Monitor - 22.04.2010, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
• Franska
landsliðið í
handknattleik
lék tvo æfinga-
leiki við það
íslenska síðustu
helgi og á laug-
ardagskvöldinu héldu flestir
leikmenn liðsins út á lífið í
miðbæ Reykjavíkur. Nokkrir
frönsku leikmannanna fóru á
skemmtistaðinn Austur og nutu
mikillar athygli meðal kvenkyns
gesta staðarins. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum Mon-
itor yfirgáfu tveir af þekktari
leikmönnum liðsins staðinn
í fylgd með tveimur ungum
dömum og héldu þau rakleiðis
í leigubíl sem ók með þau á
brott. Hvert ferðinni var heitið
skal ósagt látið, en líklega var
stefnan ekki tekin á að fara yfir
leikkerfi fyrir næsta stórmót.
• Söngvarinn
Friðrik Dór
sendir nýtt lag í
spilun um helg-
ina. Lagið heitir
Fyrir hana og
á það að fylgja
eftir vinældum laganna Hlið við
hlið og Á sama stað sem Friðrik
sendi frá sér fyrir nokkrum
mánuðum. Lagið verður frum-
flutt í morgunþættinum Zúúber
á fimmtudagsmorgun og verður
spennandi að sjá hvort landinn
tekur jafn vel í Fyrir hana og
hin lög Friðriks.
• Margir hafa
fundið fyrir
afleiðingum
eldgossins og
um alla Evrópu
eru stranda-
glópar vegna
öskunnar sem hefur hamlað
flugumferð. Knattspyrnulið
FH, Vals og Hauka voru til að
mynda stödd í Portúgal, þar
sem þau undirbjuggu sig fyrir
komandi átök á Íslandsmótinu í
knattspyrnu, og neyddust til að
vera þar lengur vegna öskunn-
ar. Flestir leikmenn liðanna
höfðu reyndar lítið á móti því
að þurfa að vera aðeins lengur í
sólinni og hitanum.
• Knattspyrnu-
liðin voru ekki
þau einu sem
lentu illa í því.
Fréttablaðið
greindi frá því
að kvikmyndagerðarmaðurinn
Ágúst Jakobsson hefði þurft
að taka leigubíl frá Barcelona
til London þar sem hann
komst ekki með flugvél. Ágúst
þurfti að komast þangað til
að taka upp auglýsingu með
knattspyrnuhetjunni Lionel
Messi fyrir kínverskt fjármála-
fyrirtæki.
Ferðin tók rétt innan við
sólarhring og hljóðaði reikning-
urinn upp á litlar 700 þúsund
íslenskar krónur. Menn hafa oft
kvartað yfir að þurfa að borga
mikið fyrir farið með leigubíl
hér á landi, en vonandi eru
einhver ár í að við sjáum svona
reikninga fyrir túrinn.
• Ómar Ey-
þórsson hefur
verið ráðinn
dagskrárstjóri
útvarpsstöðv-
arinnar X-ins.
Ómar hefur
starfað í útvarpi í nokkur ár
og er alsæll með nýja starfið,
en að hans sögn verða ekki
miklar breytingar á stefnu
stöðvarinnar. Ómar sér sjálfur
um morgunþáttinn Ómar sem
er á dagskrá alla virka morgna
á milli kl. 7 og 11.
Og já...
Hinn 25 ára gamli Magnús Valdimarsson, betur
þekktur sem Maggi Mix, hefur vakið mikla
athygli síðustu daga fyrir matreiðslumyndbönd
sín og tónlistarmyndbönd. Þegar þetta er
skrifað eru aðdáendur Magga Mix á Facebook
komnir yfir 24 þúsund. Maggi Mix hefur verið
í viðtölum í nær öllum fjölmiðlum landsins, en
Monitor ákvað að leyfa lesendunum að spyrja
spurninganna að þessu sinni. Fjölmargar
spurningar bárust og hér eru þær bestu.
Arnar Ingólfsson
Hvar fékkstu hugmyndina að
því að gera þættina og semja
geðveiku lögin þín?
M Sum lögin eru alveg síðan
ég var 18 ára, þá fór ég að gera
einhver lög. En matreiðslu-
myndböndin eru ný. Ég byrjaði á
því að gera einn rétt og svo hélt
ég bara áfram því fólk fílaði þetta
svo mikið og vildi sjá meira.
Viðar Birkir, 18 ára
Er sumt af þessu sem þú hefur sungið um
eitthvað sem hefur gerst í lífi þínu í alvörunni,
eins og tíðkast hjá tónlistarmönnum? M Nei,
ekki eins og er allavega.
Pálmi Freyr, 22 ára
Hvor myndi vinna slag, Jesús eða Maggi Mix?
M Það myndi bara vera jafntefli. Jesús er náttúr-
lega góði karlinn og ég er góði karlinn þannig að
þetta yrði jafnt.
Allan, 24 ára
Hverjir eru helstu áhrifavaldar Magga Mix?
M Það hefur örugglega ekki farið framhjá
neinum að mér finnst Jói Fel mjög fínn, svona í
sambandi við matargerð og annað. Í tónlistinni er
það enginn einn sérstakur. Mér finnst Akon mjög
skemmtilegur en annars er það enginn ákveðinn.
Stefán Snær, 17 ára
Myndir þú segja jarðarberjaíssósuna vera
undirstöðu í öllum mat? M Ekki öllum en hún
hentar með mjög mörgu. Til dæmis með banana
og ís.
Sölvi, tvítugur
Hver er draumaprinsessa Magga Mix? M Hún
verður helst að hafa svipuð áhugamál og ég, til
dæmis matargerð, og bara hafa gaman af lífinu.
Tumi, á besta aldri
Er frægðin byrjuð að stíga þér til höfuðs?
M Ég er alveg sami maður og ég var og ég held að
ég hafi lítið breyst. Ég er allavega ekki með neina
stjörnustæla, ekki eins og er allavega.
María Björk, 17 ára
Er nafnið Maggi Mix eitthvað tengt gosdrykkn-
um Mix? Kæmi ekki til greina að fara að auglýsa
hann? M Það er ekkert endilega tengt honum.
Það væri alveg möguleiki að auglýsa hann ef
maður fengi einhvern góðan samning.
Helgi, 23 ára
Hvað græðir þú mikið á sölu á DVD-diskunum
og bolunum? M Ég er ekki enn byrjaður að selja
boli. Ég er að fá sendinguna núna. En það er bara
eitthvað lítið sem ég sel, einn og einn
diskur.
Sylvía, 17 ára
Hvað langar þig að gera í fram-
tíðinni? M Mér finnst bara fínt
að gera það sem ég hef verið að
gera. Annars er allt óráðið.
Rómeó, 46 ára
Finnurðu fyrir aukinni kvenhylli
eftir að þú varðst svona frægur?
M Já, aðeins. Fólk sér karakterinn
og kvenþjóðin fílar mann meira. Ekki
kannski af því að maður er frægur heldur
fíla þær persónuleikann og myndböndin og
svona. Það er persónuleikinn meira en frægðin.
Gummi, 15 ára
Hefurðu verið í einhverjum íþróttum og
með hvaða liði heldurðu í ensku deildinni?
M Nei, eiginlega ekki. Ég hef áhuga á fótbolta en
hef ekki spilað mikið sjálfur nema bara með
vinum mínum þegar það er gott veður. Ég
held með Manchester.
Margrét Ósk, 23 ára
Af hverju heldur þú að svona margir fíli
þig svona vel?
M Af því að ég er jákvæður og
út af karakternum. Ætli það
sé ekki út af einhverju
svoleiðis. Líka af því að
ég tala ekki um þessa
kreppu á síðunni. Þar
eru engin stjórnmál
og engin kreppa.
Kristján Ingi, 18 ára
Hver er uppáhaldssjónvarps-
þátturinn þínn? M Mér finnst
Auddi og Sveppi skemmtilegir en annars
horfi ég nú lítið á sjónvarp.
Sylvía, 17 ára
Í hvaða skóla varstu og úr hvaða hverfi
kemurðu? M Ég kem úr Kópavoginum.
Ég hef verið í þremur skólum. Ég var í
Hjallaskóla, svo fór ég í Snælandsskóla
og svo fór ég í Iðnskólann í Reykjavík
að læra málmsmíði.
Andrés, 27 ára
Hvað kostar að fá þig til að vera DJ
í partíi? M Það fer eftir stað og tíma
og dagsetningu. Það hefur yfirleitt
verið samið um það bara. Það er
til dæmis öðruvísi ef það er úti á
landi og svona. En ég er með mjög
sanngjarnt verð.
Nökkvi
Hvernig er best að heilla dömurnar upp úr
skónum, Maggi Mix? M Best er að vera maður
sjálfur og vera bara herramaður.
Ólöf Ósk
Óttastu að þú munir allt í einu hætta að vera
vinsæll? M Bara bæði og. Ef það gerist þá gerist
það.
Sigmar, 14 ára
Hver er besti vinur þinn? M Ég
á tvo, annar heitir Karl Eiður og
hinn heitir Bjarki Freyr.
Rúnar, 24 ára
Um hvaða stelpu samdir
þú lagið Sexý bomba? M
Bara einhverjar stelpur. Enga
sérstaka. Bara einhverjar þarna á
klúbbnum.
Jón Gunnar, 22 ára
Hver finnst þér vera kynþokkafyllsta kona á
Íslandi? M Þetta er nú erfið spurning. Ég segi
bara öll íslenska kvenþjóðin, hún er falleg.
Sandra Björk
Hvað gerðir þú áður en þú varðst
svona vinsæll á netinu?
M Ég var eiginlega ekki að gera
neitt af viti. Hver dagur var bara
mjög svipaður þeim næsta.
Sofa, borða, fara í bíó og sund
og hitta vini mína og svona.
En núna vinn ég í þessu á
fullu.
Frikki, 29 ára
Gætir þú hugsað þér að vinna
sem kokkur og búa til alla þessa
svakalegu rétti þína á alvöruveit-
ingastað?
M Nei, ég held að það væri leiðinlegt. Nema
ég væri með minn eigin stað.
Gunnar Már, 26 ára
Ég var að bjóða stelpu á deit og langar mikið
að elda einhvern flottan mat fyrir hana. Með
hverju mælir Mixarinn á fyrsta deiti? M Sko, ef
við förum yfir í mína rétti mæli ég með banana-
snarlinu. Ástargotterí er líka mjög skemmtilegur
réttur. En svo er bara hægt að elda hvað sem er.
Sigrún Edda, 24 ára
Ertu með aldurstakmark á stelpur sem þú
myndir vera með? En aldurshámark?
M Aldurstakmark hjá mér er 18 ára,
svona til að hafa þetta löglegt. Ég
er ekkert með neitt hámark sér-
staklega, en ég er kannski ekki
í einhverju fertugt plús. Ég er
sjálfur 25 ára þannig að eitthvað
í kringum það er bara flott.
Páll Helgi, 16 ára
Hvað varð til þess að þú byrjaðir
að gera myndbönd og setja þau á
netið? M Ég gerði einn rétt og svo bara
hélt ég áfram af því að fólki líkaði hann
svo vel.
Þorvaldur Már
Hvernig er að vera orðinn frægur? M Ég tel mig
ekki vera það frægan, ég tel mig vera þekktan, en
það er bara mjög fínt og mjög svipað og áður.
Unnsteinn, 21 árs
Ertu mikill djammari? Drekkurðu áfengi?
M Nei, ég drekk ekki og reyki ekki heldur. Ég fer
lítið niður í bæ og svona, nema ég sé að spila
sjálfur.
Emil, 16 ára
Hvaða forrit notarðu til að gera tónlistina þína?
M Það heitir Garage Band.
Magnús Þór, 25 ára
Ertu tilbúinn að gera hvað sem er fyrir rétta
upphæð? M Hvað sem er? Það er nú erfitt. Ætli
það fari ekki bara eftir því hvað það er. Svona
innan eðlilegra marka.
Kvenhyllin
hefur aukist
Maggi Mix svarar spurningum lesenda
MAGNÚS VALDIMARSSON Á NÆSTUM ÞVÍ
25 ÞÚSUND AÐDÁENDUR Á FACEBOOK