SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Blaðsíða 19
22. ágúst 2010 19 fjögur ár hafa nokkrir íbúar mið- bæjarins boðið gestum og gangandi að gæða sér á heima- bökuðum vöfflum. Ósk Óskarsdóttir og Auður Þorgeirs- dóttir hafa verið með frá upphafi en þær bjóða fólki heim, í garðinn sinn við Baldursgötu 1. „Þetta er mjög skemmtilegt. Hingað kemur bæði fólk sem við þekkjum og svo auðvitað beint inn af götunni,“ segir Ósk. Undirbúningurinn er heilmikill en gestgjafarnir fá hráefni frá Höfuðborg- arstofu, einn skammt, sem sam- anstendur af þremur fötum af vöffl- umixi, sem hver er þrjú kíló, sprauturjóma, rabarbarasultu, kaffi, mjólk, kókómjólk fyrir krakkana, boll- um og servíettum. Vöfflukaffið er á milli tvö og fjögur og kjörið tækifæri til að spjalla við vini, hitta nýja og ræða hvað eigi að sjá næst. .„Við förum með fimm, sex vöfflu- járn út í garð og bökum hreinlega beint upp í fólkið. Aðalstemningin er að vera úti með vöfflujárnin. Fólk rennur á lyktina,“ segir Ósk en þær Auður fá alltaf vinkonur í lið með sér við baksturinn því nóg er að gera. „Við erum alltaf með gestabók. Það gleyma kannski einhverjir að skrifa en í fyrra komu ekki undir 200 manns,“ segir hún en þá kláruðust vöfflurnar fyrir fjögur. Þær gripu þá til sinna ráða og fengu lánað í baksturinn frá nágranna. „Við vildum ekki hætta, stemningin var svo góð,“ segir Ósk en þær hafa gert ráðstafanir ef sama skyldi henda nú. Brennið þið flekar Lokaatriði Menningarnætur samanstendur af 22 brennandi flekum í sjónum við Sæbraut- ina. Kveikt verður í flekunum í kringum kl. 23.30. Íslenski listamaðurinn Óskar Ericsson og kanadíski rithöfundurinn og listakonan Alisha Piercy standa saman að listaverkinu en hug- myndin er byggð á bók eftir Piercy. Í bókinni er að- alpersónan týnd úti á sjó og býr til brennandi fleka úr braki til þess að ná athygli björg- unarsveita. Verður þetta áreiðanlega mikil veisla fyrir augað og má búast við því að margir fylgist með brennandi flekunum að flugeldasýningunni lokinni. Vöffluilmurinn berst úr garðinum við Baldursgötu á Menningarnótt. Gestgjafarnir Auður Þorgeirsdóttir og Ósk Óskarsdóttir. Alls voru um 1800 manns á æfingunni í Laugardalshöll. Undirbúningurinn er heilmikill og fá gestgjaf- arnir hráefni frá Höfuðborgarstofu. Morgunblaðið/Eggert Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.