SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Blaðsíða 36
Á rlega sækja fjögur til fimm hundruð fjölskyldur um sér- fræðiaðstoð vegna svefnvanda barna á göngudeild Barnaspít- ala Hringsins. Arna Skúladóttir hjúkr- unarfræðingur sagði í samtali við Morg- unblaðið að svefnvandamál barna væru á meðal algengustu umkvörtunarefna for- eldra en hún hefur um langt skeið sinnt svefnráðgjöf barna hér á landi. „Ásamt því að sinna svefnráðgjöf á Landspítalanum rek ég litla þjónustu ut- an spítalans sem ég kalla Foreldraskólann og þangað leita um þrjú til fjögur hundr- uð aðrar fjölskyldur árlega. Gera má ráð fyrir að um 20% barna glími við svefn- vandamál af einhverju tagi þannig að þetta snertir marga. Börnin sem um ræð- ir geta verið allt frá nokkurra daga göml- um og upp í skólakrakka. Vandamálin eru mjög misjöfn og yfirleitt háð aldri og þroska barnsins. Okkar hlutverk er að styrkja foreldranna svo að þeir séu betur í stakk búnir að annast barnið.“ Aðspurð hvort hún hafi skynjað ein- hverjar breytingar á þróuninni á þeim tíma sem hún hefur starfað við svefnr- áðgjöf segir Arna að aldrei hafi verið gerð rannsókn hér á landi um algengi svefn- vandamála en líklega hafi hlutfall barna með svefnvandamál haldist svipað um langa hríð. Meginmunurinn sé fólgin í að því að þekking foreldra sé orðin miklu meiri sem sýni að fræðslan og umræðan hafi skilað sér. Hvert barn er einstakt Margir foreldrar og áhugafólk um upp- eldi kannast við bókina Draumland, svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára aldurs en Arna gaf út bókina fyrir nokkrum árum en þar er fjallað um leiðir að bættum svefni barna og hvernig leysa megi minniháttar vandamál. Ný- verið sendi hún frá sér bókina Veganesti sem fjallar um næringu barna en þessir tveir þættir, næring og svefn fylgjast gjarnan að. Í bókunum byggir Arna á þeirri hugmyndafræði að hvert barn sé einstakt og mikilvægi þess að átta sig á því. „Foreldrar í dag eru meira vakandi yfir líðan barna sinna. Svefntengd vandamál barna eru orðin viðurkennd og lítil börn sem þjást af svefnröskun eru ekki eingöngu skilgreind sem óvær eða óþekk eins og áður tíðkaðist.“ Uppalendur á öllum þjóðfélagsstigum sækja svefnráðgjöfina á Barnaspítalanum en meðalaldur þeirra foreldra er hærri en meðalaldur foreldra almennt. Þvert á það sem margir halda hefur aldrei verið sýnt fram á að svefnvandamál séu algengari hjá frumburðum foreldra. „Af þeim sem leita aðstoðar hjá okkur eru fyrirburar og tvíburar aðeins líklegri til þess að kljást við svefnvanda, sem og drengir frekar en stúlkur. En þeir hópar sem sækja svefnr- áðgjöf þurfa ekki endilega að endurspegla hvaða hópar eru í áhættu. Þetta getur hreinlega verið fólk sem er duglegra en aðrir að leita sér aðstoðar.“ Að finna rétta taktinn Svefnvandamál barna á aldrinum 6 mán- aða til tveggja ára eru skoðuð út frá þremur meginatriðum. „Í fyrsta lagi er það takturinn á dag- og nætursvefni, í öðru lagi sjálfshuggunarfærni barnsins, þ.e. hvort það sé fært um að sofna sjálft og í þriðja lagi hvaða þjónustu barnið fær á nóttinni. Þessi atriði eru skoðuð í þess- ari röð. Takturinn vegur þyngst og hann þarf að vera í lagi til þess að hægt sé að gera kröfu um að barnið sofi á nóttinni.“ Upplifun foreldra á því hvenær ákveð- ið svefnmynstur er vandamál getur verið misjöfn. Þegar svefn ungra barna er far- inn að raska daglegu lífi og líðan fjöl- skyldunnar er það vísbending um að vandamál sé í aðsigi sem beri að reyna að leysa. „Aðferðin sem beitt er við að leysa vandann veltur á eðli vandamálsins og ráðgjöfin miðast við það. Þeir sem leita hingað eru yfirleitt með mikil svefn- vandæði. Foreldrar með minniháttar vanda leitar frekar til Foreldraskólans enda er símaþjónustan þar hugsuð fyrir almennar fyrirspurnir og léttari vanda- mál.“ Hér áður voru börn með meiriháttar svefnvandamál lögð inn til greiningar og ekki síður til þess að hvíla foreldrana. Nú horfir öðruvísi við og innlagnir hafa lagst af nema í sérstökum tilvikum. „Fyrir um tuttugu árum var töluvert um innlagnir sem flestar þjónuðu þeim tilgangi að vera hvíld fyrir foreldrana. Með bættri þjón- ustu, þekkingu og færni hafa innlagn- irnar nánast lagst af. Það að barnið sofi í öðru umhverfi og/eða með öðru fólki hefur oft mjög góð áhrif. En í dag reynum við frekar að leggja börnin inn til ömmu og afa eða til einhvers sem barnið þekkir og treystir. Þetta er miklu mýkri leið, það fylgir því mikið álag fyrir barn og for- eldra að leggja það inn á sjúkrahús.“ Áhrif svefnleysis á sálartetrið Flestir vita að svefnleysi er skaðlegt heilsunni. Athygli og einbeiting skerðist, líkamleg streitueinkenni koma í ljós, ein- beiting, hugsun og tímaskyn brenglast, misskynjanir og ofskynjanir glepja fólk og endalaus vaka getur raunar í verstu tilvikum leitt til dauða. Smám saman byggist upp streituástand, vítahringur spennu, svefnskorts, þreytu og kvíða. „Líðan barna hefur áhrif á foreldra og líðan foreldra hefur áhrif á börn,“ segir Arna. „Ef svefnskortur er langvarandi eru einstaklingar komnir í ákveðinn vítahring. Einbeiting og athygli tak- markast, viðkomandi verður berskjald- aðri gegn andlegum og líkamlegum veik- indum. Svefnleysi hefur áhrif á geðslag, vinnu og hjónaband. T.d. hefur verið sýnt fram á að einstaklingur sem er ósof- inn getur verið hættulegri í umferðinni heldur en drukkinn. Að halda ein- staklingi vakandi er þekkt pynting- araðferð og hefur verið notuð til að knýja fram vafasamar játningar. Svefnleysið hefur gríðarleg áhrif á einstaklinginn, fólk áttar sig oft ekki á þessu fyrr en það lendir í því.“ En hvaða langtímaáhrif hefur svefn- skortur á barnið? „Þegar skoðuð eru langtímaáhrif er oft fjallað um áhrif vandamála sem snúa að gráti, næringu og svefni án þess að líkamleg skýring sé á vandanum,“ segir Arna. „Áhrif þessara þriggja fyrrgreindra þátta (gráts, nær- ingar og svefnvandamála) á hegð- unarvandamál og vanlíðan síðar á ævi barnsins hafa verið skoðuð töluvert. Í flestum tilvikum líða einstaklingar ekki fyrir það seinna meir þótt þeir hafi glímt við svefnvandamál í æsku. En hjá ákveðnum hópi er tenging við vandamál síðar á lífsleiðinni, sérstaklega ef barn er með vandamál tengd öllum þessum þátt- um. Þau börn sem notið hafa aðstoðar við að vinna úr þessum vanda koma mark- tækt betur út en þau börn sem njóta engrar aðstoðar – það hefur verið skoð- að.“ Misjöfn svefnþörf Ljóst er að ekki er hægt að sinna barna- uppeldi eins og fyrirtækjarekstri. Ein- staklingseðlið er of flókið til þess að vera svo fyrirsjáanlegt. Fjölmargar bækur hafa verið skrifaðar um svefn barna og í þeim eru mismunandi upplýsingar um svefn- þörf þeirra. Flestir sem vinna með svefn- vanda barna í dag eru sammála um að töluverður einstaklingsmunur getur ver- ið þar á. Helsta viðmið fyrir foreldra er að ef barn vaknar hresst að morgni hefur það fengið nægan svefn. Arna tekur und- ir það að svefn barna geti verið ein- staklingsbundinn en segir jafnframt að það sé ekki himinn og haf þar á milli. Sofðu unga ástin mín Hér á landi á um fimmtungur barna við svefnvandamál að stríða. Í þessari grein er rætt við Örnu Skúladóttur, hjúkrunar- fræðing og svefnráðgjafa á Barnaspítala Hringsins, um foreldrahlutverkið og þá þjónustu sem svefnráðgjafi veitir. Auk þess greina tvær fjölskyldur frá reynslu sinni af svefnleysi í kjölfar barneigna. Ingunn Eyþórsdóttir Arna Skúladóttir, höfundur Draumlands, svefn og svefnvenjur barna frá fæðingu til tveggja ára aldurs, hefur nú sent frá sér bókina Veganesti sem fjallar um næringu barna. Morgunblaðið/Eggert ’ Svefntengd vandamál barna eru orðin við- urkennd og lítil börn sem þjást af svefnröskun eru ekki eingöngu skil- greind sem óvær eða óþekk eins og áður tíðkaðist.  36 22. ágúst 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.