Magni - 11.06.1971, Blaðsíða 12

Magni - 11.06.1971, Blaðsíða 12
12 M A G N I Föstudagur 11. júní 1971 Benediktsreglan. Ræðumaður krata á Borgarnesfundinum á dögunum sagði, að allir vissu, að „Alþýðuflokkurinn ætti ekki nóg fylgi í kjördæminu til þess að fá mann kjör- inn." En í öllum flokkum væri fólk, sem vildi um fram allt fá Benedikt á þing. Það er sem sagt ekki Alþýðuflokkurinn, sem býður hér fram, heldur Bene- diktsreglan. Sú regla þótti að visu allgóð suður í löndum á fyrri öldum, en engum hefur dottiö í hug, að Benediktsreglan væri nein sáluhjálp fyrir Vest- lendinga á tuttugustu öld. Við afhendingu heiðursverðlauna í Akraneskirkju á sjómanna- daginn. Frá vinstri séra Jón M. Guðjónsson, Ólafur Kristjánsson, Helgi Jóhannesson og Láms Pálsson formaður sjómannadags- ráðs á Akranesi. UR VMSUM AtrUM „I húsi mínu.“ Forsætisráðherrann er einstakur smekkmaður. Á fundi íhaldsins í Reykjavík 24. maí heimfærði hann vísuorð úr gullfögrum sálmi séra Matthíasar upp á Sjálfstæðisflokkinn og gerði aö kallorði sínu til lýðsins: „I húsi mínu rúmast allir — allir. “ Morgunblaðið gerði þessi orð að yfirskrift fjálglegrar fregnar af ræöu Jóhanns og fannst mikið til um, og sagði, að forsætisráðherrann hefði gert þennan ,,gamla málshátt** að einkunnarorðum flokksins. Það er gott, að íhaldið iöki sálmasöng og aðra guðrækni fyrir fall sitt, en það ætti að forðast þá ,,smekkvísí“ að svívirða séra Matthías með því að kalla fleyg orð hans ..garnlan málshátt,44 en líklega er til of mikils mælzt nú á neyðarstundu að íhaldiö viti, hvað það segir. „Að þessu sinni“ I sjónvarpsumræöunum á dögunum endaði Benedikt Gröndal ræöu sína með þeim orðum, að hann ..skoraði á fólk að kjósa með Alþýðuflokknum að þessu sinni.“ Menn skildu hvert var biölað. Grænn varstu dalur. Fátt er ömurlegra en heyra bænarvælið í krötunum bæði hér í kjördæminu og ánnars stáöar. Koshingabarátta þeirra snýst nú mest um það að lýsa fylgis- leysi sínu og flytja bænarmjálm til fólks í öðrum flokkum um að sýna miskunn og kjósa þá bara ,,að þessu sinni." Þeir biðja ekki um meira — bara í þetta eina sinn. Mönnum kemur í hug heiti gamalkunnrar skáldsögu: Grænn varstu dalur. Það á sannarlega við Benedikt Gröndal þessa dagana. Benedikt spáir. Benedikt er farinn að finna illilega á sér fallhættuna. Þegar hann var að sárbæna fólk í öðrum flokkum um að kjósa sig á Borgarnesfundinum sagði hann aö lokum: ,,Það getur svo farið, að Vesturland sitji uppi meö tvo Sjálf- stæöisþingmenn og þrjá Framsóknarþingmenn." Benedikt skyldi þó aldrei vera gæddur nokkurri spádómsgáfu? Allt framferði hans nú bendir til þess, að hann finni þetta á sér. Jónas á jólakortinu Jónas Árnason er eins konar farandriddari og sigurtákn hins meingallaöa uppbótarkerfis kosningalaganna. Hann væri gersamlega vonlaus um aö komast á þing kjördæmakosinn. Hann skreið á þing með 64 atkv. Seyðfirðinga þegar þetta kerfi komst á. Hlutfallið var svo hátt! Eina frægðarverk hans á þingi þá var frumvarp um samræmingu leturs og boröa á ritvélum! Honum fannst þetta svo mikið frægðarverk, að hann bauð sig fram i Þingeyjarsýslu næst. Þá sögðu kjósendur við Jónas: Við þurfum ýmislegt annað fremur en nýjan rit- vélarborða, og Jónas fékk ekki nóg í hlutfall. Nú býður hann sig fram í Vesturlandskjördæmi og komst á þing í uppbót síðast til prufu, en ekki er vitað til þess að hann hafi flutt eöa komið fram einu einasta nýtilega máli fyrir Vestlendinga. Á framboðsfundunum núna varast hann að minnast á nokkurt mál, sem kjördæmið varðar. Eina brennandi áhugamál hans er jólakort nokk- urt. Á þvi flaug hann nú fund af fundi eins og indversku töfraklæði. Frægur nafni hans var fyrrum kenndur við hval, en nú tala menn um Jónas á jóla- kortinu. „Stjórnmálasigur Jóns Árnasonar“ Ihalds-Framtakið hér í kjördæminu segir, að friðunarráðstafanir sem nú hafa loks komizt á fyrir Vesturlandi sé mikill stjórnmálasigur fyrir Jón Árnason. Þar á viö allfrægt vísuorð um að ,,eigna sér bráð, sem af hinum var felld.“ Fyrir þessari friðun hafa sjómenn á Vesturlandi barizt í tíu viðreisnarár með Jón Árnason innarlega í búri ríkisstjórnarinnar. En ekkert hefur gengiö í heilan áratug. Ef þetta er nú ,,stjórnmálasigur“ Jóns, þá er hann aðeins sigur hans yfir sjálfum sér, aö vísu mikilvægur, ef haldgóður reynist. Eða er Jón búinn að gleyma sjálfum sér frá árinu 1963, þegar Vestmannaeyingar tóku í streng með sjómönnum Vesturlands og kröfðust friðunar á þessu svæði og fluttu málið inn á fiskiþing? í>á brást Jón Árnasan og kiknaði fyrir hnefa Sveins Ben og berserkja hans, sem lengi hafa staöið með hnútasvipu yfir fiskifræð- ingum og öðrum friðunarmönnum. Hrap. Stjórnarliðar þrástagast á því, að aldrei hafi orðið eins miklar framfarir á Islandi og síðasta áratug og aldrei hafi þjóðinni liðið betur, aldrei haft eins mikil lífsþægindi. Hvað segja alþjóðaskýrslur um lífskjör Islendinga? Sam- kvæmt skýrslum Framfarastofnunar Evrópu voru Islendingar í þriðja sæti með- al þjóða heims aö því er varðar þjóðartekjur á mann, viö upphaf síðasta ára- tugs, um 1960, þegar ,,viðreisnin“ hófst. Samkvæmt nýkominni skýrslu sömu stofnunar eru íslendingar nú í 14. sæti að því er snertir þjóðartekjur á mann, 1890 dollara, nær helmingi lægri en Svíþjóð og Kanada, sem skipa nú sæti Is- lendinga áður, 3. sætið á skránni. „Skrattinn má skilja það“ Margir urðu furöu lostnir, þegar Benedikt greip til þess yfirboös óttans í skelfingu lofthræðslunnar aö fullyrða, að hann vildi meiri útfærslu landhelg- innar en stjórnarandstæðingar, eftir að hafa staðið sem staur á Alþingi gegn öllu sem gera þarf til þess aö hægt sé að færa landhelgina eitthvaö út. Bene- dikt er í þessum nýju tiltektum eins og óskhyggjupersónan Pétur Gautur, sem skáldið lætur segja: Að hugsa það, segja það, jafnvel vilja það, en að gera það — nei, skrattinn má skilja það. í>annig er Benedikt í landhelgismálinu, þykist vilja mikla útfærslu — en að gera það, nei skrattinn má skilja það! Benedikt orðprúði Benedikt Gröndal kvartar sáran undan því í Skaganum, að Magni hafi um hann hörö orð og sé jafnvel orðljótur. Benedikt má minna á það, að hann einn í þessari kosningabaráttu hefur kallað meðframbjóðendur sína svikara viö mál- stað Vesturlands. Hann á því metið í slíkri orðprýði. Sj ómannadagurinn á Akranesi Hátíðahöld sjómannadagsins á Akranesi fóru fram með venju legum hætti. Sjómannadagurinn var sunnudaginn 6. júní, en laug ardaginn 5. júní fór fram sund mót í Bjarnalaug. Þar var keppt í 12 sundgreinum á vegum sjó- mannadagsráðs. Þátttaka var mjög góð. Bjarni Jóhannesson Skólabraut 28 reyndist einna fræknastur. Hann vann björg- unarsundsbikarinn og einnig hinn nýja stakkasundsbikar, sem er nýr veglegur farandgrip- ur, gefinn af Þórði Óskarssyni útgerðarmanni. Á sjómannadaginn var dag- skráin þannig: Fánar voru dregnir að hún á skipum í höfn inni og víðar kl. 8 um morgun- inn. Kl. 11 var sjómannamessa hjá sr. Jóni M. Guðjónssyni. 1 messulokin voru heiðraðir tveir gamlir sægarpar, þeir Helgi Jó- hannesson Suðurgötu 102 og Ó1 afur Kristjánsson í Mýrarhús- um fyrir langt og gifturíkt starf á sjónum. Hefur Helgi verið viðloðandi störf á sjónum í 44 ár en Ólafur í 38 ár. Að lokinni guðsþjónustunni var haldið á Akratorg, en þar lögðu tvær litlar stúlkur blómsveig að minn ismerki sjómanna. Á íþróttavellinum hófst skemmtun kl. 2. Þar fór fram hin árlega knattspyrnukeppni milli yfirmanna og háseta á bátaflotanum. Yfirmenn unnu með 4:0. Þeir hafa unnið keppni þessa hin síðari ár. Þá var keppt í pokahlaupi, tunnuhlaupi, stakkaboðhlaupi og hjólböru- hlaupi. Nálaboðhlaup féll nið- ur, þar sem stúlkurnar mættu ekki til leiks. Veður var gott og f jölmenni sótti þessa skemmt un á íþróttavellinum. Hátíðardansleikur var svo um kvöldið í Hótel Akranes. Ásgeir Guðmundsson og félagar léku fyrir dansinum og Alli Rúts flutti skemmtiþætti. Þar var mjög fjölmennt. Lárus Pálsson stýrimaður var formaður sjómannadagsráðs að þessu sinni og stjórnaði hann hátíðahöldum dagsins. Magni hefur hitt að máli hin- ar öldnu kempur, sem sæmdar voru heiðursmerki sjómanna- dagsins og lagt fyrir þá nokkr- ar spurningar. Helgi Jóhannesson. Hann er Austfirðingur, og ólst upp í Neskaupstað. F. 5. okt. 1900. Flutti til Akraness 1937. Var við störf á sjónum 1915-1956. — Hvenær fórstu fyrst á sjó inn? — Vorið 1915 réðist ég á bát- Inn Von frá Neskaupstað og hét formaður á honum Ólafur Árnason. — Á hvernig skipum varstu aðallega? — Lengst af fyrir austan á 14 tonna vélbát, sem ýmist réri frá Norðfirði eða Hornafirði. Formaður á honum var Jón Benjamínsson. Eftir að ég kom til Akraness 1937 var ég lengst af á Sjöfn og Sæfara, með Brynj ólfi Nikulássyni skipstjóra. Út- gerðarmaður þessara báta var Magnús Guðmundsson á Traðar bakka. — Mesta hættan á sjónum? — Það var í Hornafjarðar- ós 1921 eða 1922 á bátnum Sleipni. Við fengum brot á okk- ur að morgni föstudagsins langa og munaði minnstu að við fær- um upp í Þinganessker og þá hefði öllu verið lokið. Fyrir snarræði var því afstýrt með því að koma út 2 ankerum. — Og þegar þú lítur til baka? — Ég á góðar endurminning- ar frá sjómennsku minni. Var aldrei sjóveikur og eignaðist þar ágæta félaga. Ég hefði hald- ið þar lengur áfram, ef fæt- urnir hefðu ekki bilað. Ólafur Kristjónsson. Hann er fæddur á Akranesi 15. ágúst 1893. Þar hefur heim- ili hans ætíð verið. Hann hafði sjómennsku sem aðalstarf 1908 til 1944. — Á hvernig skipum varstu einkum? — Ég var 12 ára á skútum Fór með föður mínum á skútu 13 ára. Hún hét Margrét og þar var skipstjóri Finnur Finnsson. Lengst af var ég svo á vél- bátum frá Akranesi og þá eink- um með Ármanni Halldórssyni á Hofteigi. Ég lauk sjómennsk- unni á v.b. Fylki 1944 með Njáli Þórðarsyni. — Þú hefur einhverntíma komizt í hann krappann? — Ekki var nú mikið um það. En tvö veður eru mér sérstak- lega minnisstæð. Þegar skútan Geir úr Hafnarfirði fórst í Eyr- arbakkabugt. Ég var á skútu þar skammt frá. Ennfremur þegar Svanurinn fórst, en það var frægt mannskaðaveður. — Hvernig Iíkaði þér á sjón- um? — Alveg prýðilega og mikið betur en að vinna í landi. Ég var sjóveikur í fyrstu ferðinni og átti að skipa mér upp á ísafirði. En þegar þangað kom brá af mér og ég beit á jaxl- inn og eklti fundið til sjóveiki síðan sem teljandi er. Ég á því margar góðar endurminn- ingar frá mínum sjómannsár- um og ágætum félögum frá þeim tíma. Magni þakkar spjallið og ósk ar þessum heiðursmönnum góðs ævikvölds. — D.Á. Benedikt og söluskatturinn Gylfi sagði eitt sinn, að söluskattur væri ranglátast- ur skatta. Halldór E. Sigurðs son minnti Benedikt Gröndal líka á það á framboðsfund- um hvað hann hefði sagt um söluskatt. 17. okt. 1962 sagði Benedikt: „Söluskattar leggjast eng- an veginn eins rétt á lands- fólkið og þeir ættu að gera, og þarf á næstu árum að kanna það mál ofan í kjöl- inn með vaxandi reynslu og gera nauðsynlegar breyting- ar.“ Þessari „könnun“ Bene- dikts er nú væntanlega Iokið og hlýtur að mega álykta, að síðasta breyting sölu- skatts sé byggð á henni, og niðurstaða Benedikts hafi orðið sú að „rétt“ væri að hækka söluskatt í 11% af öllu votu og þurru, sem fólk þarf til sín. Afrek heimtust illa Hér í Magna var um dag- inn auglýst eftir afrekum Benedikts Gröndals fyrir Vesturlandskjördæmi og spurt hvaða vegarspotta, hvaða brú, hvaða skóla, hvaða höfn mætti þakka hon- um. Af þessu tilefni birtir Skaginn heilsiðugrein til þ©sS að afsaka Benedikt og risa- glansmynd með. En það er sama, ekkert kemur í leitirn- ar — enginn vegarspotti er nefndur, engin brú, engin höfn, enginn skóli, sem Bene- dikt geti þakkað sér, og er þó leitað með logandi ljósi- Það er jafnvel játað, að Rene dikt sé lítið gefið um vegar- spotta og „milljónabrýr“ fyT' ir fámennar sveitir. Helzt er það nefnt, að Benedikt hafi átt þátt í ýmsu — og svo se auðvitað sjónvarpið honum að þakka. Jónas 2 atkv. Vestlendingur reiknar Jon- asi sigur í kosningunum og byggir á úrslitum fyrri kosn- inga og þó einkum sveitar- stjórnarkosningunum 1970- Þar gleymdi blaðið eftir- greindum staðreyndum: 1 hreppsnefndarkosningu® um 1966 hafði Jónas verió búsettur í Eeykholti í 1 ár og var þá kjörinn varamaður í hreppsnefnd. I kosningunum vorið 1970 hlaut hann aðein® 2 atkv. Af hverju sleppir Vestlendingur þessu? ®r þetta viðkvæmt mál?

x

Magni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Magni
https://timarit.is/publication/789

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.