SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Blaðsíða 2
2 22. ágúst 2010 4-8 Vikuspeglar Vopnasali framseldur, umdeildar lögregluheimildir og kynferðisbrot innan kirkjunnar. 14 Kjarval, júdó og lífsins ganga Thor Vilhjálmsson er nýorðinn 85 ára og er í fullu fjöri. 18 Bak við tjöldin Tekið hús á fólki sem treður upp á Menningarnótt. 27 Í galdraferð um miðbæinn Myndaalbúm Birnu Þórðardóttur. 32 Fyrsti skóladagurinn Þjóðþekktir einstaklingar rifja upp fyrsta skóladaginn sinn. 34 Á tveimur jafnfljótum Fólk sem safnar fyrir góðan málstað með því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu tekið tali. 36 Svefnlausar nætur Úttekt á svefnvandamálum barna sem nú eru orðin viðurkennt vandamál sem tekið er á. 40 Ferðalög Vaskir göngugarpar ganga á Skarphéðinstind. Lesbók 48 Smásögur um Jesú Njörður P. Njarðvík endursegir guðspjallasögurnar. 50 Flutt í Hof Stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands um tímamótin. 52 Hver maður deyr einn Þýðing á skáldsögu um hjón sem gripu til andófs gegn nasistum. Pakistan í máli og myndum eftir flóð vegna mons- únrigninganna. 20 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hólmfríður Gísladóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Jónsson, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson, Ylfa Kristín K. Árnadóttir. Augnablikið Þ að var sungið með hangandi hendi í kirkjunni á Sólheimum um liðna helgi. Smekkfullt var í kirkjunni, staðið í tröppunum upp á svalir, meðfram veggj- um og manngrúinn teygði sig jafnvel út í anddyrið. Raggi Bjarna hélt um hljóðnemann og sagði brand- ara á kostnað Þorgeirs Ástvaldssonar, sem sat hljóðnemalaus við píanóið. „Æ, ekki þessa sögu,“ kallaði Þorgeir og grúfði höfuðið í nótnaborðinu. Annars voru þeir samtaka í flutningnum. Og gestir dilluðu sér við slagarana frá fyrstu mínútu. „Svífur yfir Esjunni …“ Það vakti nokkra undrun þegar Ragnar sagði að næsta lag yrði „diskó“. Svo hóf hann upp raust sína og söng „Obla-dí, obla-da“ með Bítlunum. Það var því nokkurskonar obladiskó og einn kirkjugesta fitjaði raunar upp á obladansi. Þá var sungið með svo undir tók salnum og nærsveitum. „Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík …“ Ef til vill var það í tilefni af þessu lagi, að Ragnar kallaði Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson fyrrverandi borg- arstjóra upp að altarinu. Á leið þangað heilsaði Vil- hjálmur hinum borgarstjóranum, Jóni Gnarr, með handabandi. Þannig er prótókoll borgarstjóra. Svo sungu Vilhjálmur og Ragnar lagið Dagnýju á svið- inu, lag sem enginn fær nóg af. Eftir söngstundina tvístraðist hópurinn í allar áttir um svæði Sólheima, sem er einstakt á Íslandi og þó víðar væri leitað. Þar voru listsýningar, selt lífrænt grænmeti, Beggi og Pacas reiddu fram góm- sæta rétti á Grænu könnunni og svo talaði Reynir Pétur við gesti og gangandi; maður sem er alltaf jafnjákvæður og fjörlegur í fasi. pebl@mbl.is Vilhjálmur og Ragnar syngja um Dagnýju. Obladiskó og obladans Reynir Pétur býður gestum að smakka lífrænt ræktað grænmeti. Gleðin smitar frá sér. 21. ágúst Götur miðbæjar Reykjavíkur verða iðandi af lífi fram á nótt laugardaginn 21. ágúst en þá verður Menningarnótt haldin í borginni. Óteljandi við- burðir verða í boði á sviði tónlistar, leiklistar, hönnunar og myndlistar svo fátt eitt sé nefnt. Mikill mannfjöldi er venjulega saman kominn í miðborg- inni þennan dag og skapast skemmtileg stemning en gott er að kynna sér viðamikla dagskrána vel og rölta svo á milli staða. Menningarnótt í Reykjavík Við mælum með … 21. ágúst Ísdagur Kjör- íss þar sem til- raunagjarnir ísunnendur ættu að kætast yfir því að geta smakkað öskuís, lýsisís og rækju- ís í bland við gömlu, góðu tegund- irnar. Hátíðin hefst klukkan 13:30. 21. ágúst Reykjavíkurmaraþon í Lækjargötu og Latabæjarhlaupið í Hljóm- skálagarðinum. Reykjavíkur- maraþon var stofnað árið 1984 og eru nokkrar mismunandi hlaupa- leiðir í boði. 22. ágúst Sesselja Kristjánsdóttir og Anna Guðný Guð- mundsdóttir flytja verk eftir Maurice Ravel og Pauline Viardot á stofu- tónleikum Gljúfrasteins klukkan 16. ódýrt og gott kr. kg1258 Lambalæri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.