SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Blaðsíða 35
22. ágúst 2010 35 Þ að vefst ekkert fyrir hinum ellefu ára gamla Viktori Snæ Sigurðssyni að hlaupa þrjá kílómetra í Reykjarvík- urmaraþoninu á laugardag. Raunar er að heyra á honum að vegalengdin sé helst til stutt, ef eitthvað er. „Ég má bara ekki hlaupa meira. Margir ætla að hlaupa 42 kílómetra og ég væri til í það en má það ekki,“ segir hann en við- urkennir að sennilega væri heilt maraþon full- mikið af því góða enn sem komið er. „Ég stefni bara að því að taka það seinna,“ bætir hann svo við. Viktor hefur sérlega góða ástæðu fyrir því að vilja hlaupa mikið á laugardag. „Ég er að styrkja litlu systur mína, Sunnu Valdísi, sem er með AHC,“ segir hann en Sunna, sem er fjögurra ára, er eini Íslend- ingurinn sem greinst hefur með þennan sjaldgæfa sjúkdóm. Hann veldur því að hún fær köst í ætt við mígreni, en afleiðingarnar eru þær að hún lamast hægra eða vinstra megin í líkamanum eða að öllu leyti. Löm- unin hverfur svo aftur á mislöngum tíma, á nokkrum klukkutímum og upp í vikur, eftir tíðni og styrkleika kastanna. Sjúkdómurinn hefur haft ýmis neikvæð áhrif á þroska þeirrar stuttu en þegar vel gengur er hún glaðvær og ánægð lítil stelpa. Áheit frá fullorðnum vinum Ef marka má viðbrögðin á áheitasíðu Viktors eru margir tilbúnir að leggja honum lið í baráttunni fyrir vel- ferð systur hans, en áheitin renna til nýstofnaðra AHC-samtaka á Ís- landi. Þegar rætt var við Viktor á mánudag voru þegar komnar yfir 50 þúsund krónur í baukinn og átti þá eftir að bætast duglega í þegar á vikuna leið. Sjálfur hefur Viktor ákveðna hugmynd um hvaðan framlögin koma. „Þetta eru allir vinir mínir sem eru fullorðnir því krakkar mega ekki heita á hlaupara. Svo eru þetta vinir hans pabba sem ég þekki mjög vel og fleiri,“ segir hann um velgjörðarmennina að baki áheitunum. Hann er þó ekki sá eini sem hleypur til styrktar mál- efninu, því að auki hlaupa mamma hans og pabbi, og vinur hans Hafliði, sem er tveimur árum yngri. Aðspurður segist hann ekki ætla að setja sér markmið um tíma fyrir hlaupið. „Ég ætla bara að hlaupa eins hratt og ég get og klára þetta,“ segir hann ákveðinn og hefur ekki ástæðu til annars enda með ágætis úthald. „Ég hleyp mjög mikið á æfingum en ég æfi fótbolta með ÍR. Síðan er ég í Seljaskóla sem er mjög góður skóli því maður lærir svo mikið í íþróttum þar. Síðan eru haldin skólamót á hverju ári þar sem öll liðin í Breiðholtinu keppa í frjáls- um íþróttum og það hefur gengið vel hjá okkur.“ Viktor Snær Sigurðsson fer sennilega létt með kílómetrana þrjá í dag enda í góðu formi. Morgunblaðið/Jakob Fannar Viktor Snær Sigurðsson hleypur fyrir litlu systur sína Væri til í að taka maraþonið ’ Ég ætla bara að hlaupa eins hratt og ég get og klára þetta. E itt af alvarlegustu heilsufarsvandamálum samtímans er streita. Sérfræðingar á sviði heilbrigðismála gera ráð fyrir að árið 2020 muni 35% Evrópubúa þjást af þunglyndi sem or- sakast vegna langvarandi streitu. Það er staðreynd að lang- varandi streita gerir fólk móttækilegra fyrir allskonar pestum og sýk- ingum. Þá er talið að streita geti orsakað eða þróað hjartasjúkdóma. Viðvarandi streita getur skemmt líffæri mannsins og þannig flýtt fyrir öldrun fyrr en ella. Streita veikir sem sagt ónæmiskerfið og veldur eins og áður sagði ótímabærri öldrun og ýmsum sjúkdómum eins og brjóstakrabbameini og minnisleysi. Til þess að takast á við streitu er gott að stunda hugleiðslu, yoga og ýmsar aðrar tegundir slökunar. Líklegast er fátt betra til að takast á við streitu en að vera úti í nátt- úrunni; ganga, klífa fjöll, veiða, ríða út eða bara njóta þess að vera úti í náttúrunni. Lækningamáttur náttúrunnar er óumdeilanlegur enda kölluðu frumbyggjar Ameríku, indíánarnir, náttúruna „hinn mikla lækni“. Frábært ráð til að draga úr streitu er að tína ber. Ástæðan fyrir því að berjatínsla, streita og ótímabær öldrun eru gerðar að umfjöllunar- efni í þessum pistli er sú að núna stendur berjatínslutíminn yfir. Önnur ástæða er sú að vísindamenn við Landbúnaðarháskólann í Uppsölum í Svíþjóð hafa komist að því að bláber hafa jákvæð áhrif á streitu og draga úr ótímabærri öldrun. Því norðar sem berin eru tínd því kraftmeiri og öflugri eru þau. Hollusta berja og lækningamáttur hafa lengi verið þekkt. Berin eru rík að C-vítamínum og andoxunar- efnum. Það eru ekki bara berin sjálf sem eru holl, heldur einnig lauf plönt- unnar en úr þeim má sjóða te og gera græðandi smyrsl. Í litlu riti sem kom út í Reykjavík 1880 og var eftir Jón Jónsson, garðyrkjumann, segir að úr rótum aðalbláberjalyngs megi gera græðandi smyrsl til að þurrka og græða sár, sjálf berin séu góð við skyrbjúgi og seyði úr þeim séu góð við ýmsum magasjúkdómum. Í öðrum heimildum um jurtalyf segir að te, soðið af blöðum berjalyngs, sé sýkladrepandi og minnki sykurmagn í blóði. Te af þurrkuðum blöðum og berjum séu góð við niðurgangi og örvi matarlyst. Þá er þetta te eitt það besta munnskol sem völ er á, það er gott gegn bólgu og særindum í munni. Einnig er það gott við blöðrubólgu. Berin hafa, í aldanna rás, eiginlega verið einu „ávextir“ Íslendinga og mikilvæg uppspretta C-vítamíns. Samkvæmt íslensku þjóðveld- islögunum máttu allir tína ber upp í sig á annarra eignarlandi en biðja varð leyfis til að tína ber og taka með sér. Heimildir eru til um að á 13. öld hafi Skálholtsbiskup bruggað vín úr berjum, enda var þá skortur á messuvíni. Berjaskyr hefur löngum verið vinsæll síðsum- arsréttur hér á landi. Í gamla daga voru ber geymd í skyri fram á vet- ur. Þá var berjasaft í hávegum höfð og oft var henni blandað saman við mysu og varð þá til sannkallaður heilsudrykkur sem gjarnan mætti fara að framleiða og setja á markað. Fæði Íslendinga hefur löngum verið fábreytt. Á nítjándu öld og í byrjun tuttugustu aldar, þegar þéttbýliskjarnar fóru að myndast, varð fæðið oft og tíðum einnig óhollt. Íslenskir læknar þess tíma hvöttu landsmenn því mjög til að rækta matjurtir og nýta sér berin. Árið 1936 skrifaði dr. Gunnlaugur Claessen læknir grein í Almanak Þjóðvinafélagsins um nytsemi berjanna. Benti hann á að þau væru mikilvæg uppspretta fjörefna sem Íslendingar þörfnuðust. Árið 1940 kom svo út bæklingur eftir dr. Gunnlaug og Kristbjörgu Þorbergs- dóttur, matráðskonu á Landspítalanum, um hollustu og nýtingu berja. Bæklingur þessi hét raunar Berjabókin og varð hann gríð- arvinsæll og ýtti talsvert undir það að Reykvíkingar og aðrir þétt- býlisbúar fóru að tína ber og búa til sultur og saftir. Mörgum öðrum en okkur mannfólkinu finnast berin góð. Fuglar eru sólgnir í ber sem kunnugt er; þrestir, mávar og hrafnar. Refir og hundar éta ber, einnig kýr og kindur. Skógarbirnir eru sólgnir í ber, þeir geta innbyrt um 200 lítra af berjum á dag eða 90 kg. Umfram allt er þó gaman að tína ber þó að hér á árum áður þætti það ekki karl- mannleg iðja að fara í berjamó. Nú eru aðrir tímar og löngu orðið tímabært að við Íslendingar nýtum berin meira, búum til sultur og saftir, frystum þau og geymum til vetrarins. Úr frystum berjum má svo blanda gómsæta og holla heilsudrykki. Ef þú, lesandi góður, þjáist af streitu ættir þú endilega að fara í berjamó. Nú virðist ætla að verða frábært berjasumar. Með því að fara og tína ber slærð þú tvær flugur í einu höggi, það róar hugann og dregur úr streitu og svo eru þau náttúrulega góð til átu. Í kaupbæti draga berin úr ótímabærri öldrun – er þetta ekki eitthvað sem við höfum öll þörf fyrir? „Vísaðu mér á berjamó“ Aðalbláber Sigmar B. Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.