Monitor - 22.04.2010, Blaðsíða 7
Hera fer
að gjósa
Það er oft sagt að slæm athygli
sé betri en engin athygli og það
er örugglega eitthvað til í því.
Það er staðreynd að fjöldamörg
frábær Eurovision-lög hafa ekki
fengið þá athygli sem
þau áttu skilið að
fá – þau hafa
einhvern veginn
flogið undir
radarinn og fallið
í gleymskunnar
dá. Þannig er ekki
nokkur vafi á því í
mínum huga að sú athygli sem
Ísland fékk vegna hrunsins
hafi átt sinn þátt í velgengni
okkar í fyrra, þótt sú staðreynd
að Jóhanna Guðrún var besta
söngkonan í keppninni hafi líka
hjálpað mikið til. Svo ekki sé
minnst á höfrunginn góða.
Annað árið í röð erum við í
þeirri góðu stöðu að hafa ratað í
erlenda fjölmiðla skömmu fyrir
Eurovision fyrir að vera með
eitthvert vesen. Þetta er nokkuð
sem ég tel að við ættum að nýta
okkur til fullnustu. En neikvæð
athygli ein og sér er ekki nóg,
enda myndi Ísrael sigra á
hverju ári ef sú væri raunin.
Þess vegna þurfum við að
hugsa aðeins út fyrir rammann.
Ég sé fyrir mér tónlistarmynd-
band þar sem
Hera Björk
spýtist upp
í gegnum
sprungu á
Eyjafjalla-
jökli með
miklum
hamagangi.
Þaðan svífur
hún svo yfir alla Evrópu á
gráu skýi og sáldrar ösku yfir
helstu alþjóðaflugvelli, eins og
Óli lokbrá. Og hlær og hnykkir
hálsinum eins og systir frá
Brooklyn.
Taka mætti mið af þessu í
sviðsframkomunni líka. Margir
tóku eftir því að það rauk úr
Heru á lokakvöldinu í forkeppn-
inni hérna heima, svona eins
og hún væri að koma úr heitu
baði. Það var góð byrjun en
ég vil ganga lengra og dulbúa
hana sem eldfjall.
Hægt væri að
klæða hana
í einhvers
konar
múnder-
ingu sem
svipaði
til þeirrar
sem Björk
var í á
opnunarhátíð
Ólympíuleikanna um
árið, þar sem hún risi hægt og
rólega upp á topp eins og kvika
úr iðrum jarðar og flytti atriðið
sitt, helst í ljósum logum. Þá
gætu hundrað sjö ára ballerínur
í dulum þeyst um salinn og
sáldrað ösku yfir áhorfendur á
meðan á atriðinu stendur.
Mun þetta duga til þess að fá
Eurovision 2011 í Egilshöllina?
Ég veit það ekki. En við gleym-
umst allavega ekki. Það er víst.
haukurjohnson@monitor.is
6
vikur
í Eurovision
Sumarið er
loksins komið
Myndir/Allan
Hrafn Gunnlaugs ætlar að verða kattliðugur
Með sólgleraugu
í ræktinni
„Ég hef verið í ræktinni í um það bil einn
mánuð og líkar vel. Maður er að herða upp
vélina,“ segir Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri.
Fastagestir World Class í Laugum hafa tekið
eftir Hrafni við æfingar í stöðinni að undan-
förnu, en hann segist þó ekki vera í sérstöku
átaki. „Ég er aðallega að gera liðkunaræfingar
og reyna að liðka mig aðeins, þannig að
maður verði liðugur eins og kötturinn,“ segir
Hrafn.
Það hefur vakið athygli að Hrafn er með
sólgleraugu á meðan á æfingunum stendur
og hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna
það er. „Það er nú bara vegna þess að mér
finnst svo bjart þarna inni. Ég fæ hausverk af
svona mikilli birtu þannig að mér finnst betra
að vera með sólgleraugu,“ segir Hrafn. Hann
hefur litlar áhyggjur af því að einhverjir kunni
að túlka sólgleraugun sem sérvitringshátt eða
stjörnustæla. „Menn mega túlka þetta eins og
þeim sýnist, það er allt í lagi mín vegna. En
það er ekki ástæðan.“
Hrafn hefur átt í leiðinlegri deilu við borgar-
yfirvöld undanfarið, eins og mikið hefur verið
fjallað um. „Ég fæ bara þunglyndiskast af því
að tjá mig um þetta mál. Ég fer bara í ræktina
til að reyna að gleyma þessu svo ég fái ekki
enn verra þunglyndiskast,“ segir Hrafn léttur.
SÓLGLERAUGU
„Það er glæpur að
fá sér ekki ný fyrir
sumarið.“
1.990 kr.
Retro
EURO-HAUKUR ER DÓSENT Í EUROVISION
Vera Hilmarsdóttir fílar afslappað
og kæruleysislegt í tískunni.
HRAFN GUNNLAUGSSON TEKUR Á ÞVÍ
Í RÆKTINNI UM ÞESSAR MUNDIR
VERA
HILMARSDÓTTIR
14.04.92
Nemi á öðru ári í MS.
Hvað fílar þú mest í tísku?
Mér finnst svona lausir mosagrænir
jakkar mjög flottir. Ég elska líka
armbönd. Ég fíla bara allt sem er
afslappað og kæruleysislegt.
Hvaða liti fílar þú mest?
Hlýja liti. Jarðar- og haustliti.
Hvaða flík keyptir þú síðast?
Ég keypti hvítan jakka í Zöru fyrir
sumarið. Ég er farin að hlakka til
sumarsins og hann minnti mig á
það.
Hvað er uppáhaldsmerkið þitt?
Forever21, Zara, Accessorize og
fleiri.
Hverju myndir þú aldrei klæðast?
Ég myndi aldrei klæðast neinu úr
spandexi eða leðurbuxum. Ekki
heldur sundbol eða nælonsokkum.
Hvaða tónlist hlustar þú mest á?
Ég hlusta á mjög margt. Til dæmis
Radiohead, Arctic Monkeys, Muse
og Coldplay. Ég elska Coldplay.
Hver er uppáhaldskvikmyndin þín?
Ég fór nýlega á Hot Tub Time Mach-
ine í bíó og hún er mjög ofarlega á
lista. Ég hef aldrei grenjað jafnmikið
af hlátri.
Hvað ætlar þú að gera í sumar?
Ég er væntanlega að fara að vinna
á leikskóla og líka í bíói. Svo ætla ég
bara að fara í útilegur og reyna að
njóta lífsins sem mest.
Hvað langar þig að vinna
við í framtíðinni?
Eitthvað líffræðitengt og svo væri
gaman að gera eitthvað tengt
listum með því. Mála eða teikna
eða eitthvað svoleiðis, en það er
kannski erfitt að lifa af því.
SISTER’S
POINT-JAKKI
„Rauður og léttur
fyrir sumarið. Líka
til í svörtu.“
8.990 kr.
Retro
ADIDAS-SKÓR
„Grimmilega góðir.
Rauðir og svartir.“
17.990 kr.
Retro
COLOURGLIDE-
VARALITUR
„Endingargóður og
rakagefandi. Fæst í
fjölda litbrigða.“
1.460 kr.
Body Shop
LJÓSAR
SPARKZ-
GALLABUXUR
„Þröngar og
klassískar.“
13.990 kr.
Retro
HVÍTUR
HLÝRABOLUR
„Ódýr og þægilegur.
Til í mörgum litum.“
1.990 kr.
Retro
SVARTUR SPARKZ-
BLÚNDUBOLUR
„Svalur fyrir bæði hvers-
dagsleg og fínni tækifæri.“
4.990 kr.
Retro
KINNALITUR
„Bjartir og
sumarlegir litir gefa
aukinn ferskleika.“
1.540 kr.
Body Shop
KINNALITSBURSTI
„Einstaklega mjúk
nælonhár.“
1.890 kr.
Body Shop
7FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 Monitor