Morgunblaðið - 05.01.2010, Side 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010
FRÉTTASKÝRING
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
LÁGT gengi íslensku krónunnar
hefur komið útflutningsfyrirtækjum
sérstaklega vel. Eins og sagt var frá í
Morgunblaðinu í gær eru líkur á að
Actavis auki framleiðslugetu verk-
smiðju sinnar í Hafnarfirði.
Þá hefur Þörungaverksmiðjan hf.
nýverið fest kaup á nýju skipi og hug-
ar að stækkun, og þau fiskútflutn-
ingsfyrirtæki sem eru ekki sliguð af
erlendum skuldum standa mörg hver
vel.
„Það má segja að það séu að sumu
leyti kjöraðstæður til að stækka
núna,“ segir Jón Steindór Valdimars-
son, framkvæmdastjóri Samtaka iðn-
aðarins. Hann segist sannfærður um
að fleiri framleiðslufyrirtæki hugi að
því að stækka við sig.
Vissulega þarf að flytja flest aðföng
inn þegar ráðist er í stækkun verk-
smiðja, segir Jón Steindór. Á móti
komi að slæm verkefnastaða þeirra
sem fást við mannvirkjagerð hefur
orðið til þess að þeir eru tilbúnir til að
vinna verkin fyrir lægra verð.
Launin orðin samkeppnishæf
Þá hefur lægra gengi íslensku
krónunnar orðið til þess að lækka
laun hér á landi samanborið við önnur
lönd, sem sést m.a. á aukinni eft-
irspurn erlendis frá eftir vinnu ís-
lenskra verkfræðistofa.
Jón Steindór segir að launakostn-
aður geti verið stór hluti kostnaðar
við uppsetningu og rekstur verk-
smiðja. Mikil vinna fari t.d. í viðhald
og uppsetningu lagnakerfa, loftræsti-
kerfa og hreingerningu.
Gengið hefur verið Promens Dal-
vík ehf hagstætt, en um 70% þeirra
kerja sem fyrirtækið framleiðir eru
flutt út. Fyrir um ári flutti fyrirtækið
framleiðslutæki sem höfðu verið í
Noregi til Íslands, meðal annars sök-
um lægra gengis krónunnar, og segir
framkvæmdastjórinn Daði Valdi-
marsson gengið eiga stóran þátt í því
að tekjur fyrirtækisins hafi sjaldan
verið meiri en á síðasta ári.
Tíðin er ekki jafn góð hjá fyrir-
tækjum sem flytja inn hráefni til
framleiðslu sem seld er innanlands.
Kristján Geir Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Nóa Síríus, segir
að miðað við þá gríðarlegu hækkun
sem varð á verði aðfanga hafi árið
2009 verið nokkuð gott.
Hann segir aukningi hafa orðið í
útflutningi hjá fyrirtækinu. „Við ger-
um ráð fyrir að gengið verði áfram á
þessu róli. Því horfum við meira út
fyrir landsteinana.“
Sveiflur í krónunni hræða þó
marga sem standa í útfluningi frá því
að stækka við sig, segir Jón Steindór.
Undir það tekur Snorri Þorkelsson,
fjármálastjóri Marel ehf, sem segir
útilokað að fyrirtækið stækki hér á
landi á meðan núgildandi höft séu á
gjaldeyrisflutningum og óvissa ríkir í
efnahagsmálum.
Staða til stækkunar
Framkvæmdastjóri SI sannfærður um að framleiðslufyrir-
tæki hugi að stækkun „Kjöraðstæður til að stækka núna“
Þörungaverksmiðjan hf. festi í haust kaup á nýju skipi og vinnur að breyt-
ingum á því. „Ef endurnýjunin fer eins og við vonumst eftir er möguleiki á
talsverðri stækkun,“ segir Atli Georg Árnason, framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins. Verði ráðist í stækkunina er von á að framleiðslugeta fyrirtækis-
ins tvöfaldist, og starfsmönnum fjölgi um 15 stöðugildi úr 32. Langstærsti
hluti framleiðslu fyrirtækisins er fluttur út, að miklu leyti sem íblöndunar-
efni í lyf en þangið þykir hafa mjög góða bindieiginleika. Þörungaverk-
smiðjan sækir þang og þara til vinnslu víðsvegar í Breiðafirði, og segir Atli
Georg metuppskeru hafa verið á árinu 2009. Auk þess hafi það eins og önn-
ur útflutningsfyrirtæki hagnast á lágu gengi krónunnar.
Góð tíð hjá Þörungaverksmiðjunni
Morgunblaðið/Þorkell
Fleiri huga að stækkun Fyrirhugað er að auka framleiðslugetu Actavis á Íslandi um helming. Framkvæmdastjóri
Samtaka iðnaðarins telur að fleiri framleiðslufyrirtæki hugi að stækkun, enda séu aðstæður til þess hagstæðar.
Góðar aðstæður eru til að
stækka framleiðslufyrirtæki og
verksmiðjur um þessar mundir,
enda vinna við mannvirkjagerð
ódýrari en oft áður sökum verk-
efnaskorts og lægra gengis.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
FORSTJÓRI Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja (HSS), Sigríður Snæ-
björnsdóttir, gerir ýmsar athuga-
semdir við nýlega skýrslu heilbrigðis-
ráðuneytisins,
sem unnin var að
beiðni heilbrigðis-
ráðherra, um end-
urskipulagningu
sjúkrahúsþjón-
ustu á suðvestur-
horni landsins.
Skýrslunni sé í
mörgu ábótavant,
hún sé gildishlað-
in og horfi ein-
göngu á þann
möguleika að flytja starfsemi frá
Kragasjúkrahúsunum svonefndu á
Landspítalann en mögulegur ávinn-
ingur sé ekki skoðaður af því að flytja
starfsemi frá Landspítala á Kraga-
sjúkrahúsin, sem eru auk HSS; Heil-
brigðisstofnun Suðurlands á Selfossi,
St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og
Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á
Akranesi.
Sigríður segir Álfheiði Ingadóttur
heilbrigðisráðherra hafa haft rétt fyr-
ir sér í Morgunblaðinu 29. desember
sl., er hún sagði að skýrslan væri fyrst
og fremst verkfæri til ákvarðanatöku.
Hins vegar verði ekki umflúið að
horfa einnig á lög um heilbrigðisþjón-
ustu og hlutverk sjúkrahúsa, hverjar
séu þarfir íbúanna og hvernig þeim
verði best mætt á sem hagkvæmastan
hátt.
Sigríður segir Kragasjúkrahúsin
geta tekið við meiri þjónustu. Þannig
geti HSS tekið við 200 fæðingum í við-
bót án lítils viðbótarkostnaðar, miðað
við núverandi fjölda fæðinga sem var
um 275 á nýliðnu ári. Einnig geti HSS
bætt við sig skurðaðgerðum í ýmsum
sérgreinum án mikils tilkostnaðar.
„Kragasjúkrahúsin eru í mörgu vel
búin og eiga að veita íbúum á sínu
svæði almenna heilbrigðisþjónustu en
alltof margir þurfa að sækja almenna
þjónustu til Reykjavíkur. Þannig
þjóna þau hlutverkum sínum í sam-
ræmi við lög og um leið getur Land-
spítalinn betur sinnt þeim sérhæfðu
verkefnum sem honum einum eru
ætluð,“ segir Sigríður.
Hún bendir einnig á að skýrslan
horfi ekki á þann mikla beina og
óbeina kostnað sem fylgi flutningi
sjúklinga og aðstandenda milli stofn-
ana, þ.e. úr heimabyggð á Landspít-
alann. Ekki sé heldur litið á þann
kostnað sem verði til ef spítalinn tek-
ur við verkefnum af Kragasjúkrahús-
unum, eins og vegna húsnæðisbreyt-
inga og viðbótar starfsfólk. „Einnig
þarf að hugsa til enda hvað eigi að
gera við starfsfólk á Kragasjúkrahús-
unum. Á að setja það á biðlaun, á að
bjóða því flutning til Reykjavíkur eða
setja það á atvinnuleysisbætur?“ spyr
Sigríður og bendir á að Suðurnesjum
sé mesta atvinnuleysi á landinu.
Kragasjúkra-
húsin geta
tekið við meiru
Gagnrýnir skýrslu heilbrigðisráðherra
Morgunblaðið/Golli
Sjúkrahús Ýmsir möguleikar eru
taldir á sparnaði í rekstri.
Í HNOTSKURN
»Meðal helstu niðurstaðnaskýrslu ráðuneytisins er
að spara megi frá 1.400 til
1.700 milljónir króna með
flutningi verkefna milli Land-
spítala og Kragasjúkrahúsa.
»Heilbrigðisráðherra sagðií blaðinu fyrir viku að
skýrslan væri verkfæri til
ákvarðanatöku, en ekki
ákvarðanir „að ofan“.
Sigríður
Snæbjörnsdóttir
PÁLL Pálsson prestur
er látinn, 82 ára að
aldri. Páll var fæddur
26. maí 1927 í Reykja-
vík. Foreldrar hans
voru Þuríður Kára-
dóttir og Páll Sveins-
son yfirkennari við
Menntaskólann í
Reykjavík.
Páll lauk stúdents-
prófi frá MR 1949 og
kennaraprófi 1955.
Hann varð cand. theol.
frá HÍ 1957. Hann las
lögfræði við HÍ í þrjú
ár, einkum íslenskan
kirkjurétt. Páll var kennari við
Gagnfræðaskólann við Lindargötu
1951 til 1962. Sóknarprestur í Vík í
Mýrdal 1962 til 1965. Kennari við
barna- og unglingaskólann í Vík og
prófdómari við barnaskólann í
Litla-Hvammi og Héraðsskólann í
Skógum. Hann starfaði sem fulltrúi
í stofnlánadeild landbúnaðarins í
Búnaðarbanka Íslands 1966 til
1968. Endurskoðandi hjá Loftleið-
um hf. 1968 til 1973. Kennari við
MR 1969 til 1972.
Prestur við Fríkirkj-
una í Reykjavík 1972
til 1973. Fulltrúi í rík-
isendurskoðun 1973 til
1975. Páll var sóknar-
prestur í Bergþórs-
hvolsprestakalli frá
1975 þar til hann lét
af störfum 1997. Einn-
ig kenndi hann við
Barnaskóla Vestur-
Landeyja 1976 til
1980.
Páll er höfundur
bókanna Fermingar-
undirbúningur (1963)
og Fermingarkverið (1990). Hann
þýddi bækurnar Leiðbeiningar,
Bænalíf eftir Andrew Murray
(1960) ásamt þremur öðrum bókum
trúarlegs eðlis. Páll hélt fyrirlestra
og ræður víða um land frá 1980.
Eftirlifandi eiginkona Páls er
Edda Carlsdóttir þjónustustjóri á
Sólheimum í Grímsnesi og eign-
uðust þau soninn Njál 1976,
slökkviliðs- og sjúkraflutningamann
í Reykjavík.
Andlát
Páll Pálsson
sóknarprestur Auglýsing um
innlausnarverð verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs
NAFNVERÐ INNLAUSNARVERÐ*
Flokkur: 1989 2.fl. A 10 ár
Innlausnardagur: 15. janúar, 2010
kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
35.800
71.600
358.001
716.002
7.160.020
5.000,00
10.000,00
50.000,00
100.000,00
1.000.000,00
* Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram hjá bönkum og sparisjóðum um land allt.
Reykjavík, 5. janúar 2010
SEÐLABANKI ÍSLANDS