Monitor - 22.04.2010, Blaðsíða 14

Monitor - 22.04.2010, Blaðsíða 14
14 Monitor FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 fílófaxið föstudagur 23 apríl ÍSLANDSKLUKKAN Þjóðleikhúsið 19:00 Hér er um að ræða afmæl-issýningu í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá opnun Þjóðleikhússins, en Íslandsklukkan var ein af þremur opnunar- sýningum þann 20. apríl árið 1950. GRÆN TÓNLEIKARÖÐ Langholtskirkja 19:30 Sinfóníuhljómsveit Íslandsheldur tónleika undir yfirskriftinni „Árstíðirnar í Langholtskirkju“. Í grænu röðinni ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi enda spilar sveitin vinsæl og þekkt verk sem flestir ættu að kannast við. ÚTSKRIFTARSÝNING NEMENDALEIKHÚSSINS Smiðjan 20:00 Nemendaleikhúsið sýnirlokaverkefni sitt, leikritið „Stræti“, eftir Jim Cartwright, einn af þekktari samtímahöfundum Breta. HÆNUUNGARNIR Kassinn, Þjóðleikhúsinu 20:00 Nokkrir kjúklingar á tilboðs-verði hverfa úr frystikistu í fjölbýli sem á eftir að draga talsverðan dilk á eftir sér. Eggert Þorleifsson hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hlutverki hins óútreiknanlega jazzáhugamanns, Sigurhans. Hænuungarnir er annað verk Braga Ólafssonar fyrir leiksvið. GAURAGANGUR Borgarleikhúsið 20:00 Ormur Óðinsson ogfélagar eru mættir aftur á fjalirnar í þessu ástsæla verki Ólafs Hauks Símonarsonar. Aðalhlutverkið er í höndum Guðjóns Davíðs Karlssonar en þess má geta að tónlistin í verkinu var sérsamin af hljómsveit- inni Ný dönsk. EILÍF ÓHAMINGJA Borgarleikhúsið – Litli salur 20:00 Eilíf óhamingja er sjálfstættframhald af verkinu Eilíf hamingja sem sett var upp í Borgarleikhúsinu árið 2007. Verkinu er lýst sem gamansamri en beittri ádeilu á markaðshyggjuna. Handrits- gerð er í höndum Andra Snæs Magnasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar. HELLISBÚINN Íslenska óperan 20:00 Íslendingar kunna greinilegavel að meta þennan vinsæl- asta einleik veraldar, en nú hafa yfir 15.000 manns séð þessa uppfærslu af Hellisbúanum. Í þetta skiptið er Hellisbúinn leikinn af Jóhannesi Hauki Jóhannessyni. GRÆNJAXLAR Rýmið, Akureyri 20:00 Leikfélag Menntaskólans áAkureyri setur upp verk Pét- urs Gunnarssonar frá árinu 1977. Leikstjórn er í höndum Bryndísar Ásmundsdóttur. LÍSA Í UNDRALANDI Bæjarleikhúsið, Mosfellsbæ 20:00 Leikfélag Borgarholtsskólasetur upp sína eigin útfærslu af hinni klassísku sögu um Lísu í Undralandi, en meðal þess sem boðið er upp á í sýning- unni eru talandi kanínur og syngjandi mýs. TVEIR FÁTÆKIR PÓLSKU- MÆLANDI RÚMENAR Norðurpóllinn 20:00 Fátæka leikhúsið spreytir sigá þessu víðförla og umtalaða verki, en höfundur þess, Dorota Maslowska, er einn fremsti ungi rithöfundur Pólverja. Leikstjóri er Heiðar Sumarliðason. BRÆÐINGURINN 2010 Sódóma 22:00 Ein stærsta raftónlistarveislaársins mun fara fram þegar þrjár af vinsælustu rafsveitum Íslands leiða saman hesta sína á tónleikum, en þær eru Berndsen & the young boys, Bloodgroup og Ultra Mega Technobandið Stefán. TÓNLEIKAR Kaffi Rósenberg 22:00 Rósenberg býður upp átónleika alla helgina. Í þetta skiptið stígur Varsjárbandalagið á svið og leikur fyrir gesti. TRÚBADORA VEISLA English Pub 22:00 Þór Óskar byrjar kvöldið meðnokkrum vel völdum lögum en þegar líða tekur á nóttina taka þeir Maggi og Hlynur við og spila fram á morgun. LIFANDI TÓNLIST Dubliner 22:30 Það verður boðið uppá trúbadorastemningu fyrir gesti og gangandi. Tilvalið að fara með félögunum og detta í tvo til þrjá kalda og njóta tónlistarinnar. „Við hættum aldrei. Á meðan við erum báðir lifandi þá eru Radíusbræður til,“ segir Davíð Þór Jónsson. Hann og Steinn Ármann munu stíga saman á stokk í fyrsta skipti í langan tíma í tvískiptu uppistandi sem er byggt á tveimur af vinsælustu uppistandsýningum í sögu Bretlands eftir grínmeistarann Ricky Gervais. „Það er langt síðan við unnum saman og við vorum báðir farnir að sakna þess,“ segir Davíð sem útilokar ekki frekari landvinninga Radíusbræðra. „Við ætlum að einbeita okkur að þessu verkefni og gera það vel. Við erum til í að skoða tilboð sem koma upp en við erum ekki að fara að herja á árshátíðir eða uppistandskvöld, það er pakki sem við erum búnir með.“ Harmleikur að rífast um kjúklinga VILLIDÝR/PÓLITÍK - FRUMSÝNING Borgarleikhúsið 20:00 SKOPPA OG SKRÍTLA Á TÍMAFLAKKI Borgarleikhúsið, litli salur 12:00 og 14:00 Tilvalin sýning tilað fara með krakka á enda hafa Skoppa og Skrítla verið eftirlæti ungra leikhús- og bíógesta undanfarin ár. FÍASÓL Þjóðleikhúsið, Kúlan 14:00 og 16:00 Fíasól í Hosiló ersprellfjörug sýning fyrir alla fjölskylduna byggð á hinum geysivinsælu og margverðlaunuðu bókum Kristínar Helgu Gunnarsdóttur en sýningin er leikstýrð af Vigdísi Jakobsdóttur. ÚRSLITAKEPPNI Í HANDBOLTA KARLA Digranes 16:00 Hasarinn er hafinn í hand-boltanum hjá körlunum. Í þessari viðureign taka HK-ingar á móti Íslandsmeisturum Hauka. ÚRSLITAKEPPNI Í HAND- BOLTA KARLA Digranes 16:00 Hasarinn er hafinn í hand-boltanum hjá körlunum. Í þessari viðureign taka HK-ingar á móti Íslandsmeisturum Hauka. ALGJÖR SVEPPI Íslenska óperan 18:00 Börnin elska Sveppa. AlgjörSveppi - Dagur í lífi stráks er frábær fjölskyldusýning í leikstjórn Felix Bergssonar en tónlistarstjóri er sjálfur Jón Ólafsson. ÚRSLITASERÍA Í KÖRFUNNI Toyota-höllin, Keflavík 19:15 Snæfellingar þurfa aðferðast suður með sjó til að etja kappi við Keflvíkinga í þriðja leiknum í úrslitunum. Það lið sem fyrst vinnur þrjá leiki stendur uppi sem Íslandsmeistari. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Langholtskirkja 19:30 Sinfóníuhljómsveit Íslandsheldur tónleika undir yfirskriftinni „Árstíðirnar í Langholtskirkju“. Hérna ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi enda spilar sveitin vinsæl og þekkt verk sem flestir ættu að kannast við. ÚTSKRIFTARSÝNING NEMENDALEIKHÚSSINS Smiðjan 20:00 Nemendaleikhúsið sýnirlokaverkefni sitt, leikritið „Stræti“, eftir Jim Cartwright, einn af þekktari samtímahöfundum Breta. HÆNUUNGARNIR Kassinn, Þjóðleikhúsinu 20:00 Nokkrir kjúklingar á tilboðs-verði hverfa úr frystikistu í fjölbýli sem á eftir að draga talsverðan dilk á eftir sér. Eggert Þorleifsson hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína í hlutverki hins óútreiknanlega jazzáhugamanns, Sigurhans. Hænuungarnir er annað verk Braga Ólafssonar fyrir leiksvið. GRÆNJAXLAR Rýmið, Akureyri 20:00 og 22:30 LeikfélagMenntaskólans á Akureyri setur upp verk Péturs Gunnarssonar frá árinu 1977. Leikstjórn er í höndum Bryndísar Ásmundsdóttur. LÍSA Í UNDRALANDI Bæjarleikhúsið, Mosfellsbæ 20:00 Leikfélag Borgarholtsskólasetur upp sína eigin útfærslu af hinni klassísku sögu um Lísu í Undralandi, en meðal þess sem boðið er upp á í sýning- unni eru talandi kanínur og syngjandi mýs. ÚRSLITAKEPPNI Í HANDBOLTA KARLA Höllin, Akureyri 20:00 Hasarinn er hafinn í hand-boltanum hjá körlunum. Í þessari viðureign taka Akureyringar á móti sprækum Valsmönnum. GERPLA Þjóðleikhúsið 20:00 Baltasar Kormákur leggurtil atlögu við meistaraverk nóbelskáldsins, en Gerpla hefur aldrei áður verið sett á svið. Með hlutverk fóstbræðranna Þorgeirs Hávarssonar og Þormóðs Kolbrúnar- skálds fara Jóhannes Haukur Jóhannesson og Björn Thors. FAUST Borgarleikhúsið 20:00 Það eru liðin fjörutíu ár síðanFaust fór síðast á leiksvið á Íslandi en nú gefst áhugasömum tækifæri á að berja sýninguna augum í Borgarleikhús- inu. Í þetta skiptið er leikstjórn í höndum Gísla Arnar Garðarssonar en það er enginn annar en Nick Cave sem sér um tónlistina í sýningunni ásamt Warren Ellis. TÓNLEIKAR Kaffi Rósenberg 22:00 Rósenberg býður upp átónleika alla helgina. Í þetta skiptið stígur hljómsveitin Túpílakar á svið og leikur fyrir gesti. TRÚBADORAVEISLA English Pub 22:00 Þór Óskar byrjar kvöldið meðnokkrum vel völdum lögum en þegar líða tekur á nóttina taka þeir Maggi og Hlynur við og spila fram á morgun. TÓNLEIKAR Sódóma 22:00 Það verður boðið upp á þéttatónleika þegar hljómsveitirn- ar Perla, Hoffman og Momentum leiða saman hesta sína. LIFANDI TÓNLIST Dubliner 22:30 Það verður boðið uppá trúbadorastemningu fyrir gesti og gangandi. Tilvalið að fara með félögunum og detta í tvo til þrjá kalda og njóta tónlistarinnar. !              "           laugardagur SPAÐADANSLEIKUR Nasa 23:00 Hljómsveitin Spaðar heldurárlega tónleika á Nasa en sveitin er nú á 27. aldursári. Að eigin sögn er tónlist þeirra balkan-blús-rokk-gömludansa- blanda. „Við erum ekki alveg tilbúnar að fara í sumarfrí strax,“ segir Marthe Sördal leikmaður Fram í handbolta en Safa- mýrarstúlkur eru komnar með bakið upp við vegg í baráttunni um Íslands- meistaratitilinn eftir Valssigur í fyrstu tveimur leikjum rimmunnar. „Nú er þetta bara spurning um það hvort við ætlum að vera áfram í þessari keppni eða ekki. Ef við töpum er þetta bara búið,“ segir Marthe sem er ekki í vafa um hvað hefur farið úrskeiðis í leikjunum hingað til. „Við verðum að taka okkur saman í andlitinu og byrja að spila almennilega vörn. Við erum með frábæran markvörð og gott sóknarlið en ef við spilum enga vörn verður þetta alltaf erfitt,“ segir Marthe sem reynir að haga leikdögum á svipaðan hátt. „Yfirleitt tek ég stuttan göngutúr á morgnanna og reyni að borða vel. Svo hlusta ég alltaf á sama lagið fyrir leik,“ segir Marthe en vill þó ekki gefa upp hvaða lag það er. „Ég vil halda lífi aðeins lengur. Ég er með alveg hræðilegan tónlistarsmekk. Eina sem ég get gefið upp er að ég hef farið á eina tónleika á ævi minni, og þeir voru með Scooter.“ Framstelpur með bakið upp við vegg VALUR – FRAM Vodafone-höllin 20:00 24 apríl

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.