SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 27.06.2010, Blaðsíða 29
27. júní 2010 29 virkar einfaldlega ekki að fara og mynda fólk með alnæmi brosandi í jakkafötum á skrifstofu. Það myndi ekki safnast ein króna með þeim hætti. Raunveruleikinn fyrir utan skrifstofugluggana var allt annar. Fjölmiðlar heimsins hafa klikkað svolítið á því seinustu árin að sýna raunveru- leikann í heiminum, lífið á jörðinni hjá venjulegu fólki. Í dag snýst allt um það að sýna frægt fólk að fara buxnalaust á ball í glanstímaritum. Fólk sem varla veit sjálft fyrir hvað það er frægt og hefur ekkert gert í raun og veru til að verðskulda alla þá athygli sem að því beinist. Papparazzi-ljósmyndarar viðhalda frægð þeirra. Það er eins með allt efni í blöðum og tímaritum, það fer allt í hring í tísku- sveiflum, allt hefur sinn tíma um stund. Blöð og tímarit breytast með nýju fólki og allir halda að þeir séu að finna upp hjólið. Það var bara óvart búið að finna það upp áður. Það er kannski kominn tími á það í fjölmiðlaheiminum að skoða hvað var í blöðum og tímaritum þegar þau voru stærst og snúa þeirri þróun við sem átt hefur sér stað um allan heim. Það var smá stapp að fá að fara inn í hverfið og mynda raunveruleikann eins og hann var. Það var ekki fyrr en Þórir Guðmundsson hjá Rauða krossinum gerði þeim í Afríku grein fyrir því að þannig yrði það að vera. Það verður að sýna fólkið sem þjáist og fær litla hjálp, ekki einhvern í jakkafötum á skrifstofu. Það var búið að vara mig við því að fara inn í hverfið, það gæti verið hættulegt, ég fann ekki fyrir því, fólkið sýndi mér engan fjandskap. Þvert á móti. Mér var meira að segja boðinn rakstur á rakarastofu með rakhníf, ég afþakkaði það, sagð- ist vera að safna skeggi þó að enginn gæti séð það. Það hefur mikið breyst frá því að við vorum í Afríku að mynda alnæmi, ný lyf eru komin á markaðinn sem lengja líf fólks. Nú er hátíð í Afríku, heimsmeistarakeppnin í fótbolta á fullu og lífsgleðin við völd. Það má sjá í frábærri ljósmyndabók Páls Stefánssonar sem er nýkomin út og sýnir litadýrð lífsins í Afríku, heimsálfu sem er engu lík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.