SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Blaðsíða 24
24 22. ágúst 2010 Þ að er búið að taka út úr mér beislið og af mér hnakkinn. Ég er eins og klárinn, frjáls í haganum. Pólitíkin, sem hafði verið mitt hálfa líf, er að baki,“ segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Fram- sóknarflokksins og fyrrverandi landbún- aðarráðherra. Hann unir hag sínum vel og starfar nú sem framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. „Ég er að sinna verkefnum fyrir landbúnaðinn og bændurna. Í gegnum þetta starf hef ég mikið samband við markaðinn og neyt- endur. Skemmtilegast við þessa vinnu er að skoða ný tækifæri í mjólkuriðnaðinum,“ segir hann. Þú fórst snöggt úr pólitíkinni. Var erfitt að vera formaður Framsóknarflokksins? „Ég var á þriðja áratug í þinginu og ráðherra í átta ár, formaður flokks í eitt og hálft ár. Ég gekk þetta pólitíska fjall allt og fór svo snöggt út úr pólitíkinni, að eigin ákvörðun. Hvorki ég né flokkurinn þoldu meiri átök. Ég fann að mér var ekki gefið tækifæri á því að endurreisa Fram- sóknarflokkinn. Ég bjó við pólitískan ágreining við hluta af félögum mínum í flokknum, Evr- ópusinna og hægrisinnaða menn, og var aldrei þeirra. Þess vegna gerðist allt mjög snöggt. Ég fór upp úr eldhafi stjórnmálanna og veit að það er líf eftir pólitík.“ Hvernig hugsarðu til pólitísku áranna? „Þegar ég horfi yfir þann tíma sem ég starfaði í stjórnmálunum þá var hann skemmtilegur. Ég tók þátt í því sem landbúnaðarráðherra með bændunum og þjóðinni að skipuleggja sveitirnar með það að markmiði að gera þær nútímalegri og slá skjaldborg um landbúnaðinn. Ég skammast mín ekki fyrir að vera sveitamaður, við erum flest sveitamenn. Stolt og styrkur þessarar þjóðar er að eiga góða bændur og sjómenn. Í áratugi var pólitíkin verkefni mitt og það var gaman að kynnast fólkinu í landinu. Ég lauk mínum pólitíska ferli og á núna yndislegt nýtt tímabil í lífinu. Við Margrét erum á faraldsfæti og erum mikið boðuð á mannamót, fólk vill fá okkur til sín. Það er sama hvert ég kem, fólkið er gott við mig, brosir til mín, heilsar mér og er hlýlegt í minn garð. Já, og enn herma þeir eftir mér. Ég fylgist með pólitíkinni og mér þykir vænt um stjórnmálamennina, þess vegna í öllum flokkum, og hitti þá marga. Það er ágætt að þessu tímabili sé lokið. Allt hefur sinn tíma og ráð- herradómur í átta ár var mikið verkefni og skilur eftir sig góðar minningar í huga fjölskyldunnar. Þótt stundum spyrjum við okkur hvernig við gátum komist yfir þetta allt og lifað af erilinn all- an sem fylgir ráðherrastarfinu.“ Gætirðu hugsað þér að snúa aftur í pólitík? „Nei. Það er ekki á dagskrá.“ Ísland á þúsund tækifæri Stjórnmálamenn fá á sig mikla gagnrýni. Fannst þér það erfitt á sínum tíma? „Ef stjórnmálamenn þola ekki gagnrýni þá eiga þeir að fara fljótt út úr pólitíkinni. Stjórn- málamaður verður helst að vera þannig að hann gleðjist yfir gagnrýni og sé alltaf tilbúinn í mál- efnalega umræðu. Mér leið oftast vel í stjórnmála- starfinu, mér gekk ágætlega að vinna með fólki og bjó við þá góðu stöðu að það yfirleitt ánægja með mín störf í þjóðfélaginu. Ég var bara heppinn í þessu öllu saman og áreiðanlega yfir mér vakað. Það tekur auðvitað sinn tíma að verða góður stjórnmálamaður en mikilvægast í því öllu er að af- vopna óvini sína og búa sér ekki til óvini að óþörfu. Það sem reynir auðvitað mest á í pólitík og fer verst með flokka og menn eru innanflokksátök, það setti mark sitt á minn flokk síðustu árin sem ég starfaði í pólitík.“ Saknarðu aldrei stjórnmálanna? „Nei, ég hef aldrei neina saknaðarkennd og tel að ákvörðunin hafi verið rökrétt fyrir mig og minn flokk. Þetta varð til þess að Framsóknarflokkurinn fyrstur allra flokka endurnýjaði forystusveit sína. Ég vona sannarlega að formanninum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, takist með öflugu fólki að stækka flokkinn og efla hann. En Framsókn- arflokkurinn verður, eins og allir flokkar, að finna sínar gömlu og nýju götur í samtíðinni. Við verðum horfa fram á veginn. Ísland á þúsund tækifæri.“ Þú sagðir áðan að þér þætti vænt um stjórn- málamennina, það á ekki við um þjóðina sem vantreystir stjórnmálamönnum. Af hverju njóta þeir svona lítils trausts? „Það er nú svo margt í samfélaginu sem fór illa í hruninu. Stjórnmálaflokkar verða auðvitað, eins og stofnanir og fyrirtæki, að endurreisa traust sitt og sanna sig á nýjum grundvelli. Stjórnmálamennirnir hafa ekki náð samstöðu, þeir eru sundraðir og greinir á hvert á að fara og þeim er að stórum hluta kennt um hvernig fór, þótt margir þeir sem báru mesta ábyrgð, sem ráðherrar í hruninu og aðdrag- anda þess, séu nú horfnir af vettvangi. Það er mikil vinna framundan fyrir stjórnmálaflokkana en ég held að þessari pattstöðu hljóti að ljúka. Auðvitað getur vel verið að flokkakerfið sé að líða undir lok í núverandi mynd. Stjórnlagaþing mun koma saman og fjalla um mál eins og hvernig forsætisráðherra landsins verði valinn og hvaða breytingar eigi að gera á stjórnarskránni. Verða ráðherrar að víkja úr þinginu til að þrískipting valdsins virki? Hvernig efla menn hlutverk Alþingis á kostnað fram- Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Frjáls í haganum Guðni Ágústsson saknar ekki stjórnmálanna enda veit hann að það er líf eftir pólitík. Hann segir Ísland eiga þús- und tækifæri en alls ekki megi fórna gulleplunum. Guðni ræðir um Ísland nútímans, mikilvæg gildi og gamlar hetjur sem eiga margt sameiginlegt með nútímamönnum. Guðni Ágústsson Við þurf- um að endurskipuleggja okkur og hugsa öðruvísi. Lítið er sætt og smátt er fagurt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.