SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 22.08.2010, Blaðsíða 17
22. ágúst 2010 17 „Svo gerir Benni þetta svo flott, hann flýgur yfir mig,“ segir Thor Vilhjálmsson og stendur upp, eftir að hafa kastað æfingafélaganum Benedikt Pálssyni yfir sig. Júdómennirnir taka sér aftur stöðu, skáldið og margfaldur Íslandsmeistarinn, og fyrr en var- ir er allt á hreyfingu. „Hugvitið,“ segir Thor og rúllar um gólfið. „Það kemst enginn langt í þessu nema nota höfuðið.“ Hann rís á hnén. „Þetta er fullt af tilbrigðum og hún er til æviloka þessi íþrótt.“ Svo veltur hann um dýnuna í taki Benedikts, en blaðamaður heyrir hann segja: „Endalaus tilbrigði …“ Eftir æfinguna lýsa þeir því að Bjarni Friðriksson hafi rifið upp starfið í Júdófélagi Reykjavík- ur. „Bjarni byggir upp kynslóðir og það gagnast þjóðinni,“ segir Thor. Þegar hann var um fimm- tugt og sextugt tók hann þátt í landsliðsæfingum með þeim Bjarna og Benedikt, sem þá voru í feiknaformi og veigruðu sumir sér við að mæta þeim. Æfingarnar fóru fram á fjórðu eða fimmtu hæð og Thor viðurkennir að hann hafi verið „dálítið þungur á sér stundum, þungur í stiganum“. „Svo rannstu niður stigann,“ segir Benedikt brosandi. „Maður slakar svo vel á á eftir.“ „Jóhannes Jóhannesson, kallaður Jói langi, var með vinnustofu í húsinu,“ segir Thor. „Eftir að við fluttum hafði hann orð á því að hann saknaði þess svo mikið að heyra dynkina þegar við köstuðum hver öðrum.“ Hann lítur í kringum sig í „óskaaðstöðunni“ í æfingahúsnæðinu í Ármúlanum. „Margrét var að segja mér að ég myndi vera elsti rithöfundur, sem er virkur á landinu. En ég finn ekki fyrir aldrinum. Nú skilur þú það kannski betur ...“ Júdó til æviloka „Kannski bara tólf sinnum. Mér finnst það eiga svo vel við, ekki síst núna, þegar ríður á öllu. Þeir sem eiga ein- hverja dáð, standi saman, nái saman, verði þjóð! Við höfum öll drög og allan arf til þess að magna okkur upp til þess að vera manneskjur og ná til annarra sem eru manneskjur. Mér finnst ég alltaf vera að lesa um að skera eigi niður íslenskukennslu í skólum. Mér finnst að það eigi að efla hana! Ef fólk nær valdi á sínu eigin máli, þá getur það orðið nokkuð öflugt.“ Má ekki eyðileggja öll vé Thor er ósáttur við það, þegar sambandið rofnar á milli kynslóða, afar og ömmur eru ekki nærri, og foreldrarnir að beita sér til þess að lifa af. En tengslin hafa rofnað á fleiri sviðum. „Stundum er því fleygt, að það borgi sig ekki að hafa landbúnað á Íslandi, hægt sé að fá matinn frá öðrum löndum, til dæmis Nýja-Sjálandi, með feiknaleg- um flygildum, og svo reikna þeir út margt og segja að landbúnaðurinn borgi sig ekki. En því er sleppt úr dæm- inu, sem ekki er hægt að reikna út, sem er mannrækt í sveitum og að landið haldist í byggð – sé ekki bara í sam- hneppingum í borgum.“ Thor dregur hring á borðið. „Ég er ekki að segja að fólk geti ekki haldið viti, þó að það búi í borg,“ bætir hann við og hlær við tilhugsunina. „En þá er nú stundum gott að fara á fjöll til að vera einn, á meðan ekki er búið að virkja alla fegurstu staðina, taka rafmagn úr Kerlingafjöllum og hvarvetna. Það þarf að standa fast á því að friða viss svæði. Reiknimeistarar og markaðsfræðingar geta sagt að við lifum á því að fá ferðamenn hingað, en það má ekki vera búið að eyði- leggja öll vé sem menn úr framandi borgum sækja til að finna fyrir sjálfum sér. „Stopp, stopp, stýrimann, stúlk- an að missa buxurnar,“ var sungið í rútubílunum í gamla daga.“ – Þá hefur verið meiri samgangur milli kynslóða? „Nú er svo mikið um aðskilnað, eldra fólk komið á sérstaka geymslustaði. Mér finnst brýnt að gamla fólkið og börnin nái saman, það hafi yndi af börnunum í ellinni og fái birtu af þeim og börnin aftur næringu af þeim og tengingu við þetta fólk, sem var á undan okkur. Það var ekkert auðvelt að vera til. Þá dettur mér oft í hug, og ég má ekki segja það, því ég minnist of oft á það, þegar Halldór Laxness lætur Jón Hreggviðsson segja: „Allir dóu sem gátu.““ Hann dreypir á kaffinu. Er kominn aftur á svörtu mið- in og gengur á kaffikvótann. „Það er þetta sem er svo eftirsóknarvert að hafa í huga, hvernig fólk gat lifað af, þegar allt virtist á móti, náttúran og heimurinn. Þá var hið gullna tár, að bók- menntirnar urðu til, fornsögurnar. Það er arfur okkar og allt mögulegt tengt við þann heim. Gleymum því ekki, að það var háski fyrir Íslendinga að komast annað, sigla yfir þetta haf og uppgötva lífið handan þess. Sumir kunnu hrafl í latínu og aðrir lítið. En það mátti ráða af svipnum hvað verið var að segja og menn reyndu að skilja allt, átta sig smám saman, hlaupa yfir löndin og fá fyrirgefningu páfans fyrir allar misgjörðir. Þannig kom- ust þeir í himnaríki líka. Og alltaf tók við nýtt og nýtt, hallir og turnar náðu alveg upp í ský, og í kirkjunum voru hljóðfæri fyllt hljómum. Svo komu menn löngu seinna aftur til Íslands, þessir strákar sem hlupu yfir löndin, með pan-evrópska menningu í farteskinu. Mér skilst að það hafi verið um þúsund bækur í klaustrinu á Þingeyrum og það var á við stærstu bókasöfn í Evrópu. Þetta heyrði ég frá Helga Guðmundssyni, sem er svo gáf- aður, faðir Egils sem hleypur með spegilinn. Þar voru allar helstu skyldubækurnar og jafnvel arabískar bækur, en þá voru arabískir spekingar líka að tengja við hell- enska menningu og lögðu sitt af mörkum.“ Og aftur er Thor hlaupinn út í heim. „Stundum tókust sættir og griðastaðir með stríðandi öflum á Spáni, þar sem þeir börðust í sjö hundruð ár, kristnir og márar. Einn kóngurinn hét Alfons spaki, sem orti og samdi tónlist. Ég hef grun um að þar hafi verið einhverskonar grið og umburðarlyndi – líka hjá vissum máraöflum á Suður-Spáni, sem komu frá Marokkó. Þar höfðu gyðingar og kristnir réttindi. Ef einhver þykist hafa nánasta sambandið við almættið, þá getur hann vel leyft sér að vera góður við aðra, sem hafa ekki eins góða guði.“ – Þú ert á þessum slóðum í heimildarmyndinni Draumnum um veginn. „Ég var á rölti í Santiago De Compostello með Erlendi Sveinssyni og Sigurði Sverri, sem eru afskaplega fínir fagmenn og listamenn á sínu sviði. Ég gekk og gekk í fimm vikur, ekki síst á hásléttu, þar sem grasið náði manni í geirvörtur ef vikið var af stígnum. Ég gekk þar upp, vindsveipur í þessu háa grasi og fjöll í fjarska, einn og einn maður á göngu, sem gekk nálægt manni og kannski smáflokkur, og blandaði geði stutta stund. Svo gekk maður aftur einn, og þegar leið að lokum, þá var ég kvaddur til þess að tala fyrir hönd göngumanna, og síðan til að fara út að heimsenda, þar sem heimurinn endaði – að hafinu. Ég var ekkert að blaðra um Leif heppna við heimamenn, best að láta það vera. Og þá átti að brenna af sér föt, eitthvert fat sem maður hafði haft á göngunni, fara út í hafið og koma upp úr því aftur.“ – Og þetta gerðirðu? „Já, já, ég gerði það. En maður kynnist svo mörgum, það var svo hollt fyrir mig. Ég fór með opnum huga, kynntist fólki úr allskonar aðstæðum. Snemma í göng- unni hitti ég mann, sem hefur mikil áhrif á mig ennþá. Hann hét John og kom frá London, var með bifreið þar sem rúmast allt mögulegt og kallaði á mig. Hann sat við borð og bauð mér te, það mátti vera kaffi minnir mig.“ Hann hlær. „Mig minnir það. Nei, kannski ég hafi drukkið te.“ – Það er líklega te, úr því hann kom frá London? „Hann var nú fleygur á hnattvísu,“ svarar Thor. „Ég komst einu sinni til Kína. Þá fékk ég allt öðruvísi te en ég hef fengið annars staðar. Ég drakk aldrei kaffi í Kína í þrjár vikur, kaffisvelgur þó ég sé hinn mesti.“ Þar með lýkur þeim útúrdúr skáldsins. „John frá London var vitur maður, sagði mér margt á skömmum tíma og bar með sér svo mikil gæði og mann- úð. Hann sagðist hafa komið til Spánar fyrst eftir að hafa orðið fyrir áfalli og frétt af þessari göngu. Þegar hann hafði gengið þrjá daga, gerði hann sér grein fyrir því, að ýmsir ættu ennþá sárara en hann. Þá fór hann að ferðast um á þessum vagni og fer þar sem hann veit af ein- hverjum í vandræðum, raun eða háska, og líknar þeim. Þetta er svo fallegt og göfugt, ekki nein tilgerð, heldur hreint og satt. Það hafði mikil áhrif á mig. Ég kynntist mörgum svona manneskjum.“ – En Thor, nú ert þú kominn töluvert við aldur? „Nei er það,“ svarar hann og hlær. „Ja hérna, ég hafði ekki áttað mig á því!“ – Var þetta ekki líkamleg áskorun fyrir þig? „Jú, en það var ekkert álitamál fyrir mig. Ég hef verið svo heppinn. Áður en það yrði um seinan, þá kynntist ég listgrein sem er japönsk og kallast júdó, japönsk glíma. Þegar ég var strákur voru menn í því að berja hver ann- an, voru í hnefaleikum og djöfulgangi, en mér var ekkert vel við það. Ef það væri eitthvað í hausnum, þá vildi ég ekki láta berja það úr mér.“ Nú fær Kristinn Ingvarsson ljósmyndari ekki orða bundist og skýtur inn í: „Ég æfði júdó einu sinni. Ég glímdi við þig og beið lægri hlut.“ „Nei, gerðirðu það, þú ert nú gjörvilegur maður,“ svarar Thor. „Þú verður þá að koma aftur! Þetta er nefni- lega íþrótt til ævinota. Oft þegar ég var búinn að vinna vel yfir daginn, var dálítið spenntur eftir átökin, þá var það besta sem ég gerði til að ná mér niður, að fara á erfiða júdóæfingu.“ Hann lítur á Kristin með blik í augum. „Þú skilur þetta …“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.