SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 47
27. júní 2010 47 LÁRÉTT 1. Fræg viðureign skordýra? (11) 4. Líflegt hár er sagt vera á óstöðugum. (7) 6. Umturnar barn hluta af plöntu? (9) 7. Þrautseig dýr lenda hjá þeim sem verða fyrir. (8) 9. Gamalmennaskógurinn fyrir hrörnunina (10) 10. Auður tími fyrir hobbí. (8) 12. Farðu ekki nálægt því út heldur haltu þig hjá þjón- inum. (7) 13. Þúsund eyja kona. (5) 14. Gap ríkisskattstjóra í skrifborði (8) 16. Sorgmæddar koma í ljós í sjónvarpsþætti. (10) 19. Sigrar lærdómur það að ná í grjót. (8) 21. Ávöxtur með stoðkerfi lendir hjá horuðum. (8) 23. Kaustu Rauð að vild? (8) 25. Dama skoðar efni. (6) 26. Spil sem er aldrei í garði að sumri til. (10) 28. Hver kýs ágætlega? (8) 30. Hluti fótar bæti fimmtíu í stað sem er erfiður yfirferð- ar. (7) 31. Sjá Þrótt og KR aftur í afli. (10) 32. Kellingin með ara snýr við út af sælgætinu. (10) LÓÐRÉTT 1. Náði í farartæki í húsi í 101? (7) 2. Illa búin býður stórfjölskyldu upp á eitthvað. (7) 3. Tídægra fær völd með skemmtun þrátt fyrir að tapa golftæki. (9) 4. Maður fer í hinn gíginn. (7) 5. Las Anja um mat? (7) 7. Fæða þrjóskt á stærðfræðihugtak. (8) 8. Myndlistarkona sem er alls ekki nefnd eftir Íslandi eftir hrun. (5) 11. Kappakstur í mó vekur upp slæmar tilfinningar (6) 13. Maður með gráðu við þýskt fljót er hálfvegis að krydda. (8) 15. Verndar afkvæmi birnu á stað fyrir norðan. (7) 17. Barmar dugi einhvern veginn á tímabili. (10) 18. Stjórnsamt hár í böggli. (9) 19. Áfengið í þriðja mánuðinum lendir hjá sjávarspendýr- unum. (9) 20. Skaffari nær að reikna ekki með. (8) 22. Fyrirtæki sem nær að fara aftur á bak að hluta á munni. (8) 24. Pirraðar færa okkur eftirrétti við lok jólamánaðar. (8) 27. Endalok sælgætisverksmiðju koma á hverju ári sam- kvæmt íslensku tímatali. (6) 29. Sálfræðiþjónustan er á mörkum þess að bera bagg- ann. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn ásamt úr- lausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykja- vík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 27. júní rennur út fimmtudaginn 2. júlí. Nafn vinn- ingshafans birtist í blaðinu 4. júlí. Heppinn þátt- takandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi kross- gátunnar 20. júní er Kristín Hannesdóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Morgnar í Jenín eftir Sus- an Abulhawa. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Á næstu vikum ætti að liggja fyrir hvernig lið Íslands í opna flokki Ólympíumótsins í Khanty Manyisk í Síberíu verður skipað. Frammistaða liðsins á síðasta Ólympíumóti var með eindæm- um slök og má því búast við ýmsum breytingum á liðinu. Nú sitja að tafli fjórir íslenskir skák- menn á móti í Eforie í Rúmeníu; meðal þeirra er Björn Þorfinns- son sem varð í 2. sæti í lands- liðsflokki á síðasta Íslandsmóti. Hinir þrír eru ungir og upp- rennandi skákmenn, Örn Leó Jóhannsson, Mikhael Jóhann Karlsson frá Akureyri og Birkir Karl Sigurðsson. Björn byrjaði vel og hafði hlotið hlotið 5 vinn- inga eftir sex umferðir, unnið tvo stórmeistara. Í 7. umferð tapaði hann hinsvegar með hvítu og féll þá niður í 11.-26. sæti. Taflmennska hans er að jafn- aði býsna fjörleg og sigur hans yfir Rússanum Gavrilov í 6. um- ferð dæmigerður fyrir stíl hans: Björn Þorfinnsson – Alexei Gavrilov Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 d6 2. Rf3 Bg4 3. g3 Bxf3 4. exf3 d5 5. Bg2 e6 6. O-O g6 7. De2 c6 8. c4 Bg7 9. Rc3 Re7 10. Bg5 dxc4 11. Dxc4 Rd7 12.Db4 Rb6 13. Re4 Dc7 14. Rd6+ Ekki verður betur séð en að hvítur geti tryggt sér betra endatafl með 14. Dd6! t.d. 14. … Hc8 15. Bf4! Dd8 16. Dxd8+ Hxd8 17. Rd6+o.s.frv. 14. … Kf8 15. Hac1 Red5 16. Dc5 Kg8 17. Re4 h6 18. Bd2 Kh7 19. Hfd1 Hhd8 20. h4 Rd7 21. Dc2 Kg8 22. Bc3 Hac8 23. f4 h5 24. Rg5 Rf8 25.Da4 Db8 26. Ba5 Rb6 27. Db4 Dd6 28. De1 He8 29. Bb4 Db8 30. Re4 Hcd8 31. Ba5?! Það er eins og Björn hafi vilj- að losa sig við d4- peðið. 31. .. Hxd4 32. Bc3 Hxd1 33. Hxd1 Rh7 34. Rd6 Bxc3 35. bxc3 Hd8 36. Re4 Hxd1 37. Dxd1 Rd5 38. c4 Rdf6 39. Dd6 Dc8 40. Rc5 b6 41. Rd3 c5 42. Re5 Rg4 43. Rc6 Björn hefur náð ágætum færum fyrir peðið en það er þó sennilega ekki meira en jafn- tefli að hafa úr stöðunni. 33. … Da6 44.Bf3 Dxc4 45. Bxg4 hxg4 46. Db8+ Kg7 47. De5+f6? Hann varð að sætta sig við þráskák. 48. Dc7+ Kh6 49. Df7! Eins og hendi væri veifað eru menn hvíts komnir í stór- hættulega aðstöðu. 49. … Dc1+ 50. Kg2 Dc2 51. Re7! g5 52. Rg8 mát! Jóhann vann afmælismót Friðriks Ólafssonar Jóhann Hjartarson varð hlut- skarpastur á afmælismóti Friðriks Ólafssonar sem fram fór í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík laugardaginn 19. júní. Mótið var liður í skákhátíð Hróksins og var að þessu sinni tileinkað 75 ára af- mæli stórmeistara Íslendinga. Tefldar voru níu umferðir og var umhugsunartíminn 10 mín- útur á skák. Jóhann hlaut 8 vinninga, Helgi Ólafsson varð í 2. sæti með 7 ½ v. og Friðrik varð í 3. sæti með 6 ½ v. í 4.-8. sæti komu svo Hlíðar Þór Hreinsson, Róbert Harðarson, Guðmundur Kjartansson, Sig- urður E. Kristjánsson og Sigríð- ur Björg Helgadóttir með 6 vinninga. Sigríður Björg náði bestum árangri unglinga og kvenna á mótinu. Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, lék fyrsta leik mótsins í skák afmælisbarnsins og Árnýjar Björnsdóttir sem við upphaf mótsins skemmti gest- um með gítarspili og söng ásamt systur sinni Ellen Björnsdóttur. Meðal annarra atriða var tví- skákmót sem fram fór 18. júní og hraðskákmót sem haldið var á Norðurfirði þann 20. júní en þar sigraði Róbert Harðarson sem ásamt Hrafni Jökulssyni skipu- lagði þessa skemmtilegu skákhátíð. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Björn Þorfinnsson í topp- baráttunni í Rúmeníu Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.