SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Blaðsíða 32
32 22. ágúst 2010 Í september árið 1970 lá leið Krist- ínar Helgu Gunnarsdóttur rithöf- undar í Barnaskóla Garðahrepps þar sem „hinn ljúfi maður Vil- bergur Júlíusson réð ríkjum,“ eins og hún lýsir því. „Þegar ég fálma eftir þessari minn- ingu lengst inn í rykug minnishólfin þá rifjast upp hve búnaðurinn var mikil- vægur. Hann var sverð og skjöldur, efldi sjálfstraustið til muna og gerir lík- ast til enn,“ en búnaðurinn samanstóð m.a. af splunkunýjum, rauðköflóttum stretsbuxum með hælteygju og regn- kápu í stíl. „Krafturinn bjó í köflóttu, svo var það fullorðinsklipping og hið mikla stöðutákn: skólataskan,“ segir Kristín sem man í smáatriðum hvernig taskan var. „Hún var rauð úr leðri og lokaðist með tveimur sylgjum. Á töskuna var stimpluð mynd af vatns- greiddum börnum að leik. Taskan var minn aðgangsmiði að veröld ungs fólks með hlutverk og ég man hve ég blés út og fann til mín þegar ég hafði axlað töskuna fínu.“ Þótt Kristín muni lítið hvað var í töskunni man hún vel eftir nestinu. „Það var fransbrauð með mysingi og glerflaska undan tómatsósu geymdi kakómalt með örlitlum keim af Libbýs. Svo var hnútur í maga yfir því að hitta nýja krakka.“ Tröllvaxin samskiptaverkefni Fram að þessu hafði litla veröldin í Silf- urtúninu náð niður að Hafnarfjarðarvegi og upp að Hestamóanum. „Margrét Thorlacius kennari tók á móti okkur. Hún fór í dýrlingatölu strax á fyrsta degi, eins og oft er með kennara sex ára barna. Af henni stafaði kyrrðarljómi og fegurð sem fylgir góðmennsku og barn- gæsku. Lestur var stóra verkefnið og þegar fyrsta prófið í þeirri grein var af- staðið og foreldrarnir yfirheyrðu mig um frammistöðuna gat ég ekki munað hvort ég hafði fengið 8,2 eða 2,8, enda var það lítilfjörlegt smáatriði miðað við öll hin tröllvöxnu samskiptaverkefni sem glíma þurfti við í Barnaskóla Garðahrepps. Hjá hverjum átti að sitja? Við hvern átti að leika í frímínútum? Hverjir voru hrekkjusvín? Spurningar sem eru sennilega jafngildar í dag og fyrir fjörutíu árum, hvort sem maður er að byrja í sex ára bekk eða bara í nýrri vinnu.“ Hún segist virkilega hafa hlakkað til þess að byrja í skólanum. „Maður var að stíga þarna inn í nýtt hlutverk. Fram að því hafði maður bara verið litla stelpan hennar mömmu, ótrúlega ómerkileg manneskja miðað við allt eldra liðið í kring um mann, stóru systur og fleiri.“ Og þær voru margar furðurnar sem mættu ungri manneskju í nýrri veröld. „Ég man eftir því að þegar ég fékk berklaplástra gekk ég um eins og ég væri í jarðarför því maður mátti ekki svitna með plástrana. Þegar ég kom heim spurði mamma hvað í ósköpunum hefði komið fyrir mig af því að ég, sem var vön að valhoppa allt sem ég fór, labbaði þarna löturhægt niður götuna.“ Og það stóð ekki á svari: „Ég má ekki reyna á mig af því að ég er með berkla.“ Loksins með í ver- öld unga fólksins Ásamt eigin skólastúlkum, gaggópíunni Soffíu Sóleyju og menntskælingnum Erlu Guðnýju, en háskólamærin Birta Kristín er í Noregi sem stendur. Emilía Fluga sem flatmagar með þeim í sólinni er í skóla lífsins. Morgunblaðið/Jakob Fannar „Stóra stundin var mynduð á tröppunum heima í Faxatúni í Garðahreppi.“ Kristín Helga á leið í skólann í fyrsta sinn. A ðdragandinn að fyrsta skóla- deginum er Guðjóni Davíð Karlssyni leikara minn- isstæðari en dagurinn sjálfur. „Við fjölskyldan fórum til Svíþjóðar um sumarið og þar var keypt skólataska og skólaföt. Þetta var grá Adidas-taska sem var geðveikt flott, gráar buxur og gráir skór. Árið 1986 var dálítið grátt eins og menn muna.“ Gói, eins og hann er gjarnan kallaður, var ákaflega spenntur eins og vera ber fyrir fyrsta skóladeginum. „Samt voru tilfinningarnar svo- lítið blendnar. Ég hafði verið á Grænuborg þar sem alltaf var svaka- lega gaman, þannig að maður var svolítið stressaður og með smá hnút í maganum. Austurbæjarskóli er stór skóli þannig að það var dálítið yf- irþyrmandi að ganga inn í portið. En svo tók á móti mér æðislegur kennari, Guðrún Halldórsdóttir sem kenndi mér alveg þar til í sjötta bekk og það var mikil sorg að þurfa að yfirgefa hana. En ég var heppinn því kenn- arinn sem tók við er algjör snillingur, Héðinn Pétursson, sem var umsjón- arkennari minn út skólagönguna svo ég var mjög heppinn með kennara.“ Hinn nýbakaði námsmaður naut skólagöngunnar út í ystu æsar fyrstu árin. „Mér fannst rosalega gaman að vakna alla morgna og var alltaf spenntur. Það skipti miklu máli að ég var alltaf í mjög góðum bekk og átti Alltaf spenntur á morgnana Frá útskrift úr Grænuborg „þar sem alltaf var svakalega gaman“. Stuttu síðar var Gói orðinn grunnskólastrákur. Sex ára á tímamótum Flest eigum við minningar tengdar fyrsta skóladeginum. Sjálf gleymi ég aldrei hvernig blóðið fraus mér í æðum þegar mamma játaði skömmustuleg haustið 1975 að hafa gleymt að skrá mig í sex ára bekk. Andartak hélt ég að ég fengi ekki að fara í skóla – ég sem var læs og allt – en óttinn reyndist ástæðulaus. Mér var tekið opnum örmum þegar skólabjöllunni var hringt í Álftamýrarskóla nokkrum dögum síðar. Í skrifræði nútímans er líklega lítil hætta á að margir sex ára krakkar upplifi slíkt en senni- lega eiga þeir sameiginlegt að vera spenntir og kannski með smáhnút í maganum. Alveg eins og þeir sem hér deila fyrstu skólaminningunum með lesendum SunnudagsMoggans. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.