SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 30
30 27. júní 2010 V efurinn er öflugur keppinautur prent- miðla, dagblaða, tímarita og bóka sem annarra. Fyrir því finna útgefendur. Og vefurinn fetar sig einnig sífellt nær prentmiðlinum. Því má nú fá bækur „halaðar“ niður á létt og læsileg spjöld á augabragði. Papp- írsmarkaðurinn er ekki ósnortinn. Og þær myllur hans sem óhagkvæmastar eru lokast nú ein af öðr- um. Kannski geta menn loks hætt að hafa áhyggjur af því að skógar séu á undanhaldi í heiminum. Það ætti að gleðja umhverfissinna, þótt þeir geti ekki þakkað sér „árangurinn“. Breytir tæknin öllu - eða bara sumu? Þegar sjónvarp varð til fyrir fáeinum áratugum þóttust spakir sjá að kvikmyndahús myndu óðara leggjast af. Það varð ekki en eigendur þeirra urðu að laga sig að breyttum markaði og það tókst þeim. Kvikmyndahús blómstra enn. Þegar myndspól- urnar og síðan hinir nettu diskar, sem enn eru í þróun, komu til sögu tjáðu spakir sig enn og sögðu að nú væri sjónvarpið á útleið. Nú myndu menn búa sér til eigin dagskrá án utanaðkomandi af- skipta. Vissulega fylgdu þessum nýju tækniund- rum breytingar, en útsendingar sjónvarps standa enn föstum fótum. Hvað með lífslíkur prentmiðla? Með sama hætti er enn of fljótt að afskrifa prent- miðlana, þótt þeir verði að laga sig að flókinni stöðu, og þeir eru byrjaðir að feta þá slóð, en þurfa hugsanlega að hraða för sinni nokkuð. Gömul tímarit virðast ætla að lifa veðurham vefsins af sér og ný hafa haslað sér völl. Þau eru öll að nokkru sérhæfð. Lúta þau gjarnan öflugri ritstjórn og laða til sín áhugaverða höfunda. Af handahófi má nefna svo ólík tímarit erlend sem Der Spiegel hið þýska og Spectator hið enska, sem birst hefur vikulega síðan 1828. Bæði tímaritin hafa reyndar vefþjón- ustu við hlið hinnar prentuðu útgáfu. Bæði ritin koma út í viku hverri upplýsandi og fróðleg og Spectator þar að auki leiftrandi skemmtilegt. Það þýska liggjandi vinstra megin við miðju stjórnmála heimalandsins en hitt hinum megin miðjunnar. Hvorugt er þó hreinlínurit og Spectator reyndar með ólíkindatól innanborðs, og þau mörg litrík og neistandi. Íslenski markaðurinn Íslenski markaðurinn er smár en hann hefur þó átt sín tímarit og sérrit og sum hafa staðið af sér alla storma, og eiga virðulegan sess í þjóðarsögunni. Ekki þarf að rifja upp nöfn þeirra og ágæti hér. Svo eru önnur, sem kannski hafa ekki mikla útbreiðslu en gleðja lesendur sína og miðla efni og fróðleik, sem illt væri að glata. Þannig hefur Páll Skúlason gefið út af þrautseigju tímarit sitt Skjöld, sem er öðruvísi en önnur rit, en tekst undantekningar- laust að læða fyrir augu lesenda sinna efni sem þeir ættu annars ekki kost á. Tímaritið Þjóðmál er ann- arrar gerðar eins og nafnið gefur til kynna. Það er nú á sínum 6. árgangi og hefur hvergi slegið af metnaðarfullri ritstjórn um fróðlegt og íhugunar- vert efni. Málefnalegur þungi þess liggur hægra megin við miðjuna, sem er huggunarríkt, en al- kunn er þrálát slagsíða skrafandi og skrifandi stétta á hina hliðina. Í nýjasta hefti Þjóðmála kennir margra grasa og efnið kemur úr ólíkum áttum. En tímaritið heldur þræði eins og jafnan. Björn Bjarnason skrifar beittan pistil um verkefni Sjálfstæðisflokksins á meðan Atli Harðarson kynnir nokkra þætti í hugsun og verkum Karls Poppers með skýrum hætti í knöppum texta. Vil- hjálmur Eyþórsson loftar um þá spurningu hvort refsa beri vinstrimönnum. Þar er ekki farið eins og köttur í kringum heitan graut. Höfundur veltir upp þeirri staðreynd að opinber stuðningur við ógnarstefnur kommúnista, sem kostuðu milljóna tugi lífið og kynslóð af kynslóð vonleysi og eymd, er litinn allt öðrum augum en stuðningur við nas- ista, sem ríktu í Þýskalandi með öllum sínum við- bjóði í hálfan annan áratug. Það er öðru hvoru verið að rifja upp að núverandi bankastjóri Seðla- bankans leit á sig sem Trotskíista og lét hafa eftir sér stórkarlalegar yfirlýsingar um borgarastéttina á meðan núverandi aðstoðarseðlabankastjóri leit á sig sem maóista. Þetta virðist í blaðaumfjöllun vera merki um litríkan feril. En hefðu þeir góðu menn á sama aldursskeiði, fullþroskaðir menn, klæðst nasistabúningi og heilsað hvor öðrum með hitlerskveðju, hvað þá? Hefði það þótt enn litrík- ara eða hvað? (Og auðvitað er það obbólítið litríkt að nú vilji gamla trotskíistinn endilega hafa tíföld verkamannalaun). Hvernig halda menn að þeir Baldur og Konni, umræðuspekingar, sem kunna sér ekki hóf í stórudómum, þegar menn sem þeim er uppsigað við eiga í hlut, hefðu látið ef brúni lit- urinn hefði birst í Seðlabankanum en ekki sá rauði? Vilhjálmur Eyþórsson segir í Þjóðmálum: „Skiptir sagan máli? Skiptir fortíðin yfirleitt máli? Á ekki að strika alveg yfir hana og byrja upp á nýtt? Skiptir sú blákalda staðreynd máli að ýmsir þeirra sem nú fara með æðstu völd og embætti í landinu voru þar til fyrir fáeinum árum ákafir stuðnings- og jámenn einhverrar algerustu og miskunnarlausustu kúgunar líkama og sálar sem dæmi eru um í gjörvallri mannkynssögunni, þar á meðal félagar í sérstökum „vináttufélögum“ við blóði drifnar harðstjórnir?“ Höfundurinn tekur svo fram að þennan stuðning sé þrátt fyrir allt hægt að skilja og jafnvel fyrirgefa. En hann setur sinn fyrirvara við hvort einnig sé hægt að gleyma honum. Glundroði í stjórnsýslunni Enn er í Þjóðmálum grein eftir Björn Jón Bragason sem gerir grein fyrir aðdragandanum að falli Straums-Burðaráss. Sú lýsing er ekki burðug fyrir íslenska stjórnsýslu og ekki ólíklegt að það kunni að hafa eftirköst. Minnihlutaríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafði að sögn greinarhöfundar tekist að lama Seðlabanka Íslands á viðkvæmasta tíma vegna pólitískrar hefndarþarfar og skilið hann eftir í höndunum á lánsmanni frá syst- urflokki Samfylkingarinnar í Noregi. Sá þekkti Fjörugar samræður í að- stöðunni fyrir sjósunds- menn á Seltjarnarnesi. Reykjavíkurbréf 26.06.10 Ekki allt sem sýnist á umbrota
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.