyrir gistihús. Far er víðsýnt úr gluggum, og gestir geta allt um kring fundið sér skjólsæla reiti eða valið sér fjölbreyttar gönguleiðir. Á Vatnsásnum er nú risin hin myndarlegasta bygging, meginhluti félagsheimilis og gistihúss en eftir er að full- gera húsið og byggja við. Stykkishólmsbúar eru stórhuga í þessu efni, og ber húsið því vitni. Við spyrjum Leif Jóhannes- son, ráðunaut og framkvæmda- stjóra Ræktunarsambands Snæ- fellinga, sem sæti á í byggingar- nefnd, lítillega um þessa fram- kvæmd. — Flest hinna stærri félaga í Stykkishólmi eiga aðild að byggingu félagsheimilisins, auk hreppsfélags. Þessi framkvæmd var orðin mjög brýn. Hvort tveggja var, að hér vantaði sam komuhús og félagsaðstöðu, og ferðamannastraumurinn er mjög vaxandi hingað, svo að ekki var fært annað en koma hér upp gistihúsi, og eðlileg- ast að sameina þetta tvennt. Húsið er nú fokhelt að miklu leyti og kostar um 10 milljón- ir króna. En þá er líka hand- bært fé mjög til þurrðar gengið, enda hefur lítið fengizt úr fé- lagsheimilasjóði enn. Þegar sparisjóðurinn hér var lagður niður með tilkomu banka, gaf hann hálfa aðra milljón til bygg ingar félagsheimilis. Hreppur- inn hefur einnig lagt dálítið í þetta, svo og félög í bænum, en að öðru leyti hefur verið aflað nokkurra lána. Nú er okkur það lífsnauðsyn að geta haldið áfram og komið húsinu í gagnið. Við treystum mjög á væntanlega þingmenn okkar til þess að fá stuðning ríkisins eins og því raunar ber að veita, með lánum, unz rétt framlög fást. Við höfum feng- ið nokkur lán úr Ferðamála- sjóði og væntum fastlega meira fjármagns þaðan. Við teljum, að Stykkishólmur hafi sérstæða og mikla möguleika til þess að veita ferðamönnum, innlendum sem erlendum margt það, sem þeir sækjast eftir, og reynslan virðist þegar styðja það álit. Þá höfum við í gangi allmikið happdrætti vegna þessara fram- kvæmda, og gaf hreppurinn Leifur Kr. Jóhannesson heila eyju — Hvítabjarnareyju — í vinning. Dregið verður í ágúst. Þetta er falleg eyja og skemmtileg eign þeim, er hlýtur og vafalaust töluvert verðmæt. Við biðjum Leif næst að segja okkur svolítið frá starfsvett- vangi sínum hér á Snæfellsnesi. Hann er þar bæði eini ráðunaut- ur Búnaðarsambands Snæfell- inga og framkvæmdastjóri rækt unarsambandsins, og er þetta mikið starf. — Félagssvæðið nær yfir Snæ fellsness- og Hnappadalssýslu. Áður náði félagssvæðið einnig yfir Dali, en því var skipt og stofnað þar sérstakt samband vegna samgönguerfiðleika. Að líkindum mundi það ekki vera gert nú, því að hagkvæmara er að ýmsu leyti að hafa samstarfs svæði í þessum málum eins stór og samgöngur leyfa, og er þá hægt að hafa leiðbeiningaþjón- ustu fjölþættari, þar sem fleiri ráðunauta er hægt að hafa á sama svæði. Upp úr þessari skiptingu var stofnað ræktunarsamband fyr- ir Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu og er ég framkvæmda- stjóri þess, samhliða ráðunauts- störfum og framkvæmdastjóm fyrir búnaðarsambandið. Rækt- unarsambandið á 4 jarðýtur og 2 skurðgröfur og rekur eigið vélaverkstæði í Stykkishólmi. Hjá báðum samböndum eru um 15 menn að störfum. Hér þarf mjög að ræsa fram ræktunar- lönd og mikil verkefni eru enn framundan. — Hvernig hefur búskapur- inn gengið síðustu árin á svæð- inu? — Misjafnlega eins og víða annars staðar, því að árferði hefur verið heldur óhagstætt. Búfé hefur fækkað þrjú síðustu árin vegna grasleysis, og bú- skapur dregizt saman. Á svæð- inu eru um 200 bændur, og þar þyrftu að vera tveir ráðunaut- ar að minnsta kosti. Sambandið hefur sett sér ræktunaráætlun og það mark- mið að hver bújörð hafi 25 ha. ræktaða að lágmarki árið 1975. Nokkuð vantar enn á að ná því marki, og mun þurfa sérstak- ar ráðstafanir til í sumum til- vikum. Þá hefur sambandið einnig veitt bændum verðlaun fyrir góða umgengni á býlum sínum, og hafa verðlaunaskjöl verið af hent á hinni árlegu bændahátíð sem við höldum hér. — Hvað telur þú brýnast í búskaparmálum þessi misserin? — Ég tel fóðuröflunina og ör yggi hennar mál málanna, til að mynda fyrir okkur þessi ár- in. Hér vestanlands þarf að rísa heykögglaverksmiðja, sem við höfum greiðan aðgang að. Hún mundi veita mikið öryggi og koma í veg fyrir bústofnsrýrnun hjá bændum í graslitlum árum eins og nú hafa verið. t Margt fleira væri ástæða til að minnast á frá starfi þeirra Snæfellinga 1 búnaðarmálum, en rúmsins vegna verður það að bíða. Leifur hefur af nógu að taka. — A.K. iiiiiiiii iiiiiii Dvalarheimili aldraðra Borgfirðinga risið fyrir samstillt átök og fórnfýsi I Borgarnesi er nú að rísa veg Jegt dvalarheimili aldraðra Borg firðinga. Um helmingur húss- ms er risinn og tekinn til starfa, ea þetta er fremur óhagstæð rekstrareining, þar sem vist- mannaherbergi eru of fá enn, °S er nú mikill hugur í þeim, sem að málinu standa, að halda ^yggingaframkvæmdum áfram, enda ráðagerðir um, að lækna- miðstöð rísi í tengslum við dval arheimilið. Sá maður, sem þarna hefur öðrum fremur að verki staðið, er Þórður Pálmason, fyrrver- andi kaupfélagsstjóri, en hann nefur verið framkvæmdastjóri eygginganefndarinnar. Konur nafa einnig mjög beitt sér fyrir málinu, og hefur frú Aðalheið- nv Jónsdóttir á Bjargi átt þar mikinn hlut að. Upphaf málsins eru þau, að 111 Steinunn Benediktsdóttir Teikning af Dvalarheimili aldraðra Borgfirðinga, eins og það mun líta út fullbyggt. Það er sá hluti, sem fjær er, sem nú hefur verið byggður, en eftir er álma með 30 vist- mannaherbergjum, og verður sá hluti hússins miklu ódýrari en hinn, sem búinn er. frá Ausu bar fram tillögu á fundi Sambands Borgfirzkra kvenna árið 1958 um að stofnað yrði heimili í héraðinu fyrir aldrað fólk. Var síðan kjörin nefnd sem kannaði möguleika á aðstoð sýslnanna við málið, og kusu sýslurnar síðan sinn full- trúann hvor til þess að fylgja málinu fram af sinni hálfu. Fyrsti formaður dvalarheimilis nefndar borgfirzkra kvenna var Steinunn Benediktsdóttir, en síð an Aðalheiður Jónsdóttir á Bjargi frá 1959. Þessi nefnd vann að alhliða undirbúningi Frd Vatnsveitu Borgarness Vegna verndunar vatnsbóla á Seleyri er bannað allt málsins, aflaði fjár, sá um gerð teikninga o.fl. Borgarneshrepp- ur lagði fram lóð. Á fundi í Borgarnesi 17. júlí 1968 var gengið frá samningum aðila að dvalarheimilinu, en þeir eru auk Sambands borg- firzkra kvenna, sýslunefndirnar og hreppar sýslnanna. Bygg- inganefnd var kjörin, Ásgeir Pétursson, formaður; Halldór E. Sigurðsson, alþm., og Aðal- heiður Jónsdóttir. Nefndin réð Þórð Pálmason síðan sem fram- kvæmdastjóra sinn. jarðrask og umferð vélknúinna ökutækja í grennd við vatnsbólin. Þeim, sem hugsa sér malartöku í Hafnarlandi, er bent á að hafa samband við Pétur Torfason í Höfn. Vatnsveita Borgarness. Fyrsti áfangi dvalarheimilis- ins, sem nú er risinn og tekinn til starfa, kostar rúmar 10 millj. króna, en eitthvað mun ógert við hann. Hefur kostnaðaráætl- un staðizt vel. Byggingin hófst 3. sept. 1968. Arkitekt hússins er Ragnar Emilsson, en iðnaðar- menn í Borgarnesi hafa unnið öll verk við bygginguna. Stærð hússins er um 3000 rúmmetrar. Þar eru herbergi fyrir allt að 30 vistmenn, en byggja þarf við sem fyrst álmu með her- bergjum fyrir aðra 30. Sú bygg- ing verður miklu ódýrari, þar sem meginhluti húss fyrir sam- eiginlegar þarfir er risinn. Ríkissjóður hefur ekki enn lagt eyri til byggingarinnar, en stofnféð hefur fengizt með fram lögum sýslna og hreppa, frá Tryggingastofnun ríkisins, fjár- söfnunum einkum kvenna, og ýmsar peningagjafir hafa bor- izt. Þá hafa nokkrir vistmenn lánað verulegar fjárhæðir og greitt með því vist sína fram í tímann eða tryggt sér hana. í marz í vetur gekk fulltrúa- fundur frá reglum fyrir starf heimilisins. Hafði þá verið gerð- ur samningur milli forráða- manna heimilisins og fram- kvæmdanefndar læknamiðstöðv- ar í Borgamesi um að hún fengi lóð við heimilið og samstarf þessara aðila í framtíðinni. Mikilvægt er nú að halda byggingu dvalarheimilisins á- fram svo að rekstur verði hag- kvæmari með fleiri vistmönn- um, og lagði Þórður Pálmason helzt til, að byggingaraðilar reyndu að taka sameiginlegt lán til þess að geta þegar lagt fram hlut sinn til byggingar. Lagt var að Þórði Pálmasyni að gegna framkvæmdastjóra- störfum áfram, og vonast menn til, að hann sjái sér það fært, enda mun málinu ekki betur borgið í annarra höndum.

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.