Morgunblaðið - 05.01.2010, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.01.2010, Qupperneq 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010 ✝ Ólafur BenónýGuðbjartsson fæddist í Bjarma- landi í Grindavík 4. janúar 1949. Hann lést sunnudaginn 27. desember sl. Hann var sonur hjónanna Maríusar Guðbjarts Guðbjartssonar frá Selárdal í Arn- arfirði, f. 23. sept. 1900, d. 23. jan. 1987 og Danheiðar Þóru Daníelsdóttur frá Garðbæ í Grinda- vík, f. 20. jan. 1912, d. 17. nóv. 1995. Bjuggu þau lengst af í Bjarmalandi í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Systir Ólafs er Sólveig Guðbjört, f. 3. mars 1940, gift Agn- ari Guðmundssyni, f. 8. júní 1940 og eiga þau 5 börn. Hinn 24. maí 1969 kvæntist Ólaf- ur Önnu Marý Kjartansdóttur, f. 1. feb. 1950 og eignuðust þau 3 börn. Þau eru: 1) Heiðbjört Þóra, f. 14. nóv. 1969, gift Páli Ólafssyni, f. 17. des. 1968. Dætur þeirra eru Alda, f. 11. nóv. 1989, Anna Dís, f. 5. júní 1992 og Harpa Lind, f. 7. feb. 1998. 2) Reynir Freyr, f. 20. feb. 1972, d. 26. apríl 1990. 3) Ómar Davíð, f. 23. apríl 1978, í sam- búð með Berglindi Benónýsdóttur, f. 9. ágúst 1982, börn þeirra eru Ólafur Reynir, f. 23. feb. 2003 og Bríet María, f. 13. nóv. 2006. Eftir barna- skólagöngu lauk Ólafur gagnfræða- prófi frá Héraðsskól- anum á Laugarvatni. Að loknum gagn- fræðaskóla gegndi hann hinum ýmsu störfum þ.á.m. sjómennsku en lengst af vann hann þó við skrifstofustörf. Hann tók þátt í bæjarmálum, sat í bæjarstjórn og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið og einnig fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Var hann virkur félagi í Björgunarsveitinni Þorbirni til margra ára. Ólafur lagði stund á búskap með for- eldrum sínum í Bjarmalandi á yngri árum. Eftir þeirra dag tók hann við búskapnum og sinnti honum til dauðadags. Útför Ólafs fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, þriðju- daginn 5. janúar, kl.14. Kveðja frá eiginkonu. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Minnig þín lifir. Anna Kjartansdóttir. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Elsku pabbi minn, mikið er sárt að kveðja þig nú þegar við fylgjum þér síðasta spölinn, degi eftir 61 árs afmælisdaginn þinn. Ég veit að þér líður vel núna, búinn að hitta Reyni og það voru klárlega miklir fagnaðarfundir. Litli nafni þinn sagði að nú væri afi búinn að hitta Reyni og þið væruð búnir að kíkja í kaffi til langömmu og langafa. Mikið á ég eftir að sakna þín. Sofðu rótt. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson.) Þín dóttir, Heiðbjört. Ólafur Benóný Guðbjartsson  Fleiri minningargreinar um Ólaf Benóný Guðbjartsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. þegar þú varst að spila með KR og síðar Fylki. Þar komst ég að því að þú varst góður fótboltamaður og ég varð satt að segja montin yfir því að þú hefðir verið svona góður. Eins fékk ég nú oft að heyra það þegar fólk komst að því að ég væri dóttir þín, þá heyrðist gjarnan: „Nú, ertu dóttir hans Jóns Kr.?“ og síðan fylgdu sögur í kjölfarið. Mig langaði svo til þess að æfa fótbolta en það var ekki jafn auðvelt þá og það er í dag. Síðan bauð ein vinkona mín mér með sér á æfingu hjá Val en málið var að þær voru á svo ókristi- legum tíma á sunnudagsmorgnum að það voru ekki nema nokkrir vagnar farnir að keyra á þessum tíma. Þannig að þú fannst út að best væri að taka vagn nr. 11 niður á Hlemm og labba/hlaupa síðan alla Snorrabrautina og þaðan yfir Hringbrautina til þess að komast á æfingarnar hjá Val. Síðan fórstu með mér eina ferð og kenndir mér leiðina. Þú og mamma komuð nán- ast á alla leikina sem ég spilaði og var það ómetanlegur stuðningur. Þegar ég horfi til baka þá varstu alltaf svo duglegur að leika við mig og Guðnýju systur. Þar er efst í huga táadansinn, feluleikur, borð- tennis, fótbolti og síðan var stund- um gripið í spil. Barngóður varstu með eindæmum, börnin löðuðust að þér. Þú varst einstaklega góður afi, þú varst alltaf tilbúinn í einhvern leik með börnunum mínum eða bara til þess að tala og ísinn var allt- af tilbúinn handa þeim í frystinum, enda gekkstu undir nafninu ísmað- urinn. Elsku pabbi, það er enn hálf- óraunverulegt að þú sért farinn og sársaukinn er svo ofboðslega mikill, ég vil bara að þú komir aftur. Ég reyni að hugga mig við það að þú sért á góðum stað núna og þér líði vel. Bless, elsku pabbi minn. Þín elskandi dóttir, Berglind. Elsku afi. Það er sárt að þurfa að setjast niður núna um jólin og minnast þín. Þetta eru búin að vera skrýtin jól, enginn afi í hangikjöts- boðinu á jóladag sem við erum búin að sækja alla tíð og þar af leiðandi enginn „afaís“, enginn táadans og ekkert hægt að plata í feluleik eins og venjan var. Það er ótrúlegt hvað þú varst alltaf tilbúinn í hvað sem við báðum þig um að gera, allt frá feluleiknum upp í hárgreiðsluleik þar sem við fengum að bleyta hárið þitt svo að úr draup en alltaf var brosið þitt uppi og svo var spurt hvort ekki eigi að gera meira. En svo varstu líka alltaf tilbúinn að gefa okkur ís og var það hluti af heimsóknunum að fá að kíkja í frystinn þar sem alltaf var nóg til. Við munum hugga okkur við að núna ert þú kominn á betri stað þar sem þú átt örugglega eftir að vaka yfir okkur og passa að ekkert slæmt gerist. Takk fyrir þennan stutta tíma sem okkur var gefinn með þér. Þú munt ekki gleymast. Þín afabörn, Kristberg Óli, Dagný Heiða, Bjarki Freyr og Guðný Sunna. Í dag kveð ég hann Jón, pabba hennar Beggu æskuvinkonu minnar. Maður fer að hugsa til baka og rifj- ast upp margar góðar og skemmti- legar minningar. Hann var mér mjög kær. Hann vann um tíma á skiptistöð- inni fyrir strætó í Mjóddinni og þeg- ar ég kom þar með son minn sem var þá svona 3-4 ára þá flýtti hann sér í skápinn sinn og alltaf leyndist þar eitthvert góðgæti sem að sjálfsögðu sló í gegn hjá guttanum. Eftir að ég flutti aftur í Stífluselið fyrir nokkrum árum rakst ég reglu- lega á hann því hann var mikið á göngu um hverfið, manni hlýnaði alltaf við að hitta hann, hann sýndi okkur svo mikla hlýju, alltaf svo glaður að sjá okkur. Þannig var hann Jón, alveg ein- staklega góður maður og mikil barnagæla. Ég á eftir að sakna hans mikið. Elsku Begga mín og fjölskylda, Magga og Guðný, megi guð styrkja ykkur í sorginni. Ragnheiður Þórólfsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Jón Kristberg Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. hafði skipulagt öll sín mál þegar hann vissi að hverju stefndi. Hann kom heim til Íslands frá Danmörku til að deyja og vera með sínum nán- ustu síðasta spölinn. Hann var sátt- ur við alla. Við félagarnir ræddum að sjálfsögðu um veiðiferðir, flug- ferðir til Akureyrar og annað skemmtilegt. Það eru ferðir sem við förum seinna, þegar við hittumst aftur. Sendi innilegar samúðarkveðjur til barna Martins og aðstandenda frá okkur Maju og börnum okkar. Blessuð sé minning Martin Meyer. Jón Atli Kristjánsson. Martin Meyer vinur minn er lát- inn. Hann fluttist til Akureyrar frá Álafossi 1953 og settist þá í Barna- skóla Akureyrar eins og lög gerðu ráð fyrir. Hann þekkti engan í bekknum og var Akureyri þá fremur lokað samfélag. Mér er það minn- isstætt að í fyrstu frímínútunum í skólanum sagði Martin „Strákar eigum við ekki að koma að elta stelpurnar?“ Við Martin vorum ná- grannar á Ytri-brekkunni og tókst fljótlega með okkur góð vinátta. Faðir hans hafði mikið yndi af stangveiði og vorum við oft dögum saman með honum við veiðar í Reykjadalsá, auk þess sem við poll- arnir stunduðum veiðar. Ég minnist þess þegar við gengum yfir Fljóts- heiðina til veiða í Skjálfandafljóti og veiddum oft eins mikið og við treyst- um okkur til að bera til baka yfir heiðina. Margt var brallað á þessum árum og þóttum við m.a. liðtækir til sprengjugerðar fyrir áramótin. Þeg- ar fram liðu stundir skildu leiðir eins og gengur en gott samband okkar hélst alla tíð, ekki síst eftir að alvar- leg veikindi fóru að hrjá hann, sem síðar tókst að ráða bót á í Dan- mörku. Aldrei kom ég til Akureyrar án þess að heimsækja foreldra hans, Bryndísi og Gerhard, þótt Martin væri löngu fluttur annað. Martin lést á líknardeild Landspítalans eftir stutta sjúkdómslegu þar. Hann flutti heim frá Danmörku fyrir skömmu þegar ljóst var að hverju stefndi, til að geta verið nálægt ætt- ingjum og vinum síðustu vikurnar. Við Ásgerður sendum börnum hans og öðrum ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Gunnar Eydal. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI BRYNJÓLFSSON, Rauðalæk 16, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 20. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. janúar kl. 13.00. Ólöf Guðný Geirsdóttir, Örn Árnason, Ragnheiður Karlsdóttir, Geir Árnason, Sigrún Aðalsteinsdóttir, Ólöf Árnadóttir, Pétur Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG BÖÐVARSDÓTTIR, Íragerði 5, Stokkseyri, lést á Kumbaravogi laugardaginn 2. janúar. Einar Ólafsson, Sigrún Kristín, Kári Böðvars, Jóhanna H. Óskarsdóttir, Óskar Ingi, Tómas Þór, Anna Margrét og langömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSTA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR ljósmóðir, Brunnum 25, Patreksfirði, lést þriðjudaginn 22. desember. Útför fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 9. janúar kl. 13.30. Aukaferð með Baldri frá Stykkishólmi kl. 9.00 og tilbaka kl. 18.00. Guðmundur L. Sverrisson, Sigurborg Sverrisdóttir, Loftur Gunnarsson, Heiður Þ. Sverrisdóttir, Gísli Hafsteinsson, Gísli E. Sverrisson, Nanna L. Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona og amma, SIGUREY GUÐRÚN LÚÐVÍKSDÓTTIR, Jörundarholti 4, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 26. desember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 7. janúar kl. 14.00. Þorsteinn Kristinn Jóhannesson, Lúðvík Þorsteinsson, Nanna Sigurðardóttir, Jóhann Þorsteinsson, Kristín Halla Stefánsdóttir, Rúna Dís Þorsteinsdóttir, Hilmar Smári Sigurðsson, Lúðvík Björnsson, Björn Lúðvíksson, Þórunn Sveina Hreinsdóttir, Fjóla Lúðvíksdóttir, Jóhann Þór Sigurðsson og ömmubörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA SIGURLÁSDÓTTIR, Reynistað, Vestmannaeyjum, lést á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum laugar- daginn 2. janúar. Útför hennar fer fram frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 9. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbavörn Vestmannaeyja. Sigþóra Jónatansdóttir, Gísli Eiríksson, Aðalsteinn Jónatansson, Þóra Björg Thoroddsen, Þór Vilhelm Jónatansson, Eva Hrönn Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.