SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 10
10 27. júní 2010
Kolkrabbinn og véfréttin Paul
spáir fyrir um úrslit leiks Þjóð-
verjar og Englendinga í 16-liða
úrslitum heimsmeistaramóts-
ins. Paul valdi skelfisk úr keri
með þýska fánanum fram yfir
þann enska í sædýrasafni í borg-
inni Oberhausen í Þýskalandi.
Hann hefur þegar spáð rétt fyrir
alla leiki Þjóðverja hingað til á
mótinu svo veðbankaeigendur
hljóta að fara að loka á veðmál.
Veröldin
Kolrétt
spá
Reuters
É
g hitti varla nokkurn mann sem talar um pólitík þessa
dagana og svo hefur reyndar háttað til í nokkrar vikur.
Samt eru báðir stjórnarflokkarnir og stærsti stjórnar-
andstöðuflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, með stóra
fundi nú um helgina. Sjálfstæðisflokkurinn heldur 39. landsfund
sinn; Samfylkingin heldur flokksstjórnarfund og Vinstrihreyf-
ingin – grænt framboð heldur flokksráðsfund. Hvers vegna skyldi
enginn ræða um pólitík, hvað bjátar hér á í okkar illa stadda þjóð-
félagi, hvað má betur fara, hvernig eigi að vinna að úrbótum,
hvernig eigi að ná samstöðu og
sátt um úrbætur, sem stuðli að
sátt, ekki sundrungu? Vissu-
lega er rætt um hvaða afleið-
ingar dómur Hæstaréttar um
ólögmæti þess að gengistengja
lánveitingar í íslenskum krón-
um hafi, en þær umræður eru
enn skammt á veg komnar og
óþroskaðar.
Vitanlega eru einhverjir að
ræða pólitík og hvað sé til
ráða, en það eru þá helst
flokkshestar og innsti kjarni
flokkanna. Við hin hvílum
okkur flest á þeirri umræðu,
sem hefur skilað afskaplega
litlu hingað til. Ekkert heyrist
í Steingrími J. og Jóhönnu,
engin úrræði, ekkert, og
enginn virðist sakna þess að
heyra ekkert frá meintum
leiðtogum þjóðarinnar.
Hvað erum við hin þá að
gera? Jú, við erum í tugþúsundatali, vægt áætlað, að skemmta
okkur dag hvern yfir HM í fótbolta í Suður-Afríku. Að vísu fór
mótið hægt af stað fyrir rúmum tveimur vikum, en það hefur svo
sannarlega verið að sækja í sig veðrið og spennustigið í sumum
leikjum hefur verið hátt og mikið af stórkostlegum tilþrifum hafa
sést frá einstökum liðum í þessari viku. Í mínum augum var Dav-
id Villa hreint stórkostlegur í leik Spánverja á móti Hondúras,
þótt hann hafi klúðrað möguleikanum á sögulegri þrennu í leikn-
um.
Það verður að segjast RÚV til hróss að allur undirbúningur fyrir
HM og dekkun á meðan á HM stendur er þeim sem þeirri miklu
aðgerð stjórna til hreinnar fyrirmyndar. Ég tek undir með félaga
mínum, Orra Páli Ormarssyni, sem hrósaði Þorsteini Joð í hástert
í ljósvakapistli. Þorsteinn Joð hefur staðið sig hreint frábærlega,
bæði í upphitunarþáttunum fjórum sem voru vikulega á dagskrá í
heilan mánuð fyrir HM og svo í þáttunum HM-stofan og HM-
kvöld sem hafa verið daglega á dagskrá frá því HM hófst, þann 11.
júní sl.
En ekki má gleyma því hverjir hafa verið gestir Þorsteins Joð í
þessum skemmtilegu og fróðlegu spjallþáttum um knattspyrnu,
stjörnurnar á HM, leikaðferðir, dómara, klíkuskap, fjölskyldu-
tengsl, svarta sauði og ég veit ekki hvað og hvað. Með fullri virð-
ingu fyrir öllum gestum þáttanna vil ég nefna tvo menn, sem hafa
skarað fram úr og gert þættina að því sem þeir hafa verið, í góðri
samvinnu við Þorstein Joð, en það eru þeir Hjörvar Hafliðason og
Pétur Marteinsson. Ég fæ ekki betur séð en tvær fullskapaðar
sjónvarpsstjörnur hafi litið dagsins ljós á skjánum undanfarnar
vikur, þar sem þessir tveir eru. Þekking þeirra á umfjöllunarefn-
inu er slík, að ég á vart orð, frásagnargáfa þeirra sömuleiðis, virð-
ing fyrir umfjöllunarefninu, mannamálið sem þeir tala svo gjör-
samlega auðskiljanlegt, en samt sem áður svo litríkt og oft fyndið,
er til algjörrar fyrirmyndar og ástríðuþunginn í frásögnum og
skoðanaskiptum þannig, að það þyrfti sljóleika af hæstu gráðu til
þess að hrífast ekki með. Dæmi: Hjörvar sagði fyrr í vikunni að
svissneska landsliðið væri eitt mest sexý lið keppninnar. „Þeir
eru ungir, graðir, villtir, en svolítið heimskir.“ Og Pétur vandaði
fýlupokalandsliði Frakka ekki kveðjurnar, eftir að allt fór í loft
upp hjá því liði, hristi höfuðið fullur vandlætingar og sagði: „Þeir
eru þvílíkar grenjuskjóður, prímadonnur og egóistar.“
Mættum við fá meira frá þessum tveimur að heyra!
Ungir, graðir,
villtir,
heimskir!
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Hjörvar
Hafliðason
Pétur
Marteinsson
’
Ég fæ ekki betur
séð en tvær
fullskapaðar
sjónvarpsstjörnur
hafi litið dagsins ljós
á skjánum undan-
farnar vikur, þar sem
þessir tveir eru.
Úlfar Jónsson starfar sem
íþróttastjóri hjá Golfklúbbi
Kópavogs og Garðabæjar
(GKG), en kennir einnig al-
mennum kylfingum að slá hvíta
boltann. Að auki sinnir hann
golflýsingum á Stöð 2 Sport.
7:15 Vakna og fer á fætur
eftir eitt „snooze“. Allir fjöl-
skyldumeðlimirnir eru komnir í
sumarfrí, þ.m.t. eiginkonan,
þannig að ég fer hljóðlega um.
Fæ mér góðan morgunmat,
múslí, skyr og eina ristaða
brauðsneið og les blaðið í leið-
inni.
8:15 Er kominn á vinnustað
minn í golfskála GKG. Les og
svara tölvupóstum, mestmegnis
frá foreldrum barna og unglinga
sem eru að æfa hjá GKG. Nú er
vertíðin í algleymingi og ávallt
bætast við krakkar í þennan
stóra hóp sem æfir á sumrin.
Það stefnir í að 200 börn og
unglingar stundi æfingar, sem
þýðir að grasrótin í GKG er
firnasterk og framtíðin björt.
Að auki eru 60-70 börn í hverri
viku á barnanámskeiðum. Þetta
þýðir mikið púsluspil að koma
saman æfingatöflu og manna
þjálfarastöður.
10:00 Tólf af fjórtán leið-
beinendum úr hópi afrekskylf-
inga eru að fara að keppa í
mótaröð GSÍ á föstudag, þannig
að þá kemur upp það skemmti-
lega verkefni að fá afleysingar.
Nokkrar æfingar þarf að fella
niður en námskeiðahaldið mun
ganga upp með góðri aðstoð.
Hjá GKG er mikill fjársjóður
góðra afrekskylfinga sem eru
einnig ábyrgir einstaklingar
sem sinna námskeiðum og æf-
ingum vel. Það er því jákvætt
vandamál að leysa þegar þau
fara í stærstu mótin að keppa.
11:00 Þarf að klára sveiflu-
greiningu á efnilegum kylfingi
fyrir tímaritið Golf á Íslandi
sem er að fara í prentun. Vind
mér í það og tekst að klára það
á klukkutíma ásamt því að taka
símtöl og svara tölvupóstum.
Fleiri foreldrar vilja koma
börnum sínum á æfingar.
12:00 Fæ mér hádegismat.
Nýr vert í golfskálanum. Því-
líkur munur! Gott að borða og
glaðlegt starfsfólk. Klára nokk-
ur verkefni áður en einka-
kennslan hefst. Eldri sonurinn,
Aron, heilsar upp á pabba sinn
áður en hann fer á golfæfingu.
13:30 Kenni áhugasömum
kylfingum hverjum á fætur
öðrum, yfirleitt 30 mínútur í
senn. Vandamálin eru misjöfn,
sumir slæsa, aðrir vilja slá
lengra, og enn aðrir þurfa að
fara yfir vippin hjá sér. Þetta er
gefandi starf og maður gerir sitt
besta til að hjálpa. Einn nem-
andi hefur gleymt tímanum
sínum þannig að ég get sest
niður í áhaldahúsinu og fengið
mér kaffi. Nota tækifærið og
kíki á tölvupóstinn og svara
nokkrum slíkum.
19:00 Kominn heim, og á
hárréttum tíma því Helga hefur
grillað þennan fína silung. Eftir
kvöldmatinn er enginn mögu-
leiki á afslöppun því yngri son-
urinn, Hilmar Jón, vill æfa sig í
tennis. Þegar það er búið förum
við í karate-leik.
20:30 Það er frábært veður
þannig að við förum í hjól-
reiðatúr um Fossvogsdalinn og
fáum okkur ís.
22:00 Páll Ketilsson, ritstjóri
Golfs á Íslandi, hringir og vant-
ar leiðbeiningar með að tengja
textann minn við myndirnar
sem fylgja sveiflugreiningunni.
23:30 Skemmtilegum degi
lokið og maður leggst sáttur í
rúmið.
Dagur í lífi Úlfars Jónssonar, íþróttastjóra og golfkennara
Morgunblaðið/Ernir
Vertíð í algleymingi