Morgunblaðið - 05.01.2010, Side 28

Morgunblaðið - 05.01.2010, Side 28
28 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010  Það er merkilegt hvar íslensk tónlist dúkkar stundum upp. Franska myndin Le Fils de l’épicier eða sonur smákaupmannsins er lítil og margverðlaunuð neðanjarðar- mynd sem vakti mikið umtal á síð- asta ári. Hún stendur nú í 90% á vefnum Rottentomatoes og stærstu miðlar Bandaríkjanna halda vart yfir henni vatni. Sem væri sosum ekki í frásögur færandi ef það væri ekki fyrir aðkomu íslensku sveit- arinnar Tenderfoot að myndinni. Lag þessarar ágætu sveitar, sem hét reyndar Without Gravity þegar hún var að koma sér á framfæri á erlendri grundu, hljómar í loka- atriði myndarinnar. Nefnist það „Waterfall“ og er af breiðskífu sveitarinnar sem út kom árið 2004. Hljómsveitin hætti árið 2005 en reis upp við dogg fyrir stuttu síðan og hefur verið að halda hljómleika við og við. Að þessu öllu sögðu væri af- farasælast fyrir hana að halda því áfram um sinn … Tenderfoot með lag í lofaðri franskri mynd Fólk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SÍÐASTA tónlistarár var á margan hátt ár hljóm- sveitarinnar Hjaltalín en meðfram því að breiða út fagnaðarerindið á erlendri grundu með reglu- bundnum túrum vann sveitin ötullega að annarri breiðskífu sinni, Terminal. Platan fékk lofsam- lega dóma og var víðast hvar valin plata árs- ins, en auk þess seldist hún vel, og það á for- sendum frábærrar tónlistar fremur en markaðsplotts. Hjaltalín var að sönnu spútnik- sveit síðasta árs og vel að þeim titli komin. „Nei, nei, ég er bara hérna úti í Hafnarfirði að hanga,“ segir Högni Egilsson, söngspíra, gítar- leikari og lagasmiður sveitarinnar þegar blaða- maður innir frétta. „Þannig að ég tek þessu símtali fagn- andi!“ Högni segir nú mikla törn að baki og að nánast hver dagur hafi verið fullbókaður í hin ólíkustu verkefni á síð- asta ári. „Fílingurinn í bandinu er góður og við horfum bjartsýn til þessa árs. Það var gaman hvað platan seldist vel og þó að góð sala sé ekki markmið í sjálfu sér er óneitanlega skemmtilegt að svona margir kunni að meta þetta. Hvað starfsemi á þessu ári varðar er ekki búið að fastnegla neitt sérstakt ennþá. Það er búið að plana stök gigg hér og hvar en ekkert risastórt. Svo stendur nú til að kynna plötuna eitthvað frekar á erlendri grundu en hvernig það verður hanterað ná- kvæmlega veit ég ekkert um á þessari stundu.“ Ótrúlegt ár að baki  Það er gaman að geta sagt frá því að Ragnheiður Gröndal hyggst halda útgáfutónleika vegna hinnar bráðvel heppnuðu Tregagásar þann 21. janúar næstkomandi í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Til stóð að kynna hana fyrir jól en þeir tón- leikar féllu niður vegna veikinda. Efnisskrá tónleikanna saman- stendur af íslenskum þjóðlögum af tveimur plötum Ragnheiðar, Tregagás og Þjóðlögum sem kom út 2006. Húsið opnar kl. 20 og tón- leikarnir hefjast kl. 21. Miðaverð er 2500 krónur og hefst miðasalan á www.midi.is á morgun kl. 10. Ragnheiður Gröndal heldur útgáfutónleika  Í iðrum netsins þrífst margt furðulegt og fyrir tilstuðlan stór- eflis samskiptavefja eins og Fa- cebook, Twitter og fleiri mætti stundum halda að meirihluti mann- skyns væri með illa hertar skrúfur. Á dögunum var sagt frá því á þess- ari síðu að til væru samtök sem stefndu að því að járnbrautarvæða landið. Héldu þau úti síðu á Fésbók- inni en nú er þetta að verða keppni, eins og sjá má á opinberu vefsíð- unni www.icelandtrain.com. Á Fés- bókinni segir m.a.: „Í tilefni þess að fyrsta lestafyrirtæki Íslands hefur verið stofnað og að framkvæmdir milli Keflavíkur og Reykjavíkur eiga að hefjast innan tíðar, viljum við bjóða ykkur að taka þátt í æv- intýrinu!“ Spennandi!? Hvenær fáum við svo járnbrautarlest? Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is ÞAÐ er of snemmt að segja til um hvaða þýðingu þetta hefur fyrir okk- ur en því er ekki að neita að stórar dyr gætu verið að opnast. Það eru all- ir þarna, öll útgáfufyrirtæki og blöð sem láta sig þungarokk varða. Það missir enginn af Wacken,“ segir Að- albjörn Tryggvason, Addi, söngvari og gítarleikari Sólstafa en eins og greint var frá í Morgunblaðinu á dög- unum mun sveitin koma fram á stærstu þungarokkshátíð heims, Wacken Open Air, í byrjun ágúst. Þetta er í 21. sinn sem Wacken- hátíðin er haldin og á síðasta ári seld- ust allir aðgöngumiðar, sjötíu þúsund talsins, upp hálfu ári fyrir hátíðina. Málmþyrstir ættu því að gera ráð- stafanir fyrr en síðar langi þá að sjá Sólstafi troða þar upp. Vegur Sólstafa hefur vaxið hratt í Þýskalandi, árið 2008 lék sveitin á tvö þúsund manna-hátíð, á fimmtán þús- und manna-hátíð í fyrra og nú gefst sjötíu þúsund manns tækifæri til að berja þá félaga augum. Sveitin fór í tónleikaferð um Evr- ópu á síðasta ári og kynntist þar þýskum umboðsmanni sem starfar fyrir fyrirtækið ICS sem m.a. sér um skipulagningu Wacken-hátíðarinnar. „Það tókust með okkur góð kynni og hann hefur séð um okkar mál síðan. Á einhverju trúnaðarfylleríinu sagði hann „ókey, þið fáið að spila á Wac- ken“ og stóð við það. Þetta er helvíti traustur náungi,“ upplýsir Addi. Hátíðin verður haldin dagana 4. til 7. ágúst en ekki liggur ennþá fyrir hvenær Sólstafir muni koma fram. „Við erum hvorki komnir með dag- setningu né tímasetningu. Vonandi verðum við ekki látnir spila fyrir há- degi,“ segir Addi sposkur. Fyrirkomulagið á Wacken er með svipuðu sniði og á Hróarskeldu og leikið á nokkrum sviðum í senn. Tón- leikagestir munu fyrir vikið dreifast um svæðið. „Það er ekki eins og sjö- tíu þúsund manns verði að horfa á okkur en þeim stendur það til boða,“ segir Addi. Nú er bara Metallica eftir Sólstafir verða ekki í amalegum fé- lagsskap í Wacken en meðal sveita sem stíga á svið eru Iron Maiden, Slayer og Mötley Crüe, auk þess sem gamla kempan Alice Cooper mun heiðra samkomuna með nærveru sinni. „Það er ekki leiðinlegt að vera nefndur í sömu andrá og þessar kempur,“ segir Addi hlæjandi. „Auð- vitað er maður gamall Maiden- aðdáandi. Slayer hafa líka verið mínir menn lengi. Ég held ég hafi verið tólf ára þegar ég heyrði Reign in Blood fyrst og hef haldið upp á Slayer síðan. Ég hef farið í nokkrar pílagrímsferðir til að sjá þá á tónleikum gegnum árin. Eftir þetta á maður bara eftir að spila með Metallica. Þá getur maður dáið sáttur.“ Alice Cooper og Mötley Crüe eru af öðrum meiði en Addi segir veru þeirra á hátíðinni undirstrika breidd- ina – Wacken sé engin stefna í málm- heimum óviðkomandi. „Það er öll flóran þarna, allt frá drepleiðinlegum grín- og þjóðlagaþungarokksböndum – Þjóðverjar eru vitlausir í þau – upp í mjög gróf bönd. Við erum eins og ABBA við hliðina á sumum þessum böndum. Verðum fínir í kúrekastíg- vélunum, syngjandi ástarljóð.“ Enda þótt þeir verði á svæðinu á Addi síður von á því að hitta Bruce Dickinson, Kerry King, Tommy Lee og Alice Cooper á röltinu. „Stóru böndin eru yfirleitt út af fyrir sig á svona hátíðum og ég á ekki von á því að við fáum okkur bjór með Slayer. Annars getur verið varasamt að hitta gömul átrúnaðargoð sín í eigin per- sónu. Það getur spillt ímyndinni.“ Hlakkar til að hitta Tý Af yngri böndum hlakkar Addi mest til að hitta Secrets of the Moon, fransk-þýska sveit, sem Sólstafir túruðu með í fyrra. „Það verður líka gaman að hitta Tý. Við höfum átt í netsamskiptum við þá en aldrei hitt þá augliti til auglitis.“ Sólstafir eiga fimmtán ára starfs- afmæli á þessu ári og Addi segir ekki lakara að halda upp á það með þess- um hætti. „Þetta hefur verið hæg en örugg ganga upp á yfirborðið. Það tekur tíma að byggja upp tengslanet í þessum bransa, við byrjuðum ekkert að koma okkur á framfæri í gær. Við höfum verið að sá fræjum hér og þar gegnum árin og núna erum við að uppskera.“ Tvær síðustu plötur Sólstafa Mast- erpiece of Bitterness (2005) og Köld (2009) komu út undir merkjum finnsku útgáfunnar Spinefarm Rec- ords. Sá samningur er nú laus og Addi segir sveitina ætla að bíða fram yfir hátíðirnar í sumar með að binda sig nýju útgáfufyrirtæki. „Við erum í viðræðum við fyrirtæki en liggur ekkert á að skrifa undir. Það borgar sig ekki að negla neitt niður fyrr en við vitum hvað gerist í kjölfar Wack- en og Summer Breeze. Því ekki að láta menn berjast um bitann.“ Sólstafir Aðalbjörn Tryggvason, Svavar Austmann, Guðmundur Óli Pálmason og Sæþór Maríus Sæþórsson fagna fimmtán ára starfsafmæli á þessu ári. Við erum eins og ABBA við hliðina á sumum þessum böndum Þungarokkssveitin Sólstafir kemur fram ásamt Iron Maiden, Slayer, Mötley Crüe og fleirum á Wacken Open Air-hátíðinni í Þýskalandi í ágúst næstkomandi Það eru fleiri tónleikahátíðir á dagskránni hjá Sólstöfum á árinu en 19. til 21. ágúst er sveitin bókuð á Summer Breeze Open Air í Din- kelsbühl í Þýskalandi. Þangað leggja um fjörutíu þúsund manns leið sína. „Síðan erum við nýbúnir að skrifa undir við þriðju evrópsku hátíðina en ég má ekki nafngreina hana að svo stöddu,“ segir Addi. Hann segir ekki verra að vera kominn á kortið í Þýskalandi, Mekka þungarokksins. „Þjóðverjar eru líka vitlausir í allt íslenskt, t.d. elska allir þungarokkarar sem við hittum í Þýskalandi Sigur Rós. Það er magnað hvað þeir eru að ná blackmetal-hausunum. Hver fílar annars ekki Sigur Rós? Það er eins og að drekka ekki vatn.“ Koma einnig fram á Summer Breeze Svalir Sólstafir á tónleikum. Ötull Högni Egilsson og félagar voru iðnir á síðasta ári. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.