SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Blaðsíða 34
34 22. ágúst 2010 Á tveimur jafn- fljótum til góðs Fjöldi fólks hyggst spretta úr spori í Reykjavík- urmaraþoninu í dag. Samhliða kjósa margir hlauparanna að nýta tækifærið til að styrkja gott málefni með því að safna áheitum. Um leið setja þeir pressu á sjálfa sig að komast í mark svo áheitin skili sér alla leið í buddu styrkþeganna. É g hef aldrei farið út í svona geð- veiki áður og geri þetta bara einu sinni á ævinni,“ segir Val- dís Fjölnisdóttir, fram- kvæmdastjóri fasteignafélagsins Þórs- garðs, en hún hleypur heilt maraþon eða 42 kílómetra á laugardag. „Ég hef hlaupið styttri vegalengdir áður; hálft maraþon tvisvar og nokkr- um sinnum styttri vega- lengdir. Þetta er því það lengsta.“ Valdís hleypur reglulega sér til heilsubótar enda segir hún gott að hlaupa úr sér streituna eftir langan kyrr- setudag á skrifstofunni. Í vor hóf hún að undirbúa sig fyrir maraþonið ásamt tveimur öðrum vinkonum. „Ein okkar féll svo úr hópnum í sumar þegar hún greindist með krabba- mein og það er ástæðan fyrir því að við tvær sem eftir erum ákváðum að styrkja Kraft, en það er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.“ Áheitin eins og sjálfvirk pressa Hlaupið leggst vel í Valdísi. „Ég veit ekki alveg hvað ég er að fara út í og þetta er svolítil bilun en það verður gaman að prófa þetta svona einu sinni. Ég er búin að hlaupa mest 35 kílómetra þannig að mað- ur ætti að geta dröslast síðustu metrana og klárað þetta á laugardag. Það er ein- faldlega markmiðið – ekki að klára þetta á sérstökum tíma heldur bara komast í mark og ná áheitunum.“ Áheitin eru því mikil hvatning til að standa sig. „Þau peppa mann svo mikið upp því maður vill ekki hætta þeg- ar áheitin eru komin. Þau eru eins konar sjálfvirk pressa sem ýtir undir að maður standi sig.“ Og hún er hæstánægð með þau áheit sem safnast hafa. „Ég bjóst svo sem ekki við neinu en þetta er framar björtustu vonum. Facebook gerir kraftaverk í þessu og greinilegt að áheitin fara að detta inn eftir að maður setur þar inn til- kynningu. Það eru aðallega vinir og kunningjar sem heita á mann en líka vinir og kunningjar vinkonu minnar sem veiktist. Svo eru einhverjar nafnlausar gjafir sem ég veit ekki hverjir standa á bak við.“ Aðspurð játar hún hlæjandi að hún hlakki til þess að hlaupinu ljúki. „Ég get nú ekki neitað því, en núna hlakka ég að- allega til þess að taka þátt. Undirbúning- urinn hefur staðið svo lengi og nú er loks- ins komið að þessu.“ Valdís Fjölnisdóttir hleypur fyrir Kraft „Geri þetta bara einu sinni á ævinni“ Valdís Fjölnisdóttir og Helga Sólveig Ormsdóttir heiðra þriðju vinkonuna með hlaupunum. Morgunblaðið/Ernir ’ Ég er búin að hlaupa mest 35 kílómetra þannig að maður ætti að geta dröslast síð- ustu metrana og klárað þetta … H laupandi málsvari katta verður meðal þátttakenda í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag en Jóhannes Kjart- ansson ljósmyndari ætlar að hlaupa 10 kílómetra til styrktar Kattavinafélagi Ís- lands. „Ég hef nú ekki hlaupið mikið – þvert á móti hefur mér alltaf fundist það óvenjulega leið- inlegt. Ég byrjaði bara fyrir mánuði þegar ég hætti að reykja en þá skráði ég mig í hlaupið,“ segir hann og held- ur áfram: „Ég þurfti einhverja gulrót til að halda mig við efnið í reykbindindinu. Ef ég klikka og byrja aftur að reykja bitnar það á hlaupunum og þar með áheitunum.“ Þegar rætt var við Jóhannes á mánudag átti hann þó nokkuð langt í land að eigin sögn. „Ég er kominn í sex kíló- metra núna, þannig að þetta verður eitthvað skrautlegt. Það þýðir samt ekkert annað en að vera óbanginn. Ég kemst þetta á þrjóskunni. Ekki er hægt að svíkjast und- an, þegar maður er með örflögu á skónum sem mælir og skráir jafnóðum á netið hvað maður er búinn að fara langt.“ Fáránlegt lausagöngubann Líkt og hlaupin eru kett- irnir tiltölulega nýtt áhuga- mál Jóhannesar. „Kærastan mín á tvo ketti en við erum búin að vera saman í átta mánuði. Ég er því nýbúinn að uppgötva kettina. Ég er dálítið seinþroska í ýmsum svona málum og byrjaði t.d. ekki að reykja fyrr en ég var 24 ára, en ég er 27 í dag.“ Það voru þó fyrst og fremst fréttir af því að til stæði að banna lausagöngu katta í Árborg og skikka þá í band sem urðu til þess að Jóhannes valdi að hlaupa til styrktar Kattavinafélaginu. „Mér fannst það svo fáránlegt að þetta félag varð fyrir valinu þegar ég kíkti yfir listann. Þótt þau séu mörg góð, fannst mér þetta skemmti- legast.“ Og það er greinilegt að margir eru sam- mála Jóhannesi í þessum efnum því fjöl- margir hafa heitið á hann í hlaupunum. „Facebook hefur virkað vel í þessu sambandi og ótrúlegasta fólk sem ég þekki ekkert hefur bætt mér þar við vinahópinn til að styðja mig. Einn styrkti málefnið um 10 þúsund og eins er ég búinn að fá einhverja nafn- lausa styrki. Það er svolítið skondið að vita ekki hverjir eru að styrkja mann.“ Hann segir ómögulegt að segja hvort hann hafi skrifað sig inn í hjörtu fólks með eldheitri yfirlýs- ingu á áheitavefnum um nauðsyn þess að kettir haldi frelsi sínu. Í öllu falli er ljóst að hann á marga jábræður í þeim efnum, eins og skilaboð þeirra sem heita á hann gefa til kynna, s.s.: „Mjáfram!“, „Lengi lifi frjálsar kisur“ og „Hlauptu drengur, hlauptu eins og læða sé á hælunum á þér!“ Jóhannes Kjartansson hleypur fyrir kisur Gulrót til að forðast reykingarnar ’ Hlauptu drengur, hlauptu eins og læða sé á hælunum á þér!“ „Ég kemst þetta á þrjósk- unni,“ segir hinn nýbakaði hlaupari Jóhann- es Kjartansson. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.