Morgunblaðið - 05.01.2010, Síða 9

Morgunblaðið - 05.01.2010, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010 FUGLAVERND vill minna fólk á að fóðra smáfuglana nú þegar vetur brestur á af fullum þunga. Fugl- arnir þurfa fjölbreytta fæðu og eig- inlega hefur hver tegund sinn mat- seðil. Sem dæmi um fóður má nefna brauð, epli, fitu, kjötsag, sólblóma- fræ, kurlaðan maís og hveitikorn. Fita er það fóður sem hentar flest- um fuglum vel. Nánari upplýsingar um fóðrun má finna á vef Fuglaverndar, www.fuglavernd.is og á garð- fuglavefnum. Morgunblaðið/ÞÖK Muna smáfuglana JÓLIN verða kvödd á Selfossi með þrettándagleði á morgun. Farin verður blysför frá Tryggvaskála að brennustæði við tjaldsvæði Gest- húsa þar sem kveikt verður í þrett- ándabálkesti. Þar verður flug- eldasýning, jólasveinar kveðja og álfar og tröll mæta á svæðið. Gaman væri að sjá sem flesta í trölla-, álfa- eða jólasveinabún- ingum. Þrettándagleðin á Selfossi AÐALFUNDUR Sjómannafélags Íslands var haldinn 29. desember sl. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem mótmælt var afnámi sjó- mannaafsláttarins. Um leið og ráð- ist væri á kjör sjómanna með af- námi sjómannaafsláttarins hefðu sjómenn að auki tekið á sig skerð- ingar í lífeyrissjóðum sínum. Sjó- menn hefðu notið sérstakra skat- takjara í yfir 50 ár sem væru þó mun lægri en í nágrannalöndunum. Sjómannaafsláttur HÁTT í 100 manns mættu á fund skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi og Sjómannafélagsins Jötuns, sem haldinn var í Alþýðu- húsinu í Vestmannaeyjum 30. des- ember sl. Krafa fundarmanna var sú að sjómannafélög og útvegs- menn sneru bökum saman gegn þeim sem vilja afnema sjó- mannaafslátt. „Ríkisstjórn Íslands er búin að setja sjávarútveginn í uppnám, sjómenn eru sárir, reiðir og finnst sem þeir séu sviknir,“ seg- ir Bergur Kristinsson, formaður Verðandi. Hitafundur í Eyjum STUTT Ef vatn kemst í vax útikerta er hætta á að heitt vaxið skvettist á fætur og hendur nálægra Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Andrea Helga, 11 ára Mjódd, sími 557 5900 Útsalan er hafin Verið velkomnar Enskuskóli Erlu Ara auglýsir enskunám í Hafnarfirði með áherslu á tal Verð 24.000 kr. fyrir 10 vikur (20 kennslustundir) Styrkt af starfsmenntunarsjóðum Þú ert velkomin í heimsókn og tekur ákvörðun eftir fyrsta tíma hvort þú viljir taka þátt Skráning stendur yfir í síma 891 7576 og erlaara@simnet.is Skipuleggjum námsferðir til Englands fyrir hópa og einstaklinga. Sjá nánar um starfsemi skólans á www.enskafyriralla.is enskafyriralla.is Eddufelli 2, sími 557 1730 Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is Ú T S A L A Jakkaföt Stakir jakkar Stakar buxur Kakí- og Flauelsbuxur Frakkar Vetrarúlpur 30% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.