SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Page 19

SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Page 19
22. ágúst 2010 19 fjögur ár hafa nokkrir íbúar mið- bæjarins boðið gestum og gangandi að gæða sér á heima- bökuðum vöfflum. Ósk Óskarsdóttir og Auður Þorgeirs- dóttir hafa verið með frá upphafi en þær bjóða fólki heim, í garðinn sinn við Baldursgötu 1. „Þetta er mjög skemmtilegt. Hingað kemur bæði fólk sem við þekkjum og svo auðvitað beint inn af götunni,“ segir Ósk. Undirbúningurinn er heilmikill en gestgjafarnir fá hráefni frá Höfuðborg- arstofu, einn skammt, sem sam- anstendur af þremur fötum af vöffl- umixi, sem hver er þrjú kíló, sprauturjóma, rabarbarasultu, kaffi, mjólk, kókómjólk fyrir krakkana, boll- um og servíettum. Vöfflukaffið er á milli tvö og fjögur og kjörið tækifæri til að spjalla við vini, hitta nýja og ræða hvað eigi að sjá næst. .„Við förum með fimm, sex vöfflu- járn út í garð og bökum hreinlega beint upp í fólkið. Aðalstemningin er að vera úti með vöfflujárnin. Fólk rennur á lyktina,“ segir Ósk en þær Auður fá alltaf vinkonur í lið með sér við baksturinn því nóg er að gera. „Við erum alltaf með gestabók. Það gleyma kannski einhverjir að skrifa en í fyrra komu ekki undir 200 manns,“ segir hún en þá kláruðust vöfflurnar fyrir fjögur. Þær gripu þá til sinna ráða og fengu lánað í baksturinn frá nágranna. „Við vildum ekki hætta, stemningin var svo góð,“ segir Ósk en þær hafa gert ráðstafanir ef sama skyldi henda nú. Brennið þið flekar Lokaatriði Menningarnætur samanstendur af 22 brennandi flekum í sjónum við Sæbraut- ina. Kveikt verður í flekunum í kringum kl. 23.30. Íslenski listamaðurinn Óskar Ericsson og kanadíski rithöfundurinn og listakonan Alisha Piercy standa saman að listaverkinu en hug- myndin er byggð á bók eftir Piercy. Í bókinni er að- alpersónan týnd úti á sjó og býr til brennandi fleka úr braki til þess að ná athygli björg- unarsveita. Verður þetta áreiðanlega mikil veisla fyrir augað og má búast við því að margir fylgist með brennandi flekunum að flugeldasýningunni lokinni. Vöffluilmurinn berst úr garðinum við Baldursgötu á Menningarnótt. Gestgjafarnir Auður Þorgeirsdóttir og Ósk Óskarsdóttir. Alls voru um 1800 manns á æfingunni í Laugardalshöll. Undirbúningurinn er heilmikill og fá gestgjaf- arnir hráefni frá Höfuðborgarstofu. Morgunblaðið/Eggert Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.