Morgunblaðið - 05.01.2010, Side 17
17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010
Myndað Siv Friðleifsdóttir er ein af þeim sem fallið hefur fyrir sjósundi og stundar það af kappi. Hér er hún í hlutverki ljósmyndara þegar nýárssund sjósundkappa fór fram á fyrsta degi ársins.
Ómar
FLJÓTLEGA eftir
að hrunið reið yfir
haustið 2008 fór ég
eins og aðrir að leita
svara við spurningum
eins og hver ber
ábyrgð, hvernig gat
þetta gerst, hvað voru
eftirlitsstofnanir að
gera? Eftir að hafa
fylgst með þessu um
tíma og heyra marga af
okkar fremstu spekingum í við-
skiptum og hagfræði innan háskóla-
samfélagsins fjalla um þessi mál þá
fannst mér ég vera litlu nær um
raunverulega orsök hrunsins. Það
sem manni fannst einna mest sláandi
var hve margir þessara fræðimanna
töldu sig hafa séð hrunið fyrir og
jafnvel varað við því. Það er hægt að
festast í því að bendla ákveðnar per-
sónur hér á landi við hrunið, efna-
hagskrísan er hins vegar alþjóðleg
og því hljóta fleiri þættir að koma
hér við sögu.
Það segir sig ef til vill sjálft að í
efnahagskrísum eru flestir aðalger-
endurnir, þ.e. starfsmenn og yf-
irmenn banka, eftirlitsaðila, fyr-
irtækja og annarra viðskiptastofnana
með svipaða menntun. Helst ber að
nefna nám í viðskiptafræði, hag-
fræði, verkfræði, lögfræði og jafnvel
einhvers konar sérnám tengt þess-
um grunnfræðum, eins og verð-
bréfamiðlun og endurskoðun. Það
sem stýrir umhverfi þessara lyk-
ilpersóna er regluverk sem kann að
vera svipað milli landa en er þó
sjaldnast nákvæmlega eins. Í þessari
grein mun ég í stuttu máli vekja at-
hygli á ábyrgð háskóla.
Þáttur fræðimanna
Þegar maður heyrir innlenda sem
erlenda fræðimenn fjalla um öll þau
mistök sem gerð voru í aðdraganda
hrunsins, þá vakna spurningar eins
og hverjir kenndu meginþorra
starfsmanna þessara viðskiptastofn-
ana, fyrirtækja, eftirlitsaðila og
banka? Voru það ekki fræðimenn-
irnir sem hafa verið leiðandi í því að
útskýra þau mistök sem gerð voru?
Það er hægt að svara þessari spurn-
ingu játandi og neit-
andi að ég held. Það
eru einnig fræðimenn
sem lítið fer fyrir, er-
lendir sem innlendir,
sem aðhylltust þá
stefnu sem talin er
hafa leitt umfram aðr-
ar til efnahagskrís-
unnar. Eins og í svo
mörgu, þá voru sumir
sem töldu að stefnan
sem leiddi til hrunsins
væri í lagi meðan aðrir
vöruðu við henni. En
hvað er hægt að gera? Hvar liggur
ábyrgð fræðimanna? Á t.a.m. að
veita öllum þeim háskólakennurum
áminningu sem aðhylltust stefnuna
sem leiddi til hrunsins? Enginn hef-
ur í raun gengið svo langt að leggja
það til, menn tala helst um ólíka
hugmyndafræði innan hagfræðinnar
og þar við situr.
Námið í háskólum
Almennt virðist það vera þannig
að fræðimennirnir sem aðhylltust þá
hugmyndafræði sem leiddi til hruns-
ins hafi tapað þessari baráttu en mat
manna sé jafnvel að þeirra tími muni
koma aftur, það sé bara spurning
hvenær. Ef það eru ekki fræðimenn-
irnir/kennararnir sem bera ábyrgð,
er það þá námið, námsefnið? Er eitt-
hvað sem nemendum var ekki
kennt? Ef svo er, liggur þá ekki
beinast við að innkalla þær gráður
og hvetja fólk til að setjast á skóla-
bekk á ný og bæta við sig því sem
upp á vantar? Fáir hafa gengið svo
langt að leggja það til. Er óeðlilegt
að velta þessu upp og spyrja þessara
spurninga? Það fer ekki milli mála
að langflestir sem gegndu lykilhlut-
verki í hruninu hér og erlendis hafa
svipaðan akademískan bakgrunn. Að
mínu mati hefur í raun háskóla-
samfélagið sloppið ótrúlega vel í allri
þeirri umræðu sem sprottið hefur
upp í kjölfar hrunsins og þáttur há-
skóla hefur að mjög takmörkuðu
leyti verið skoðaður.
Páll Skúlason, fyrrverandi há-
skólarektor, hefur einna helst tekið
upp þessa umræðu um þátt Háskól-
ans í hruninu og velt því upp hvort
ekki hafi skort á siðfræðikennslu við
deildir skólans. Einnig hefur Páll
spurt hvort Háskólanum beri ekki
að kalla aftur þessa fyrrverandi
nemendur sína rétt eins og fyr-
irtækjum er skylt að kalla inn gall-
aða vöru sem þau hafa sent á mark-
aðinn?
Viðbrögð háskóla
Hver eiga viðbrögð háskóla al-
mennt að vera við ástandi eins og
því sem upp kom hér haustið 2008?
Eiga þau að felast í endurskoðun á
námskrá og þá sérstaklega þeim
greinum sem aðalleikendur í hruninu
höfðu numið? Þurfa háskólar ekki að
endurskoða framlag þeirra sem sinnt
hafa kennslu við háskóla en jafn-
framt verið í störfum hjá þeim við-
skiptastofnunum, eftirlitsaðilum og
bönkum sem mesta ábyrgð bera á
hruninu hér á landi? Hægt er að
velta upp fleiri spurningum en ég
læt hér við sitja að sinni.
Hvernig sem á það er litið er
menntun helstu gerenda í hruninu
háskólamenntun og sú vitneskja er
nægjanleg fyrir háskóla til að hefja
ákveðna endurskoðun á námskrá,
námsefni og kennsluháttum. Annað
er óábyrgt og háskólar verða að axla
sína ábyrgð líkt og aðrir, status quo
er alls ekki viðunandi. Viðbrögð há-
skóla mættu vera meiri en vert er að
nefna að eitt af fræðasviðum Há-
skóla Íslands, verkfræði- og nátt-
úruvísindasvið, hefur nú brugðist við
og tekið ákvörðun um að gera
kennslu í siðfræði, rökhugsun og
samfélagsábyrgð að skyldugrein í
námi á 1. ári. Þetta er vissulega
skref í rétta átt og ber að taka því
fagnandi, en betur má ef duga skal.
Eftir Pétur Berg
Matthíasson » Að mínu mati hefur í
raun háskólasam-
félagið sloppið ótrúlega
vel í allri þeirri umræðu
sem sprottið hefur upp í
kjölfar hrunsins og þátt-
ur háskóla hefur að mjög
takmörkuðu leyti verið
skoðaður.
Pétur Berg Matthíasson
Höfundur er stjórnmála- og
stjórnsýslufræðingur.
Háskólamenntun
í kjölfar hrunsins
VINNU-
MÁLASTOFNUN
er á góðri leið með
að drepa þau fyrir-
tæki sem sinna
vinnumiðlun hér á
landi. Þetta gerir
þessi ríkisstofnun
með því að bjóða at-
vinnurekendum
ókeypis atvinnuaug-
lýsingar og aðstoð
við að útvega fólk til starfa.
Þetta er þjónusta sem atvinnu-
rekendur hafa hingað til þurft
að borga sjálfir í viðskiptum við
einkafyrirtæki. En hver hafnar
tilboði um ókeypis þjónustu?
Auðvitað er þessi þjónusta
ekkert ókeypis. Skattgreiðendur
bera kostnaðinn af rekstri
Vinnumálastofnunar, þannig að
þeir borga þessa „ókeypis“
vinnumiðlun ríkisins í stað þess
að atvinnurekendur geri það
sjálfir.
Atvinnulausir eru hvattir til
að sækja um störf sem eru aug-
lýst ókeypis á vefsíðu Vinnu-
málastofnunar. Vinnumálastofn-
un hefur ráðið fjölda manna til
að sinna þessari „ókeypis“
vinnumiðlun fyrir atvinnurek-
endur. Á meðan þurfa einkafyr-
irtæki í þessari atvinnugrein að
draga saman seglin og segja upp
fólki. Einhvern tímann hefði það
þótt saga til næsta bæjar að
Vinnumálastofnun gerði fólk at-
vinnulaust.
Vinnumálastofnun er reyndar
skylt samkvæmt lögum til að
halda skrá yfir laus störf sem
bjóðast og miðla upplýsingum
um þau til atvinnuleitenda. En
stofnunin heldur einungis skrá
yfir laus störf sem auglýst eru
hjá henni, en ekki þau sem aug-
lýst eru annars staðar. Skráin
yfir laus störf er því ómarktæk.
Þetta hreina og klára lögbrot
Vinnumálastofnunar undir-
strikar hversu fáránlegt það er
að láta stofnunina reka „ókeyp-
is“ vinnumiðlun í skjóli meintrar
skráningar á lausum störfum.
Atvinnurekendur
þurfa ekkert á þess-
ari ölmusu skatt-
greiðenda að halda.
Starfsmannaráðn-
ingar eru einfaldlega
hluti af rekstrar-
kostnaði.
En þetta er ekki
eina lögbrot Vinnu-
málastofnunar í gír-
ugheitum hennar við
að reka vinnumiðlun
ríkisins. Í lögum um
stofnunina segir að hún skuli
leita eftir nánu samstarfi við
aðra þjónustuaðila á þessum
markaði. Ég hef spurt nokkra
aðila í þessari atvinnugrein
hversu náið samstarf Vinnu-
málastofnunar sé við þá og hef
uppskorið hlátur. Raunin er sú
að Vinnumálastofnun leitar ekki
út á við til annarra þjónustuaðila
og kynnir sér ekki einu sinni
laus störf á vefsíðum þeirra. Í
stað þess að leita til fyrirtækja
með þekkingu af atvinnumiðlun,
þá ræður Vinnumálastofnun
starfsfólk til að annast þessa
sömu þjónustuna og lætur skatt-
greiðendur borga reikninginn.
Og til að drepa nú örugglega
einkafyrirtækin sem sinna
vinnumiðlun, hefur ríkisstofn-
unum og ríkisfyrirtækjum verið
uppálagt að nota einungis
„ókeypis“ þjónustu Vinnu-
málastofnunar. Sveitarfélögin
hafa fylgt í kjölfarið.
Þetta er mikil óheillaþróun.
Ríkið á ekki að stunda undirboð
í samkeppni við einkafyrirtæki.
Þar að auki er engin þörf fyrir
þessa „ókeypis“ vinnumiðlun og
hún er stunduð á fölskum for-
sendum meintrar skráningar á
lausum störfum.
Vinnumiðlun
ríkisins
Eftir Ólaf
Hauksson
Ólafur Hauksson
» Atvinnurekendur
þurfa ekkert á ölm-
usu skattgreiðenda að
halda við starfsmanna-
ráðningar.
Höfundur er atvinnurekandi.