Morgunblaðið - 05.01.2010, Síða 27
Menning 27FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010
Eftir þetta á maður
bara eftir að spila
með Metallica. Þá getur
maður dáið sáttur 28
»
Okkur er boðið í sérkennilegaveislu ringulreiðar meðBjarna Bjarnasyni í rit-gerðasafni, sem hann nefn-
ir Boðskort í þjóðarveislu. Bókin
fjallar um gildi, bókmenntir og sam-
félag en athyglinni er mest beint að
rithöfundum. Bjarni vinnur út frá
þeim andstæðuhugmyndum að menn
séu ýmist náttúrumanngerðir eða
stórborgarmanngerðir. Í þessu um-
hverfi óhlutbundinna hugtaka eru
flestir íslenskir rit-
höfundar og lista-
menn meira og
minna að leita að
hinum raunsanna
Íslendingi í sér.
Samkvæmt Bjarna
er leitin vondur „po-
pularismi“. Fantas-
ían er betri kostur. Íslendingar eru
flestir samkvæmt honum náttúru-
manngerðir á leið að verða stórborg-
armanngerðir. En í útrásinni rákust
þessar manngerðir illa á með þeim af-
leiðingum sem öllum eru kunnar.
Mikill hluti ritgerðanna fjallar um
höfunda af yngri kynslóðum og beinist
áhugi Bjarna greinilega mikið að
þeim. Er ýmislegt gott um þá umfjöll-
un að segja þó að mér finnist höfundur
fulldómharður á köflum. En einnig fá
nokkrir af hinum eldri að fylgja með,
einkum þeir sem sem hann flokkar
sem þjóðlega raunsæismenn. Þeir
byggi um of á þjóðlegum rótum og
sögu Íslands í sjálfsleit sinni. Sú bók-
menntastefna hverfist um þrjú hugtök
sem rekja má til Snorra Hjartarsonar,
land, þjóð og tungu, og íslenskir höf-
undar reyna að nota til að slá ryki í
augu útlendinga enda vilja hinir út-
lendu menn helst sjá staðalmyndir af
íslenskum bókmenntum, exótískar og
skrýtnar. Almennt segir höfundur um
þessa þjóðlegu og sögulegu áherslu:
„Að ætla að þekkja Íslandssögu og
þekkja þar með sjálfan sig er tilraun
til að bera ekki ábyrgð á mannkyns-
sögunni og getur eins leitt til þess að
maður kynnist kostum sínum og göll-
um sem manneskju ekki nógu vel.“
Hvernig þekking á Íslandssögu í
sjálfsþekkingarleit á að útiloka ein-
stakling frá að bera ábyrgð á mann-
kynssögunni er ekki útskýrt á sann-
færandi hátt. Sá hygg ég að sé
meginboðskapur þessarar sér-
kennilegu málsgreinar. En það er
langt seilst að gera slíka sjálfsleit að
merkimiða á óæskilegar bókmenntir
eins og mér finnst Bjarni gera í fram-
haldinu. Nokkrir höfundar verða illa
fyrir barðinu á þessari skilgreiningu
höfundar, þeir Ólafur Haukur Sím-
onarson, Guðmundur Andri Thors-
son, Kristmann Guðmundsson og
Sigfús Bjartmarsson. Verst fer
Vargatal Sigfúsar Bjartmarssonar út
úr þessum ósköpum. Bjarni kemst
svo að orði að það rit sé „kóróna þjóð-
eðlisstefnunnar sem vonandi leggst
af með öllu eftir hrun bankanna“. Í
mínum huga er það verk svo sem ekki
ritað í anda þjóðlegs raunsæis eins og
Bjarni telur heldur módernískt verk
um kenndir manna sem Sigfús klæðir
í dýrahami. Hvernig Bjarni nær svo
að tengja skrif Sigfúsar við banka-
hrunið er óskiljanlegt. Ég get varla
hugsað mér saklausari mann en Sig-
fús af þeim ósköpum.
Því miður skilur þjóðarveisla
Bjarna eftir hjá lesanda enn meiri
ringulreið en fyrir var og kannski til-
finningu fáránleika. Að sönnu eru
ýmis málefni tekin til umræðu en ég
get ekki að því gert að mér finnst
fljótaskrift vera á þessu verki. Hvorki
er nægilega vandað til hugsunar né
málfars.
Gildishlaðin þjóðarveisla
Bjarni Bjarnason
Ritgerðasafn
Boðskort í þjóðarveislu
bmnnn
eftir Bjarna Bjarnason. Uppheimar.
2009 – 278.
SKAFTI Þ.
HALLDÓRSSON
BÆKUR
Í SUMAR, þann 18. júlí, eru liðin
400 ár síðan einn mesti myndlist-
armaður sögunnar, ítalinn Caravag-
gio, lést í strandbænum Porto Er-
cole á Ítalíu, 39 ára gamall. Hann er
sagður hafa veikst af malaríu, þegar
hann elti skip sem hann missti af, en
um borð voru síðustu verk hans;
myndir sem hann er sagður hafa
ætlað að færa páfa í þakkarskyni
fyrir náðun vegna morðs sem hann
framdi fjórum árum áður.
Tveimur dögum fyrir jól fjarlægði
hópur vísindamanna bein, sem þeir
telja vera bein Caravaggios, úr graf-
hvelfingu í lítilli kapellu í Porto Er-
cole. Hyggjast þeir beita nýjustu
tækni til að staðfesta hvort beinin
séu endurreisnarmeistarans.
Sérfræðingur í list Caravaggios,
Maurizio Marini, segir þessa graf-
hvelfingu þá líklegustu til að hafa
geymt bein listamannsins, af átta
hvelfingum sem komu til greina.
Caravaggio var grafinn í kirkjugarði
bæjarins en árið 1956 voru öll bein
frá þeim tíma grafin upp og komið
fyrir í þessum grafhvelfingum.
Fornleifafrræðingar þurftu að rann-
saka á milli 30 og 40 beinagrindur
sem voru í hvelfingunni, til að finna
bein af manni sem hafði verið um
fertugt þegar hann lést, snemma á
17. öld. DNA-sýni úr beinunum
verða borin saman við sýni úr af-
komendum bróður listamannsins.
Markmiðið með rannsókninni er
að komast að hinu rétta um dáuða
listamannsins og finna líkamsleifum
hans síðan gröf við hæfi.
Leita að
beinum
meistara
Með bein sem talin
eru Caravaggios
Reuters
Meistari Verk eftir Caravaggio.
NÆSTA blúskvöld Blúsfélags
Reykjavíkur verður haldið á
morgun, miðvikudaginn 6.
janúar á Rósenberg. Á dag-
skrá er eldhús Muddy Wa-
ters; uppskriftir og blús kokk-
að á staðnum: Gummi P,
Davíð Þór, Biggi Bald, Dóri
B, Jonni Ólafs og Þorleifur
Gaukur elda Muddy rétti
saman eins og fram kemur í
tilkynningu. Waters var
hörkukokkur og eldaði stundum gnægð af krás-
um ofan í gesti sína á heimili sínu í Chicago.
Spann hann uppskriftirnar sjálfur en aðall hans
voru að sjálfsögðu réttir sem raktir voru til Suð-
urríkjanna.
Tónlist
Blúskvöld á Rósen-
berg á morgun
Muddy Waters
Fyrir skömmu hlaut Hákon
Bjarnason píanóleikari styrk
að fjárhæð kr. 1.500.000 úr
Minningarsjóði um Birgi Ein-
arsson apótekara. Þetta er 16.
styrkurinn sem veittur er úr
sjóðnum frá því ekkja Birgis,
Anna Egilsdóttir Einarsson,
stofnaði sjóðinn 28. apríl 1995,
tæpum mánuði fyrir andlát
sitt, en Birgir lést 30. nóv-
ember 1994. Vegna styrkveit-
ingarinnar kemur Hákon Bjarnason fram á tón-
leikum í Selinu á Stokkalæk á þrettándanum, 6.
janúar, kl. 20. Hann mun leika þar verk eftir Jo-
seph Haydn, Hanns Eisler, Rachmaninoff og Jo-
hann Sebastian Bach. Aðgangur er ókeypis.
Tónlist
Hákon Bjarnason
heldur tónleika
Hákon Bjarnason
Leikhópurinn Munaðarleys-
ingjar frumsýnir nýtt verk eft-
ir Dennis Kelly, eitt heitasta
leikskáld Bretlandseyja föstu-
daginn 8. janúar í sal Norræna
hússins. Verkið heitir Orphans
en á íslensku nefnist það Mun-
aðarlaus. Leikstjóri sýningar-
innar er Vignir Rafn Valþórs-
son sem jafnframt þýðir
verkið. Leikhópurinn saman-
stendur af ungum leikurum,
Hannesi Óla Ágústssyni, Stefáni Benedikt Vil-
helmssyni og Tinnu Lind Gunnarsdóttur, sem
ákváðu að fjárfesta í réttinum á þessu nýja og vin-
sæla verki og setja það upp sjálf – en hópurinn
hefur enga styrki hlotið fyrir uppsetningunni.
Leiklist
Munaðarleysingjar
í Norræna húsinu
Vignir Rafn
Valþórsson
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
BÓKAÚTGEFENDUR sem rætt var við eru ánægðir
með yfirstaðna jólavertíð og segja að í raun hafi bóksala
allt síðasta ár verið með besta móti.
„Jólavertíðin gekk vel,“ segir Egill Örn Jóhannsson,
framkvæmdastjóri Forlagsins. „Það sem einkenndi hana,
miðað við árin á undan, er hve dreifð salan var. Bækur
margra höfunda náðu í gegn og seldust vel.“
Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Bjarti-Veröld, tekur
í sama streng. „Okkar niðurstaða er sú að þetta hafi verið
góð bókajól,“ segir hann. „Við merkjum aukningu í sölu,
en við vorum líka með öflugan útgáfulista í ár.“ Máli sínu
til stuðnings nefnir hann góða sölu á bókum Yrsu Sigurð-
ardóttur, Jóns Kalmans Stefánssonar, Steinunnar Sig-
urðardóttur, Styrmis Gunnarssonar og Jóns Karls Helga-
sonar, og þýðingar á Stieg Larsson og Dan Brown.
Egill Örn segir að þótt salan hafi dreifst á fleiri höfunda
en síðustu ár, megi sjá ákveðna toppa sem standa vel fyrir
sínu. „Ég nefni sérstaklega Arnald Indriðason, en salan á
Svörtuloftum er einstök. Hún seldist í vel á þriðja tug
þúsund eintaka. Arnaldur ber höfuð og herðar yfir aðra í
íslenskri bókaútgáfu. Þá seldist ævisaga Vigdísar Finn-
bogadóttur í hátt í 14.000 eintökum. Karlsvagninn, bók
Kristínar Marju Baldursdóttur seldist í tæplega 10.000
eintökum, sem er langmesta sala á innbundinni bók eftir
hana. Bók Stefáns Mána seldist vel og þá seldist Auður,
bók Vilborgar Davíðsdóttur, í ríflega 6.000 eintökum.
Margir höfundar voru að ná sínum besta árangri í sölu.“
Aukin bóksala á öðrum árstímum
Pétur Már og Egill Örn eru sammála um að bóksala á
öðrum árstímum en fyrir jólin haldi áfram að aukast.
„Fólk er farið að kaupa bækur í miklu meira mæli fyrir
sjálft sig en áður,“ segir Pétur Már. „Áður byrjaði jóla-
vertíðin undir lok nóvember, en nú er eins og hún hefjist í
september þegar nýjar innbundnar bækur koma á mark-
að. Kannski má segja að Bókmenntahátíðin í Reykjavík,
sem haldin er í september annað hvert ár, sé farin að
marka upphaf vertíðarinnar.“
Bóksalar sem rætt var við sögðust hafa á tilfinningunni
að hlutur lágvöruverslana í jólabókasöluni kunni að hafa
verið ívið meiri að þessu sinni en áður. Þeir Egill Örn og
Pétur Már eru ekki vissir um að sú sé raunin.
„Ég held að almennar bókaverslanir haldi sínu ágæt-
lega, og líka stórmarkaðirnir,“ segir Egill Örn. „En auð-
vitað er háð verðstríð þessar vikur fyrir jól og bókabúð-
irnar taka fullan þátt í því. Verðin breytast hratt.“
„Jólavertíðin gekk vel“
Bóksalar ánægðir með jólabókasöluna Svörtuloft eftir Arnald seldist í á
þriðja tug þúsunda eintaka Bóksalan sögð hafa dreifst á fleiri höfunda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bókastaflar „Auðvitað er háð verðstríð þessar vikur fyrir jólm“ segir Egill Örn Jóhannesson.
Allrahanda bóksala var góð á
nýliðnu ári. Egill Örn Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri For-
lagsins, segir að til að mynda
hafi meira selst af bókum um
Ísland fyrir erlenda ferða-
menn en áður.
„Við sáum þá breytingu að
ferðamenn keyptu heldur
ódýrari bækur en dýrari, en
magnið var meira.
Þá var metár í sölu landa-
korta. Þar var tugprósenta
aukning. Það helst í hendur
við fjölgun erlendra ferða-
manna og mikla aukingu í
ferðalögum Íslendinga um
landið sitt,“ segir Egill Örn.
Mikil aukning í sölu landakorta og bóka um Ísland