Morgunblaðið - 05.01.2010, Síða 11

Morgunblaðið - 05.01.2010, Síða 11
Jónmundur Guðmarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, segir að ekki hafi tekist að afla upplýsinga um styrki til allra 140 aðildarfélaga Sjálfstæðisflokksins en sú vinna sé umfangsmeiri en hjá öðrum flokkum. Þess í stað hafi verið ákveðið að birta ein- göngu upplýsingar um styrki sem flokksskrifstofan aflaði. Upplýs- ingar um heildarstyrki yrðu birtar þegar þær lægju fyrir. Jónmundur segir að ástæðan fyrir því að enginn styrktaraðili er nafngreindur sé sú að mönnum þyki rétt að bíða eftir því að heild- armyndin liggi fyrir. „Þegar heild- armyndin liggur fyrir um fjölda styrktaraðila mun Sjálfstæðis- flokkurinn hafa samband við stærstu styrktaraðila varðandi birtingu upplýsinga,“ segir hann. Sjálfstæðiflokkurinn safnar upplýsingum Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is FYRIR þingkosningarnar í vor varð mikil umræða um fjármál stjórn- málaflokka og styrki til þeirra á ár- unum áður en ný lög um fjármál stjórnmálasamtaka tóku gildi árið 2007. Í nýju lögunum er stjórnmála- flokkum bannað að taka við framlög- um sem eru hærri en 300.000 krónur frá sama lögaðila á ári. Engin slík tak- mörk voru áður í gildi eins og greini- lega sést í upplýsingum frá flokkun- um sem birtar eru á vef Ríkisendurskoðunar. Ekki skylda heldur „ósk“ Umræðan um styrki sem flokkarn- ir tóku við áður en nýju lögin tóku gildi varð til þess að síðastliðið sumar ákváðu allir stjórnmálaflokkar á Al- þingi að setja inn bráðabirgðaákvæði í lögin um að flokkarnir veiti upplýs- ingar um styrkveitingar á árunum 2002-2006. Þar sem ýmis vandkvæði eru á því að láta lög gilda afturvirkt var ákveðið að Ríkisendurskoðun myndi birta upplýsingarnar „að ósk“ stjórnmálasamtakanna. Engin ákvæði eru um að flokkarnir séu skuldbundnir til að birta upplýsing- arnar. Sambærileg ákvæði voru sett um frambjóðendur í prófkjörum og forvölum. Upplýsingarnar átti að birta fyrir árslok 2009. Samanburður erfiður Í bráðabirgðaákvæðinu eru skýr fyrirmæli um hvernig upplýsingarnar skulu settar fram. Það er hins vegar afar misjafnt hversu vel flokkunum hefur gengið að fara eftir þeim. Við lauslega athugun virðist raunar sem Framsóknarflokkurinn sé sá eini sem fari í öllu eftir fyrirmælunum. Þetta misræmi í upplýsingagjöf gerir sam- anburð á milli flokkanna að sjálfsögðu afar snúinn. Mest munar um að Sjálfstæðis- flokkurinn birtir eingöngu upplýsing- ar um styrki sem borist hafa flokks- skrifstofunni en ekki styrki til flokksfélaga, líkt og hinir flokkarnir þrír. Þá er enginn styrkveitandi nafn- greindur í upplýsingunum frá Sjálf- stæðisflokknum en í lögunum segir að tilgreina skuli þá aðila sem hafa veitt framlag að fjárhæð 500.000 krónur eða meira, nema viðkomandi hafi krafist trúnaðar. Til samanburðar má benda á að af þeim 90 lögaðilum sem styrktu Sam- fylkinguna eru nöfn 10 ekki birt og af 70 lögaðilum sem styrktu Framsókn- arflokkinn á þessum árum óskuðu 30 nafnleyndar. Aðeins einn lögaðili styrkti Vinstrihreyfinguna – grænt framboð um meira en 500.000 krónur en það voru Samvinnutryggingar ehf. sem veittu styrk upp á eina milljón. Stórstyrkir árið 2006 Sjálfstæðisflokkurinn fékk hæstu styrki frá einstaklingum og lögaðilum árið 2006 en Samfylkingin og Fram- sóknarflokkurinn fylgdu fast í kjölfar- ið. Hjá Sjálfstæðisflokknum munaði mest um tvo 30 milljóna styrki, ann- ars vegar frá FL-Group og hins vegar Landsbankanum en síðar var ákveðið að endurgreiða þá. Hæstu styrkir til Samfylkingarinnar og Framsóknar- flokksins voru frá KB-banka upp á 11,5 og 11 milljónir. Gósentíð hjá flokkunum árið 2006  Samanburður á flokkum erfiður  Sjálfstæðisflokkur enn að afla gagna og ætlar að hafa samband við styrktaraðila varðandi birtingu upplýsinga  Kraftur í fjáröflun áður en ný lög gengu í gildi Framlög til stjórnmálaflokka * Eingöngu framlög sem bárust flokksskrifstofu Sjálfstæðisflokkurinn* Lögaðilar og einstaklingar 2002 51.679.000 2003 72.029.000 2004 59.848.000 2005 42.645.000 2006 104.207.000 Samtals 330.408.000 Alls: 330.408.000 Framsóknarflokkurinn Lögaðilar Einstaklingar 2002 13.644.785 7.265.386 2003 46.204.717 5.520.138 2004 17.448.171 7.115.518 2005 7.879.072 4.724.369 2006 95.471.967 9.374.231 Samtals 180.648.712 33.999.642 Alls: 214.648.354 Samfylkingin Lögaðilar Einstaklingar 2002 5.228.459 4.164.310 2003 33.143.459 3.687.738 2004 4.477.160 4.269.917 2005 5.793.159 7.031.959 2006 102.378.666 18.165.635 Samtals 151.020.903 37.319.559 Alls: 188.340.462 Vinstri græn Lögaðilar Einstaklingar 2002 2.411.842 2.820.862 2003 8.763.280 3.244.367 2004 1.950.500 2.990.397 2005 2.294.000 3.342.791 2006 14.840.500 7.502.612 Samtals 30.260.122 19.901.029 Alls 50.161.151 Í HNOTSKURN » Alls fengu flokkarnir fjór-ir styrki upp á 351 milljón árið 2006, rétt áður en ný lög sem takmörkuðu mjög styrk- veitingar einkaaðila gengu í gildi. » Lagasetningin kom flokk-unum ekki á óvart því þeir unnu sjálfir að gerð þeirra. » Áður en ný lög um fram-lög til stjórnmálaflokka gengu í gildi var styrkjum afl- að án þess að styrktaraðilar gætu gert ráð fyrir því að greint yrði frá nöfnum þeirra. Birting á nafni skal ávallt byggjast á samþykki viðkom- andi. Frá 2002 til 2006 fengu fjórir stærstu stjórnmálaflokkarnir samtals 784 milljónir í styrki frá lögaðilum og einstaklingum. Hæstu styrkina þáðu þeir árið 2006 áður en ný lög gengu í gildi. Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is EIN af forsendum þess að horfum varðandi lánshæfismat ríkisins hjá Standard & Poor’s var breytt úr nei- kvæðum í stöðugar var sú að forseti Íslands muni staðfesta lög um ríkis- ábyrgð tryggingasjóðs innistæðu- eigenda. Þetta segir John Chamb- ers, stjórnarformaður nefndarinnar, sem metur lánshæfi fullvalda ríkja hjá S&P. Fram kemur í matinu að Icesave- skuldbindingarnar muni auka skuld- ir ríkissjóðs umtalsvert en hinsvegar muni lausn málsins tryggja aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum og styrkja þar með gjaldeyrisvara- sjóðs Seðlabanka Íslands. Það síðar- nefnda er sagt mikilvægt skref í átt að afnema gjaldeyrishöftin. Mat S&P byggir á þeirri grundvallarfor- sendu að afnámi gjaldeyrishafta fylgi ekki enn frekara gengisfall ís- lensku krónunnar en slíkt myndi meðal annars auka skuldabyrði vegna erlendra lána og grafa undan hagvaxtarhorfum og getu ríkissjóðs til þess að standa undir afborgunum á erlendum lánum. Gjaldeyrishöftin afnumin Að sögn Chambers býst S&P við því að gjaldeyrishöftin verði afnumin hægt og bítandi eftir því sem að- stæður leyfa. Það er að segja að þeg- ar væntingar erlenda fjárfesta og innlendra á arðsemi fjárfestinga hér á landi færast nær og Seðlabankinn sitji á nægilega digrum sjóð til þess að geta gripið inn í vegna ófyrirséðr- ar þróunar á gjaldeyrismarkaði. Segja má að gengisþróun hér á landi og þróunin á aflandsgengi íslensku krónunnar hafi verið veikburða mælikvarði á þær væntingar. Síðast- liðið haust hafði aflandsgengið færst verulega nær seðlabankagenginu en í kjölfar þess að gjaldeyrishöftin voru hert fyrir nokkru það fyrr- nefnda hækkað mikið. Í gær var seðlabankagengi krónunnar gagn- vart evru tæpar 180 krónur en af- landsgengið á bilinu 260 til 280. Chambers segir afar mikilvægt fyrir stjórnvöld að ráðast í niður- skurð á útgjöldum ríkisins sem fyrst og bendir jafnframt á að synjun á Icesave-samkomulagsins og uppnám á samstarfinu við IMF í kjölfarið myndi leiða til þess að niðurskurðar- þörfin yrði enn meiri en hún er í dag. Fram kemur í mati S&P að ólíklegt er að stjórnvöld nái því takmarki að koma fjárlögum í jafnvægi árið 2013. Hinsvegar er gert ráð fyrir að heild- arskuldir ríkisins nái hámarki í ár og verði um 130% af landsframleiðslu og lækki svo smám saman eftir það. S&P gefur sér stað- festingu á Icesave Lánshæfismat byggir á að afnám hafta kalli ekki á gengisfall Morgunblaðið/Ómar Forsenda Nýtt lánshæfismat Standard & Poor’s byggir á þeirri forsendu að afnám gjaldeyrishafta leiði ekki til mikils gengisfalls krónunnar. VIÐSKIPTAVINUR Nova varð heldur óhress á gamlársdag þegar hann hugðist nýta afganginn af svo- kallaðri frelsisinneign sinni til að hringja nokkur símtöl í gsm-síma sínum. Í ljós kom að Nova hafði fellt niður afganginn af desemberinn- eign hans og annarra viðskiptavina en látið janúarinneignina byrja að telja. Liv Bergþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Nova, sagði þetta hafa verið gert að ósk margra við- skiptavina og sé í samræmi við samningsskilmála. Viðskiptavinurinn sem um ræðir keypti farsíma af Nova og með í kaupunum fylgdi að hann fékk inn- eign upp á 2.000 krónur á mánuði í eitt ár. Á gamlársdag átti hann eft- ir um 500 krónur af inneign sinni fyrir desember og hugsaði sér að nota hana enda hafði hún hingað til dugað til fyrsta dags hvers mán- aðar. Nova felldi hins vegar af- ganginn af inneigninni niður og setti næsta mánuð inn, þ.e. janúar- inneignina. Liv Bergþórsdóttir benti á að inneign með símatilboðum Nova gildi í 30 daga í senn. Hins vegar gildi inneign oft lengur en skilmál- arnir segja til um. Í þessu tilviki hafi margir haft samband og óskað eftir því að ný inneign yrði sett inn til þess að þeir ættu örugglega inn- eign á gamlárskvöldi. Viðskipta- vinir hafi fengið sent sms-skeyti með sólarhringsfyrirvara um hvernig málum yrði háttað að þessu sinni. runarp@mbl.is Inneignin hjá Nova hvarf á gamlársdag Ný inneign var sett inn að ósk margra HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða unglingsstúlku 300 þúsund krónur í bætur fyrir ólöglega frels- issviptingu. Stúlkan var handtekin á Akureyri ásamt þremur karlmönnum í ágúst árið 2008 og var haldið í fangaklefa í 12 stundir yfir nótt. Stúlkan, sem var 14 ára þegar þetta gerðist, fór í ökuferð með tveimur kunningjum sínum, pilti á líku reki og 17 ára pilti. Síðan bættist 27 ára karlmaður í hópinn. Hópurinn fór og lék golf í Eyjafjarðarsveit en þegar hann kom aftur til Akureyrar stöðvaði lögregla bílinn en hann reyndist vera stolinn. Allt var fólkið vistað í fanga- geymslum en karlmennirnir þrír voru grunaðir um fleiri afbrot. Í ljós kom síðar að stúlkan tengdist ekkert afbrotunum. Lögreglan sagði síðar að vistun stúlkunnar í fangaklefa hefði miðast við nauðsynlega rannsókn málsins og hefði henni verið sleppt um leið og lögreglan taldi að málið væri nægj- anlega upplýst. Dómurinn taldi hins vegar að lög- reglu hefði borið að tilkynna barna- verndarnefnd um málavexti og kalla til fulltrúa hennar ef nauðsynlegt var talið að grípa til frekari úrræða gagnvart stúlkunni. Hefði frelsis- svipting hennar verið ólögmæt. Ólafur Ólafsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Fær skaðabætur fyrir ólöglega frelsissviptingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.