Monitor - 22.04.2010, Blaðsíða 3

Monitor - 22.04.2010, Blaðsíða 3
„Þetta er bara mjög gaman. Fólk hrósar manni og maður fær smá athygli og það eykur kannski aðeins á sjálfstraustið. En þetta er nú bara einhver nafnbót,“ segir hógvær Atli Hjaltested, nýkjörinn ræðumaður Íslands. Atli fór fyrir liði MS-inga sem lagði Verzlinga í úrslitum MORFÍS um síðustu helgi. Umræðuefnið var „fáfræði er sæla“ og mæltu MS-ingar með fullyrðingunni. „Þetta er örugglega eitt leiðinlegasta umræðuefni sem við höfum tekið og keppnin sjálf var eiginlega frekar leiðinleg. Þetta var ekki beint það umræðuefni sem maður hefði viljað taka í úrslitunum,“ játar Atli, en liðin áttu erfitt með að koma sér saman um umræðuefni. „Það var samt magnað að vera í Háskólabíói fyrir framan þúsund manns,“ bætir hann við. Rektorinn óskaði liðinu ekki til hamingju MS hefur aðeins einu sinni áður fagnað sigri í MORFÍS en það var árið 1989. Viðtökur kennara og nemenda skólans voru því skiljanlega góðar og mikil stemning fyrir liðinu, hjá öllum nema sjálfum rektornum, Má Vilhjálmssyni. „Hann vildi ekki einu sinni lána okkur húsnæði til æfinga í vetur þannig að við þurftum að leita í skrifstofuhúsnæði úti í bæ. Hann er búinn að vera þvílíkt stífur við okkur og með leiðindi frá upphafi. Hann mætti ekki á keppnina og er ekki einu sinni búinn að óska okkur til hamingju,“ segir Atli. Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar nokkrir stuðningsmenn MS sturtuðu hrúgu af skít fyrir utan Verzló og Atli kveðst hafa furðað sig á viðbrögðum rektorsins við því máli. „Eftir að þetta mál kom upp talaði hann um að láta hætta við úrslitin, sem var náttúrlega ekki á hans valdi. Hann talaði líka um að láta banna stuðningsliðið á keppninni. Við í liðinu reynum náttúrlega bara að vera góð ímynd skólans út á við og honum er einhvern veginn alveg sama um það,“ segir Atli. Ætlar í lögfræði Þrátt fyrir frábæran árangur í MORFÍS er stutt síðan Atli kynntist keppninni. „Ég vissi varla hvað MORFÍS var fyrr en ég mætti í inntökuprufurnar fyrir liðið í haust. Þegar maður horfir á myndbandið frá fyrstu keppninni sér maður hvað maður hefur tekið miklum framförum,“ segir Atli en játar að ræðumennskan hafi tekið góðan tíma frá náminu. Atli á eftir að finna sér vinnu fyrir sumarið en í haust stefnir hann á að fara til Danmerkur með félögum sínum til þess að vinna. „Mig langar að taka mér árs frí frá námi og njóta lífsins. Svo býst ég við að ég fari í lögfræðina,“ segir Atli. 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Allan Sigurðsson (allan@monitor.is), Haukur Harðarson (haukur@monitor.is) Myndvinnsla á forsíðu: Hallmar Freyr Þorvaldsson Auglýsingar: auglysingar@monitor.is Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Pattra Sriyan- onge Frekar leiðinlegt að Ísland sé bókstaflega að rústa öllu í heiminum, þýðir þetta ash-cloudy-tanlaust sumar hjá manni hérna í SWE.. Slæmt! 16. apríl 2010 kl. 17:57 Jón Arnór Stefánsson Frábær útisigur og 12 tíma rútuferð framundan þar sem flugvöll- urinn í Barcelona er lokaður, er ekki vinsæll í liðinu þessa stundina! 18. apríl 2010 kl. 20:34 Aron Pálm- arsson A leidinni i 30 tima ferdalag... Aedislegt! 19. apríl 2010 kl. 13:24 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 Monitor Monitor mælir með Kick-Ass var frumsýnd um síðustu helgi og olli engum vonbrigðum. Frábær skemmtun og svartur húmor í hæsta gæðaflokki. Christopher Mitz-Plasse, sem lék Fogell í Superbad, er einfaldlega alltof fyndinn og Nicolas Cage kemur líka skemmti- lega á óvart sem Big Daddy. Þetta er mynd sem allir hafa gaman af. Við höldum okkur við bíóhús- in. Fyrir þá sem vilja sjá eitthvað menningarlegra en Kick-Ass er franska myndin Un prop- hète sannkall- aður gullmoli. Myndin er sýnd á Bíódögum Græna ljóssins en þar er að finna nokkrar mjög fínar myndir. Crazy Heart með Jeff Bridges er til dæmis stórgóð. Blátt áfram eru samtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Í þessari viku er í gangi herferð þar sem seld eru vasaljós til styrktar starfsemi samtak- anna. Mon- itor hvetur að sjálfsögðu alla til þess að leggja góðu málefni lið og fjárfesta í einu slíku. Vikan á... Feitast í blaðinu Vorprófin eru í full- um gangi. Þekktar persónur tala um reynslu sína úr skóla. 4 Hemmi Hreiðars í stórskemmtilegu viðtali um fót- boltann og frægðina. 6 Maggi Mix svarar spurningum lesenda og talar um aukna kvenhylli. 8 Fílófaxið tekur saman alla helstu viðburði helgarinn- ar á einum stað. 13 Frumsýningar helgarinnar eru á sínum stað og nóg að gerast í bíóhúsunum. 12 Í BÍÓ Í BÍÓ Vissi varla hvað MORFÍS var í haust GÓÐVERK Af gefnu tilefni fór Monitor að grúska í efni sem hefur verið gert um eldgos. Það kom á daginn að eitthvað er til af góðri eldgosatónlist, en kvikmyndir um viðfangsefnið eru öllu verri. Eldgosamyndir Dante‘s Peak er afar slök spennumynd frá árinu 1997 um eldfjallafræðinginn Harry Dalton sem er sá eini sem áttar sig á því að það er varasamt að byggja bæ beint undir eldfjalli. Pierce Brosnan er í hlutverki eldfjallafræðingsins og Linda Hamilton leikur aðalhlutverkið á móti honum. Volcano er önnur eldgosamynd frá árinu 1997. Í henni fylgjumst við með mjög svo ólíklegri atburðarás þar sem eldfjall byrjar að gjósa í Los Angeles. Tommy Lee Jones og Anne Heche fara með aðalhlutverkin í þessari hrikalega slæmu mynd. Öllu skárri er kvikmyndin Under the Volcano frá árinu 1984. Reyndar er hægara sagt en gert að finna hana á leigum landsins, en þeir sem gera það sjá stórleikarann Albert Finney í essinu sínu. Hann fékk óskarstilnefningu fyrir hlutverkið. Eldgosatónlist Beck, Count Basie, Damien Rice og hljóm- sveitin The Presidents of the United States of America hafa öll gert lag með heitinu Volcano. Bandaríska söngkonan Edie Brickell gaf út plötuna Volcano árið 2003 og inniheldur hún lag með sama nafni. Reyndar er platan ekkert sérstaklega skemmtileg áheyrnar, en það er önnur saga. Á hinni frábæru plötu Trick of the Tail með Genesis er að finna lag sem heitir Dance on the Volcano. Væntanlega mæla Almannavarnir ekki með því að fólk geri það á Eyjafjallajökli, að minnsta kosti ekki í bráð. Hemmi Gunn „Þegar alvaran hefur vígbúist getur kímnin hugsanlega afvopnað hana”. Kímnin er sólskin hugans og kveðjum veturinn með brosi á vör. 20. apríl 2010 kl. 08:17 Efst í huga Monitor Eldgosamenningin Halla Vilhjalms var að reyna að útskýra fyrir ömmu sinni hvað “gimp” er... 20. apríl 2010 11:27 Atli Hjaltested var valinn ræðu- maður Íslands þegar MS sigraði MORFÍS í fyrsta skipti í 21 ár. ATLI HJALTESTED Í spilaranum: Nýi diskurinn með Diktu. Ég hlusta mikið á Kings of Leon og Michael Jackson er alltaf klassískur. Þegar ég er úti á landi er ég með Stuðmenn í spilaranum. Bara flest annað en þungarokk og þá er ég flottur. Á skjánum: Úrslitakeppnin í NBA og meistaradeildin í fótbolta. Annars horfi ég ekki svo mikið á sjónvarp. Á náttborðinu: Allavega ekki námsbækurnar. Ég er eiginlega ekki að lesa neitt, bækurnar eru í hvíldarstöðu. Mynd/Árni Sæberg FARANDBIKARINN SEM ATLI HLAUT ER ÓNEITANLEGA GLÆSILEGUR

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.