Morgunblaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010
✝ Jóna Guðrún Ís-aksdóttir fæddist
á Hofteigi 16 í
Reykjavík 13. maí
1958. Hún lést á deild
11E á Landspít-
alanum við Hring-
braut síðastliðna Þor-
láksmessu. Foreldrar
hennar voru Ísak Jón
Sigurðsson járn-
smiður, f. á Ísafirði
11. janúar 1928, d.
22. maí 2007, og
Greta N. Ágústs-
dóttir húsmóðir og
starfsmaður á Fálkaborg og
Grensásdeild, f. í Reykjavík 29.
desember 1931, d. 15. júlí 2004.
Jóna var næstelst í hópi fjögurra
systkina en hin eru: Benjamín
Ágúst, f. 1. nóvember 1955, Birna,
f. 28. júní 1960, og Vera Björk, f.
13. desember 1968.
Jóna giftist 16. júní 1979 Óskari
Jóhanni Óskarssyni, nú kerfisstjóra
hjá Arion banka, f. 26. júní 1954.
Foreldrar hans eru (Guðmundur)
Óskar Jóhannsson fyrrum kaup-
hjá Loftleiðum þar sem hún kynnt-
ist verðandi manni sínum Óskari.
Þau hófu sambúð sína að Aust-
urbrún 27 en bjuggu eftir það í
Breiðholti. Jóna lagði mikið upp úr
móðurhlutverkinu og heimilishaldi
en vann einnig ýmis hlutastörf m.a.
hjá Áfengis- og tóbaksverslun rík-
isins ásamt því að stunda nám við
kvöldskóla Fjölbrautaskólans í
Breiðholti þaðan sem hún útskrif-
aðist árið 1994. Jóna starfaði til
skamms tíma hjá Morgunblaðinu en
varði stærstum hluta starfsævi
sinnar, rúmum fimmtán árum, hjá
Lánasýslu ríkisins, sem nú er sam-
einuð Seðlabanka Íslands. Jóna hélt
hlýtt og kærleiksríkt heimili með
Óskari þar sem fjölskylda, vinir, ná-
grannar og vinir barna þeirra voru
ávallt velkomnir og vel tekið. Leiðir
Jónu og Óskars skildu árið 2001 og
eftir það bjó Jóna með yngstu dótt-
ur sinni til skamms tíma í Kópavogi
en síðustu árin að Hrísateigi 16 í
Laugarneshverfi. Jóna helgaði líf
sitt að mestu börnum sínum og
barnabörnum.
Jóna verður jarðsungin frá
Laugarneskirkju í dag, þriðjudag-
inn 5. janúar, og hefst athöfnin kl.
11.
Hún verður jarðsett við hlið
barnabarns síns í Gufunesi.
Meira: mbl.is/minningar
maður og starfs-
maður hjá Borg-
arverkfræðingi, f. í
Bolungarvík 25. maí
1928 og Elsa Frið-
riksdóttir, húsmóðir
og fyrrum starfs-
maður hjá Borg-
arverkfræðingi, f. í
Borgarnesi 23. júlí
1929 .
Börn Jónu og Ósk-
ars eru: 1) Greta Ósk
bókmenntafræð-
ingur, f. 28. desem-
ber 1979. Börn henn-
ar eru Ragnar Andri Gretuson, f.
27. júní 2005, d. 28. júní 2005 og
Friðrik Anton Markús Gretuson, f.
27. júní 2005. 2) Jóhann Fannar, f.
11. maí 1982. 3) Lísa Hlín, f. 26.
maí 1987.
Jóna bjó fyrstu æviár sín á Bald-
urshaga við Rauðavatn en flutti 10
ára gömul með fjölskyldu sinni á
Hjaltabakka 12. Jóna lagði stund á
fimleika með Ármanni og hóf ung
störf m.a. við fiskverkun og á fjalla-
hóteli í Tromsø í Noregi. Jóna vann
Í dag kveðjum við Jónu okkar. Það
er erfitt að sætta sig við það að hún sé
fallin frá. Við gerðum okkur vonir um
að hún ætti eftir lengri tíma með
börnum sínum, tengdabörnum, dótt-
ursyni, systkinum og öðrum ástvin-
um. Við fylgdumst með baráttu
hennar við krabbameinið og sáum
hversu sterk og æðrulaus hún var,
hvernig hún barðist og hversu mikið
hún lagði á sig til að ná bata, í lokin
var hún búin að sætta sig við ástand,
sem ekki varð ráðið við.
Hún var einstaklega hlý og góð
kona, hún hafði svo góða nærveru.
Við þökkum henni fyrir hversu góð
hún var alltaf okkur öllum. Við eigum
margar dýrmætar minningar um
Jónu frá ferðalögum okkar, veislum
og samverustundum, fyrir það erum
við þakklát. Margar skemmtilegustu
æskuminningar barna okkar eru
tengdar Jónu, Dedda, og krökkunum
þeirra.
Þegar þeirra börn voru lítil bauð
hún öllum frændsystkinum þeirra
heim til að föndra og mála piparkök-
ur fyrir jólin, börnin okkar voru alltaf
til í að gista hjá henni, Dedda og
krökkunum. Hún gerði besta köku-
kremið og svo mætti lengi telja. Við
erum þakklát fyrir að hafa átt hana
að í þau rúmlega 30 ár sem hún var
hluti af okkar lífi. Foreldrar okkar
þakka henni fyrir hversu góð tengda-
dóttir hún var þeim.
Við sendum elsku Gretu, Friðriki
Antoni, Jóa, Öldu, Lísu, Pétri, systk-
inum hennar, Dedda bróður okkar og
öðrum ástvinum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Elsku Jóna, hvíldu í
friði, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Helga, Rósa og Friðrik Þór (Fiffó.)
Elsku Gunna mín.
Ég veit ekki alveg hvernig ég á að
byrja. Þetta er svo óraunverulegt allt
saman. Þú ert búin að vera svo dug-
leg og æðrulaus í þessum veikindum
allan tímann.
Ég veit heldur ekki alveg hvernig
við tökumst á við lífið án þín því þú
ert búin að vera svo stór partur af því
alla tíð.
Mig langar til að þakka þér fyrir
allt í gegnum tíðina því við höfum
sannarlega getað deilt súru og sætu
systkinin alla tíð.
Nú hefðir þú sennilega sagt við
mig: „Jæja, við skulum reyna að vera
ekki mjög væmin.“
Elsku Gunna mín, þú ert búin að
vera dásamleg mamma og amma og
systir.
Ég bið góðan guð að vera með
Gretu og Friðriki, Jóa og Öldu, Lísu
og Pétri og okkur öllum á þessum
erfiðu tímum.
Sérstakar þakkir til Karítas hjúkr-
unarteymis og starfsfólks Landspít-
alans á 11 E.
Þín alltaf,
Birna systir.
Kveðjustundin er sár en minning-
arnar svo fagrar; minningarnar um
konu sem bjó yfir þeirri náðargáfu að
geta sameinað fólk og látið því líða
vel. Þó að þrekið hafi smám saman
dvínað blómstraði kærleikurinn sem
fyrr.
Jóna Guðrún unni börnum sínum
meira en orð fá lýst og því skilur frá-
fall hennar óhjákvæmilega eftir sig
stórt skarð í lífi þeirra systkina.
Elsku Greta, Jói, Lísa og Friðrik
Anton ömmustrákur; ég votta ykkur
dýpstu samúð mína og vona að þið
getið sótt styrk í hvert annað og þær
fjölmörgu manneskjur er móðir ykk-
ar snerti með einskærri ljúfmennsku
sinni, ást og hlýju. Ég álít mig afar
lánsaman að vera á meðal þeirra og
veit að minning Jónu mun lifa um
ókomin ár.
Árni Viðar Þórarinsson.
Elsku Jóna Guðrún, mikið á ég eft-
ir að sakna þín, ég trúi því ekki að þú
sért farin. Við fengum okkur hádeg-
ismat og spjölluðum áður en ég flutti
til útlanda, ekki grunaði mig að það
væri í síðasta sinn sem ég myndi hitta
þig í þessu lífi.
Minningar um þær yndislegu
stundir sem við áttum saman hellast
yfir mig og fyllist ég hlýju og gleði
þegar ég hugsa til þeirra. Alltaf varst
þú svo glöð og hress. Þú varst alltaf
til staðar fyrir mig, kenndir mér svo
margt, ég á þér svo margt að þakka.
Þú barðist svo hetjulega við þennan
sjúkdóm og alltaf hélt maður í vonina
um að þú myndir vinna þessa bar-
áttu.
Ég sendi elsku Gretu, Jóa, Lísu og
gullmolanum þínum honum Friðriki
Antoni mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur, ásamt öðrum ættingjum. Megi
guð vera með ykkur á þessum erfiðu
tímum.
Með tár í augum kveð ég þig að
sinni, elsku Jóna Guðrún mín.
Þín vinkona,
Birna Aronsdóttir.
Jóna Guðrún
Ísaksdóttir
HINSTA KVEÐJA
Kaldur morgunn, kvalið tár,
hvarfst í heima nýja.
Yljar mér um ókomin ár
elsku knúsið hlýja.
Sjáumst síðar, hetjan mín.
Þín litla systir,
Vera Björk.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
JÓN ÞÓRARINN STEFÁNSSON
bifvélavirki,
Dofraborgum 42,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju fimmtu-
daginn 7. janúar kl. 13.00.
Jónína V. Sigurðardóttir,
börn og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar
okkar og bróður,
HLYNS ÞÓRS SIGURÐSSONAR,
Grófarseli 18,
sem lést miðvikudaginn 25. nóvember.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki, stjórn
og 2. flokksráði Knattspyrnudeildar ÍR sem og
starfsfólki Ölduselsskóla fyrir ómetanlega aðstoð og stuðning.
Einnig viljum við þakka öllum þeim sem heiðrað hafa minningu Hlyns
Þórs með framlagi inn á minningarsjóð í hans nafni.
Sigurður B. Arnþórsson, Aðalheiður Diego,
Arnþór Sigurðsson,
Kristján Þór Sigurðsson.
✝
Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir,
sonur, bróðir og afi,
GUÐMUNDUR HEIÐAR GUÐJÓNSSON
frá Bakkagerði,
Ystaseli 21,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu laugardaginn 26. desember,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju fimmtudaginn
7. janúar kl. 13.00.
Halldóra Sigurðardóttir,
Heiðrún Ásta Guðmundsdóttir, Andrew James Scrimshaw,
Sigurjón Már Stefánsson,
Ásta Sólveig Stefánsdóttir,
Guðjón Guðmundsson,
systkini og afastrákar.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur hlýhug og vináttu vegna andláts
RANNVEIGAR H. ÓLAFSDÓTTUR,
Hólavegi 3,
Þingeyjarsveit.
Arngrímur Konráðsson,
Helga Arngrímsdóttir, Sigmundur Sigmundsson,
Ólafur Arngrímsson, Torfhildur G. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
RANNVEIGAR J. BALDVINSDÓTTUR,
Öldugerði 18,
Hvolsvelli.
Ólafur Ólafsson,
Ólafur Ólafsson, Jakobína Vilhelmsdóttir,
Baldvin Guðni Ólafsson, Praparat Ólafsson,
Ásta Halla Ólafsdóttir, Garðar Gunnar Þorgilsson,
Ingibjörg Ýr Ólafsdóttir, Oddur Árnason,
ömmu- og langömmubörn.
AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN
Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey.
Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar
í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim
degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst
af stærð blaðsins hverju sinni.
Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag,
verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á
vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu.
Netgreinarnar eru öllum opnar.
Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu,
er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi
tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.:
Birtingardagur Skilatími
Mánudagsblað Hádegi föstudag
Þriðjudagsblað Hádegi föstudag
Miðvikudagsblað Hádegi mánudag
Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag
Föstudagsblað Hádegi miðvikudag
Laugardagsblað Hádegi fimmtudag
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is – smella á reitinn Senda efni
til Morgunblaðsins – þá birtist val-
kosturinn Minningargreinar ásamt
frekari upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar