Ísfirðingur


Ísfirðingur - 17.06.1961, Side 2

Ísfirðingur - 17.06.1961, Side 2
2 ISFIRÐINGUR Rödd Jóns Sigurðssonar Allir vita, aö Jón Sigurósson forseli er þjóöhelja Is- lendinga og þaö einkum og sér í lagi vegna þess, aö haiui var foryslumaöur þjóöar sinnar í stjörnmálabarátiunni viö Dani. Vmfram þaö er þó harla misjafnt lwaö menn vita um þaö, hver barátta Jóns Sigurössonar raunverulega var. Hér veröur nú brugöiö upp fáeinum myndum úr rilum og rœöum Jóns Sigurössonar. Þaö er gert lil aö minna á lwe fjölþælt áhugamál forselans voru og þó um leiö lil aö sýna aö í málflutningi var haiui sá snillingur og svo víösýnn og framsýnn í hugsun aö enn i dag liafa orö hans meiuitagildi fyrir íslenzka lesendur auk þess, sein þau eru lieimid um mesta höföingja íslenzkrar stjórnmálasögu. Fyrirsagnir allar eru frá blaöinu. Því var næsta almennt trúaö fyrir daga Jóns Sigurös- sonar, cinkum í Danmörku, aö ísland væri svo fátækt land aö þaö væri ekki sjálfbjarga og liföi raunar af dönsku náöarbrauöi. Jón Sigurösson lagöi mikiö starf í þaö aö endurskoöa reikninga Dana og vekja trú þjóöar sinnar á sjálfa sig og ■ land sitt jafnhliöa því, sem haiin túlkaöi stjórnarfarslegan rétt hennar aö lögum. Island er sérstakt land. í raun réttri er þó stjórnarmálið aðaikjarni og aðalundirstaða alls þessa máls. Það er hinn íorni rétt- ur vor íslendinga til sjálísforræð- is, sem byggist á gamla sáttmála, og þeim samnmgum sem gerðir voru eftir honum við konunga, hvern eftir annan, og aldrei hefur með lögum verið af oss tekinn. Öll saga lands vors sýnir, að það hefur aldrei verið partur úr öðru ríki, eða öðru landi, það hefur sér í lagi aldrei verið landshluti úr Noregi, eða landshluti úr Dan- mörku, heldur hefur það verið sér- staklegt sambandsland, sameinað Noregi og síðan Danmörku en með sérstaklegum landslögmn og rétt- indum, sérstaklegu dómsvaldi og kirkjuvaldi og yfir höfuð að tala með þeim einkennum, sem sérstak- leg þjóðfélög hafa. Eignir íslenzkrar þjóðar. Þessi tilhögun stóð óspjölluð og óhögguð þegar á allt er litið í 300 ár, frá því íslendingar sömdu við Noregskonung og til þess siða- skiptin, sem kennd eru við Lúther, voru innleidd á íslandi. Það er eigi að síður engin ástæða til að í- mynda sér, þegar breytingin varð með siðaskiptunum, að konungur hafi ætlað framar að svipta Island, en aðra hluta ríkis síns, eignum þess, því þó konungsvaldiö kastaði eign sinni á góss og allar tekjur, sem heyrðu til andlegu stéttinni, eins á Islandi og annars staðar, þá getur enginn neitað, að konung- ur kom þar fram sem konungur á íslandi, en ekki sem konungur í Danmörku eða Noregi, og fylgdi fram þeirri reglu, sem almennt var boðuð í siðabótarflokki Lúthers, að andlega stéttin hefði einungis andleg störf á hendi, og ætti ekki að fást um veraldleg góss né garða, en þetta ætti hið veraldlega vald að annast, og þess skylda væri aftur á móti að sjá hinni andlegu stétt fyrir nægu uppheldi, og annast allar veraldlegar þarfir þjóðarinnar. Af þessu er auðsætt, hversu réttilega ber að skoða það, að konungur tekur undir sig góss klaustra og kirkna á Islandi, tíund- ir o.fl., að það er til þess, að verja eignum þessum í landsins eigin þarfir á annan hátt en fyrr, en ekki til að draga þær í sinn sjóð, eða í sjóð Danmerkur eða Noregs, því að það hefði verið rangindi eða rán, sem vér getum ekki gert ráð fyrir að konungur hafi viljað fremja. Fjárhald Dana. Það getur til að mynda ekki svipt oss neinum rétti í sjálfu sér, þó góss þau, sem landið átti, sé fyrst tekin, síðan séu þau seld og dregin inn í sjóð Danmerkur sér- staklega, síðan sé þeim eytt að oss forspurðum og alls ekki í lands vors þarfir, og loksins þegar það er búið, þá sé fyrst komið og heimtað tillag af íslandi, þar sem áður hafði ekki bólað á neinum reikningum, meðan verið var að eyða góssunum. Það er svo nauða- líkt því, eins og ef einn maður tæki að sér annars fé með því skilyrði, að sjá fyrir honum alla hans daga, en síðan eyddi hann öllu fénu og æti það upp, og þegar það væri búið þá segði hann við félaga sinn: ,,Nú má ekki svo búið standa, góði vin, því ég má leggja fyrir þig svo eða svo mikið á ári, en þú leggur ekkert á móti, þú verður nú að hafa einhver ráð að borga mér tillag mitt, enda er bezt við skiljum f járhag okkar í sundur og þú annist þig sjálfur héðan af.“ Mundi þá ekki þykja sanngjarnt að hinn svaraði: „Gott og vel, en góss mín, sem þú hefur fengið, voru svo mikils virði, að ég hef aldrei unnið upp afgjald þeirra á ári, er ég fús á að skilja fjárhag við þig, en þegar við skiljum verð ég að biðja um góss mín aftur, eða fullt andvirði þeirra eftir rétt- um reikningi." Þannig er hér á- statt. Danmörk tekur landseignir vorar og sóar þeim. Þegar það er að mestu búið kemur hún og heimtar tillag á ný án þess að géra grein fyrir að eignum þessum sé eytt á nokkum hátt í vorar þarfir. Undarleg reikningsskil. Vér sáum nú þegar á því, sem frá var skýrt, á hvílíkum gmnd- velli úrskurður konungs var byggður, það er að segja á skýrsl- um stjómarráðsins, sem voru aft- ur byggðar á öldungis rammskökk- um reikningi frá rótum, á slíkum reikningi, sem telur allt útgjalda- megin en ekki helminginn tekju- megin, sem ber upp á ísland 15000 ríkisdala árlega skuld í stað þess að telja, að það ætti hjá Dan- mörku verðið fyrir meginhluta landsgóssanna, andvirði fyrir allar jarðir biskupsstólanna og skól- anna, töluverða lausasjóði, sem þar til heyrðu, og að endingu á- góða af allri verzlun landsins, sem var bundin einungis Danmörku í hag eða mest Kaupmannahöfn. Andvirði seldra þjóðjarða fært íslandi til gjalda. Konungur hafði skipað í úr- skurði 1790 að allt andvirði þess- konar jarða eða eigna, sem seldar yröu, skyldi ganga í ríkisskulda- sjóðinn, sem hafði einskonar stjórn sér í lagi og átti að sjá um skulda- gjöld ríkisins. Eftir þessum úr- skurði voru öll andvirði seldra þjóðjarða á íslandi goldin inn til ríkisskuldasjóðs. Reikningar íslands hjá Rentu- kammerinu vom svo lagaðir, að það sem kom fyrir seldar jarðir var talið meðal útgjalda landsins, en ekki með inngjöldum þess, svo að sala þessi varð íslandi tvöfald- ur skaði, fyrst með því, að missa bæði tekjurnar af jörðinni og jarð- arverðið með leigu þess, og þar næst með því, að fá jarðarverðið talið til útgjalda í reikningunum. Ný félagsrit 1867. Einveldi danskra ráðherra á íslandi. Því mun varla verða neitað, að Friðrekur konungur hinn sjöundi hafi afsalað sér einveldið 1848 til réttarbótar öllum sínum þegnum, eins á íslandi og annars staðar. Þessi afsalan er oss að engu gagni, nema hún leggi stjórn Islands mála í hendur Islendingra sjálfra og fulltrúaþings þeirra. En það fer fjarri að svo sé gjört. Hin æðsta yfirstjórn vor er í höndum danskra ráðgjafa, sem skiptast um án til- lits til Islands, koma og fara eftir því sem á stendur í Danmörku. Hver af þessum ráðgjöfum lætur samt eins og hann sé einvaldur á Islandi í nafni konungs, og nær konungssamþykki til hvers eins, sem hann stingur upp á meðan hann er við stjórn, eins og hann væri einvaldur bceði yfir konungi og yfir þingi og þjóð. Með þessari tilhögun verður öll yfirstjóm á Is- landi tvíbent. önnur hliðin verður einveldi, þar sem hin danska stjórn eða ráðgjafinn í Kaupmannahöfn skipar og skikkar eftir vild sinni eða ráðum einstakra manna, önnur hliðin verður þjóðstjómarleg, þar sem ráðgjafinn hefur ábyrgð, og fer frá embætti eða til eftir stjórn- arlegum ástæðum, en hann hefur alls ekki ábyrgð fyrir Alþingi, og því er oss hans ábyrgð ónýt, svo vér höfum það eina af honum, sem er einveldislega hliðin og gjörræðið. I hinum íslenzku fjár- stjórnarmálum kemur þetta eink- um fram með öllum sínum ókost- um og annmörkum. Þessir gallar gjöra það stjórnarskipulag, sem nú er á íslandi, óhafandi og óþol- andi, og úr því verður ekki bætt fyrr en Alþingi fær fullt löggjafar- vald og fjárveitingavald, og lands- stjórn verður sett á Islandi með lögfullri ábyrgð fyrir Alþingi. Ný félagsrit 1872. Sækist þó seint muni. Þær voru tíðirnar að Island var svipt öllu sjálfsforræði, málum þess var kastað fram og aftur í dönskum skrifstofum eins og af hendingu, hvorki embættismenn né þjóðin sjálf létu til sín heyra nokkra kvörtun, heldur miklu framar lofuðu og guldu þakkar- gjörð. Menn skyldu hugsa, eftir því sem sumir verða hræddir og kvíðafullir þegar talað er um sjálfsforræði íslendinga, að þessar tíðir hefði verið gullöld íslands, en það fer fjarri. Á þeim tímum varð ísland svo aumt, að stjórnin fór fyrir alvöru að búa til áætlun um, hvað það kostaði að flytja úr landi burt og suður á Jótlandsheiðar þáer fáu og langþjáðu hræður, sem eftir lifðu á landinu. Menn geta varla ímyndað sér nú, að slíkt hafi komið til orða, og þó er það satt. Síðan er ísland fékk lítið meira frelsi, síðan íslendingar fóru að hugsa um réttindi sín og sjálfstæði, síðan Alþingi fór að bera fram bænir og kröfur af hendi landsmanna, með hin fornu réttindi íslands fyrir augum, síðan

x

Ísfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.