Morgunblaðið - 05.01.2010, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.01.2010, Qupperneq 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is HÆSTA bygging heims, Burj Dubai, var tekin í notkun með mikilli viðhöfn í miðborg Dubai í gær þrátt fyrir gríðarlegan skuldavanda furstadæmisins. Burj Dubai, eða „Dubai-turn“ á arabísku, er 828 metr- ar á hæð og tvisvar sinnum hærri en Empire State- byggingin í New York. Turninn er úr steinsteypu, stáli og um 26.000 glerplötum, sem glitra í eyðimerkursólinni, og sést í 95 kílómetra fjarlægð. Í byggingunni eru alls 1.044 íbúðir og 49 skrif- stofuhæðir. Í turninum verður einnig 160 herbergja hót- el, sem nefnist Armani. Búist er við að um 12.000 manns búi eða vinni í byggingunni. Byggingarframkvæmdirnar hófust árið 2004 þegar mikill efnahagsuppgangur var í furstadæminu. Fyrirtækið Skidmore, Owings and Merrill, sem er með höfuðstöðvar í Chicago, hannaði turninn. Einn hönnuðanna, Bill Baker, sagði að turninn hefði upp- haflega átt að verða ívið hærri en Taipei 101-turninn, sem er 508 metrar á hæð og næsthæsta bygging heims, en eigandi turnsins, fasteignafélagið Emaar Properties, hefði hvað eftir annað beðið hönnuðina að hækka bygg- inguna. „Við hönnuðum miklu hærri byggingu en við töldum mögulegt í fyrstu. Við lærðum mikið á þessu verkefni. Ég tel að við getum auðveldlega hannað kílómetra háan turn,“ hafði fréttastofan AFP eftir Baker. Fasteignaverð lækkaði um 50% Við hönnun turnsins þurfti að taka mið af því að mjög hvasst getur orðið í svo mikilli hæð og byggingin var reist nálægt misgengislínu, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Dubai hefur safnað miklum skuldum á síðustu árum vegna gríðarlegrar uppbyggingar og fjárfestingaæðis í krafti nánast óhefts aðgangs að lánsfé vegna olíu- auðlinda sem verða uppurnar innan 20 ára. Fyrirtæki í eigu furstadæmisins hafa meðal annars reist sjö stjarna hótel og háhýsi, sem snúast í hringi. Eitt þeirra hugðist einnig byggja nýjan „Heim“, fjölda tilbúinna smáeyja í líki ýmissa þjóðlanda en saman áttu þær síðan að mynda heimsálfurnar. Á eyjunum átti að reisa glæsivillur eins og þær gerast bestar og selja þær fína, fræga og ríka fólkinu. Dubai-menn þurftu að slá þessum framkvæmdum á frest vegna hruns á fasteignamarkaðnum í furstadæm- inu. Verð flestra fasteigna í Dubai hefur lækkað um 50% á rúmu ári og búist er við að það lækki um allt að 30% til viðbótar. Hafa selt um 90% turnsins Þrátt fyrir þetta hrun hefur fjárfesting Emaar Pro- perties í Dubai-turninum skilað hagnaði, einkum vegna þess að fyrirtækið notaði eigið fé til að kaupa lóðina og seldi flestar íbúðirnar og skrifstofuhæðirnar áður en hrunið varð. Fréttavefur BBC hefur eftir stjórnarformanni Emaar Properties, að um 90% húsnæðisins hafi verið seld og sama hlutfall verði tekið í notkun. Flestar íbúðirnar og skrifstofurnar seldust á tveimur dögum þegar salan hófst árið 2004. Sumir fjárfestanna högnuðust mjög á fjárfestingunni því verðið á húsnæðinu tvöfaldaðist á fjórum árum. Viðbúið er hins vegar að þeir sem keyptu húsnæðið þeg- ar það var dýrast tapi á fjárfestingunni vegna hruns fast- eignamarkaðarins. Sérfræðingar telja að erfitt verði fyr- ir fjárfesta að finna fyrirtæki sem vilja greiða nógu háa leigu fyrir skrifstofurými í turninum til að fjárfestingin borgi sig. Um 60.000 manns voru viðstaddir athöfnina í gær þeg- ar turninn var lýstur upp með flugeldum og ljósa- og leysigeislasýningu. 800 metrar 700 600 500 400 300 200 100 HÆSTU BYGGINGAR HEIMS Lokið Petronas- turnarnir Kuala Lumpur, Malasíu 1998 1 World Trade New York, Bandaríkjunum 2013 Burj Dubai Dubai, Sameinuðu arabísku furstadæmunum 2010 Taipei 101 Taipei, Taívan 2004 Heimildir: Emaar Properties, Emporis buildings, Dubai Mall, www.burjdubaiskyscraper.com, www.burjdubai.com Turninn er miðkjarni Burj-hverfisins og nýrrar miðborgar í Dubai Hæðir - 162 Hæð - 828m Kostnaður - 100 milljarðar króna Met - Hæsta bygging, þak, mastur, íbúðarhæð veraldar Kostnaðurinn um 2.500 milljarðar króna Alls um 2.000 ferkm 24.000 fermetra garðar og 120.000 ferm vatn sem búið var til Um 30.000 íbúðir og 9 hótel Fyrstu íbúarnir hafa þegar flust inn og íbúðir í turninum hafa verið afhentar MIÐBORG DUBAI BURJ DUBAI Turninn Burj Dubai var vígður í gær, en hann er hæsta bygging heims og meira en 800 metrar á hæð TURNINN Í DUBAI Hlutföllin eru ekki rétt Garðar Íbúðar- turnar Burj Dubai Lake- hótelið Gamli bærinn Lágreist íbúðarhús í hefðbundnum arabískum stíl Verslanamiðstöð Ein af stærstu verslana- miðstöðvum heims, með sædýrasafni og skautasvelli SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN ÓMAN SÁDI-ARABÍA Abu Dhabi Dubai Pe r s a f l ó i 150 km Ytri klæðning Hönnuð sérstaklega til að þola mikinn sumarhita 541 m 508 m 452 m 828 m 160 + Tæki 156-159 Fjarskipti, útvarp og sjónvarp 155 Tæki 139-154 Fyrirtækjasvítur 136-138 Tæki 125-135 Fyrirtækjasvítur 124 Útsýnishæð 123 Hraðlyfta 122 Veitingahúsið At.mosphere 111-121 Fyrirtækjasvítur 109-110 Tæki 77-108 Íbúðir 76 Hraðlyfta 73-75 Tæki 44-72 Íbúðir 43 Hraðlyfta 40-42 Tæki 38-39 Armani-hótelsvítur 19-37 Íbúðir 17-18 Tæki 9-16 Armani-íbúðir 1-8 Armani-hótel Jarðhæð Armani-hótel B1-B2 Bílastæði, tæki SKIPULAG HÆÐA TURNSINS Hæsta bygging heims í notkun í miðborg Dubai Tvisvar sinnum hærri en Empire State í New York STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum hertu í gær reglur um öryggisgæslu á flugvöllum til að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn gætu laumað sprengjum í farþegaþotur. Þá var að minnsta kosti þremur sendiráðum í Jemen lokað þar sem óttast var að liðsmenn al-Qaeda væru að undirbúa árásir á þau. Áður hafði hreyfingin al-Qaeda á Arabíuskaga hvatt til árása á sendi- ráð í Sanaa, höfuðborg Jemens. Þar- lendir fjölmiðlar sögðu í gær að sendiráðunum hefði verið lokað eftir að sex vörubílum, fullum af vopnum og sprengiefni, hefði verið ekið inn í borgina. Bílarnir hefðu komist und- an her- og lögreglumönnum sem reyndu að veita þeim eftirför. Sendiráð Bandaríkjanna, Bret- lands og Frakklands í Sanaa voru lokuð í gær og öryggisgæsla var aukin við önnur sendiráð og flugvöll borgarinnar. Farþegar frá 14 löndum sæta sérstöku eftirliti Hreyfingin al-Qaeda á Arabíu- skaga starfar einkum í Jemen og Sádi-Arabíu. Hún hafði áður lýst því yfir að hún hefði staðið fyrir tilraun 23 ára gamals Nígeríumanns til að sprengja farþegaþotu í loft upp á leiðinni til Detroit í Bandaríkjunum á jóladag. Tilraunin varð til þess að banda- rísk yfirvöld hertu reglur sínar um öryggisgæslu á flugvöllum til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Til- kynnt var í gær að allir farþegar flugvéla sem koma frá fjórtán lönd- um ættu að sæta nákvæmara eftirliti og leit en aðrir. Í öllum löndunum nema einu, Kúbu, eru múslímar í meirihluta og bandarísk yfirvöld voru sökuð um að mismuna fólki eft- ir þjóðerni. bogi@mbl.is Óttast árásir á sendiráð í Jemen Bandarísk yfirvöld auka öryggiseftirlit Í HNOTSKURN » Bandarísk yfirvöld hafasakað fjögur ríki – Kúbu, Íran, Súdan og Sýrland – um að styðja hryðjuverka- starfsemi. » Hertar öryggisreglurbandarískra yfirvalda eiga að ná til allra farþega frá þess- um fjóru löndum og eftirfar- andi ríkjum: Afganistan, Alsír, Írak, Líbanon, Líbíu, Nígeríu, Pakistan, Sádi-Arabíu, Sómal- íu og Jemen. JACOB Zuma, forseti Suður-Afríku (t.h.), dansar á brúðkaupi sínu í þorp- inu Nkandla í KwaZulu Natal-héraði í gær. Zuma, sem er 67 ára fjölkvænismaður, kvæntist þá Thobeka Madiba, sem er 30 árum yngri. Fyr- ir átti hann tvær eiginkonur og önnur þeirra tók þátt í athöfninni en hin var heima til að undirbúa brúðkaupsveisluna. Zuma hefur kvænst alls fimm konum, en skildi við eina þeirra og ein fyrirfór sér fyrir níu árum. Hermt er að forsetinn sé að undirbúa sjötta brúðkaupið. Reuters Kvæntur þremur konum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.