SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 9
27. júní 2010 9 við erum á Þ rjátíu ár eru liðin frá því að Vigdís Finn- bogadóttir var kjörin forseti Íslands þann 29. júní árið 1980, fyrst kvenna til að ná kjöri sem forseti í heiminum. Í tilefni af þessum tímamótum heldur Laura Liswood, formaður samtakanna Council of Women World Leaders, sem eru samtök kvenforsætisráðherra og -for- seta, fyrirlestur hér á landi. Ber fyrirlesturinn yfirskriftina „Máttur spegilsins“. „Með kjöri Vigdísar sem for- seta sköpuðust ný tækifæri fyrir ungar konur alls staðar. Hér var komin ný tegund af leiðtoga fram á sjónarsviðið og konur höfðu nýja framtíðarmöguleika, hvað þær gætu orðið. Skyndilega gátu þær speglað sjálfar sig í kvenforseta,“ segir Liswood. Sem dæmi um þessa breytingu á hugarfari nefnir hún sögu sem Vigdís sagði henni eitt sinn. „Hún sagði mér sögu af því að þegar hún var búin að vera átta ár í embætti var hún að ferðast hringinn í kringum landið og tala við skólabörn sem voru yngri en átta ára. Börnin héldu að aðeins konur gætu verið for- setar og strákarnir spurðu hvort þeir gætu líka orðið það.“ Auk þess ætlar Liswood að ræða um hvað það er sem ein- kennir góða leiðtoga, eins og Vigdísi. „Þeir eru ástríðufullir eins og Vigdís vissulega er um tungumál, kvenréttindi og um- hverfið, svo eitthvað sé nefnt. Hún er líka ein af þessum mann- eskjum sem láta fólki líða betur með sjálft sig. Hún er sam- úðarfull með mikla tilfinn- ingagreind.“ Liswood segir bæði góðar og slæmar fréttir af kvennabarátt- unni síðan Vigdís var kjörin for- seti. „Þegar við stofnuðum sam- tökin voru fimmtán konur í þeim, í dag eru þær í kringum fjörutíu. Þá hefur konum fjölgað á þjóðþingum um 20% en þetta er mjög hæg fjölgun. Margir töldu þessa þróun verða hraðari en þó hafa framfarir orðið víða. Þó eru ennþá til lönd eins og Jemen sem eru nærri botninum varðandi réttindi kvenna eins og kosningarétt og heilbrigðisþjón- ustu þar sem mikið starf er enn óunnið.“ Hún segir kjör Vigdísar þó hafa verið stórt skref fram á við í baráttunni þar sem alger skortur hafi verið á konum í for- ystu stjórnmálanna. Að sögn Liswood er það mik- ilvægt þjóðfélaginu að konur komi að stjórnun jafnt við karla. „Konur eru helmingur mann- kynsins svo það hníga sterk jafnréttisrök að því að hlutur kynjanna sé jafn í stjórnmálum. Hvernig á land að þróast fram á við án þátttöku helmings þegn- anna?“ Hún segir þó ekki sjálfgefið að allir kvenleiðtogar séu frábærir, ekkert frekar en karlar. „En konur koma oft með annars konar reynslu að borðinu, annað gildismat, aðferðir og jafnvel fólk með sér. Þær búa yfir sköp- unargáfu og breiðri yfirsýn. Konur eru líka gjarnan aldar upp öðruvísi en karlar. Þær hafa tví- mælalaust eitthvað nýtt fram að færa.“ kjartan@mbl.is Síðasti dagur Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta. Hún varð forseti árið 1980, fyrst kvenna í heiminum. Morgunblaðið/Ásdís Máttur spegilsins Laura Liswood Á árunum 1994 til 1995 urðu banda- rísku unglingaþætt- irnir My So-Called Life afar vinsælir og þar mátti finna leikara sem síðar áttu eftir að prýða hvíta tjaldið í Hollywood-kvikmyndum. Þeirra á meðal voru Claire Da- nes og Jared Leto sem flestir þekkja í dag. Þeir sem léku aukahlutverk í þáttunum hafa ekki verið alveg jafnheppnir og frekar fallið í gleymskunnar dá. My So-Called Life voru alvöru unglingaþættir þar sem tekið var á viðkvæmum málefnum unglingsáranna eins og kynþroska en einnig lagðar línurnar hvað varðar áfengi og kynlíf. Allir slíkir þættir þurfa að hafa einn villing og í My So- Called Life var það stúlka að nafni Rayanne Graff leikin af A.J. nokkurri Langer. A.J. Langer fór á sínum tíma í prufu til að leika Angelu Chase, aðalpersónu þáttanna, en þegar það gekk ekki sem skyldi fór hún aftur í prufu fyrir Rayanne Graff og nældi í hlutverkið. Hún varð þekkt sem sú persóna en síðan þá hefur frægðarsól hennar ekki risið sérlega hátt. Hún hefur leikið í nokkrum smærri kvikmyndum og þátta- röðum en sú frægasta er líkleg- ast Seinfeld. Mikið lengra nær leiklist- arferill hennar ekki en A.J. hef- ur þó komið ár sinni ágætlega fyrir borð. Hún giftist árið 2005 breska lávarðinum Lord Charles Peregrine Courtenay og hefur lýst þeirra fyrstu kynnum svo:„Við maðurinn minn hitt- umst á bar í Vegas, hann vissi ekki að ég væri leikkona og ég vissi ekki að hann ætti kastala.“ Lávarðurinn er starfandi lög- fræðingur í Los Angeles en fregnir herma að í framtíðinni sé ætlun þeirra að setjast að með börnin í kastalanum góða í bresku sveitarsælunni í Devon. maria@mbl.is Hvað varð um ... Langer sem villingurinn Rayanne í þáttunum My So-Called Life. A.J. Langer lék seinna í þáttum á borð við Baywatch og Seinfeld. Villingur breytist í hefðarfrú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.