Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 22.04.2010, Qupperneq 8

Monitor - 22.04.2010, Qupperneq 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 Hermann Hreiðarsson er fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu og leikmaður Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni. Hann stendur á krossgötum á ferlinum en hann lenti í erfiðum meiðslum á dögunum og verður frá knattspyrnu í að minnsta kosti hálft ár. Þótt Hermann sé bundinn við hækjur og geti lítið hreyft sig lætur hann engan bilbug á sér finna. Hann er andlit nýrrar herferðar samtakanna Blátt áfram, sem hófst í þessari viku, þar sem fólk er vakið til vitundar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Þú ert andlit nýrrar herferðar Blátt áfram sem fór af stað í þessari viku. Hvernig kom það til? Þetta byrjaði þannig að við töluðum við nokkur góðgerðarfélög í kringum golfmótið1 í fyrra. Árið áður söfnuðum við peningum fyrir SOS Barnaþorp, sem ég hef verið sendi- herra fyrir á Íslandi, en eftir að allt fór á hausinn fannst manni eðlilegra að einbeita sér að góðgerðarfélögum á Íslandi. Við ræddum meðal annars við Blátt áfram sem er að vinna virkilega áhugavert og nauðsyn- legt starf í forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Þannig byrjaði þetta og við höfum verið í sambandi síðan. Ég frétti að þú hefðir haft samband við þau að fyrra bragði og óskað eftir því að taka þátt í herferðinni. Ég ætla nú ekki að taka neitt kredit fyrir það. Það var engin spurning að ég vildi fá að taka þátt í þessu verkefni, enda er Blátt áfram að vinna frábært starf. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er viðbjóðslegt, en því miður er það töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir. Það eru allir hissa þegar þeir sjá tölur yfir hversu algengt þetta er. Þessu þarf að breyta og ég tel að það þurfi ekki mikið til. Fyrst og fremst þarf að upplýsa fólk um þetta almennt. Foreldrar eru auðvitað ábyrgir fyrir sínum börnum og þurfa sjálfir að upplýsa þau, þó að þetta sé viðkvæmt mál og kannski óþægilegt að ræða um. Krakkar eru bara krakkar og vita ekki betur en fullorðið fólk segir þeim. Ef rétta fólkið upplýsir krakkana þá er hálfur sigurinn unninn. Hvað ertu að gera um þessar mundir, hálffarlama og gifsaður?2 Það er eitthvað lítið sem ég get gert. Ég losna við gifsið í þessari viku en ég má ekki stíga í fótinn í nokkrar vikur á meðan þetta er að gróa. Fyrir ofvirkan mann eins og mig er það frekar erfitt, maður má ekkert gera af viti. Mér hefur oft fundist ég vera gagnslaus en aldrei meira en núna. Maður getur ekki haldið á kaffibolla án þess að sulla kaffinu yfir sig. En ég reyni nú að hafa eitthvað fyrir stafni og láta tímann líða. Það hefur verið fínt veður þannig að maður kemur sér fyrir úti og fær sér kaffi. Svo þarf maður að fara á klósettið inni á milli og það er hálftíma atriði, þannig að tíminn er fljótur að líða. Áttu mikið eftir í boltanum? Já. Þetta eru auðvitað skítameiðsli en ég er harðákveðinn í að koma til baka og hætta þegar ég vil hætta. Ég vil geta tekið þá ákvörðun sjálfur í stað þess að hún sé tekin fyrir mig. Það er ágætiskraftur í löppunum ennþá og í skrokknum í heild sinni. Á þessum aldri3 fara menn oft að spyrja hvort þetta sé ekki að verða búið, en ég ætla að reyna að halda áfram eins lengi og ég get. Þótt aldurinn skipti einhverju máli er miklu meira atriði í hvernig standi maður er og ég er í fínu standi. Þessi meiðsli eru bara ein af þessum hindrunum sem maður lendir í á lífsleiðinni og þarf að komast yfir. Samningur þinn við Portsmouth rennur út eftir tímabilið. Er eitthvað komið á hreint varðandi framhaldið? Nei, þessi meiðsli setja allt í óvissu varðandi framhaldið. Ég á eftir að tala við klúbbinn um hvort þeir hafa áhuga á að hafa mig áfram, en meiðslin veikja stöðu mína töluvert. Ég ætla fyrst og fremst að einbeita mér að því að ná mér góðum áður en ég fer af stað. Svo verð ég bara að bíða og sjá. Hvað langar þig að gera eftir að ferlinum lýkur? Maður er búinn að vera í fótbolta í það langan tíma að það er engin spurning að mig langar að reyna fyrir mér í þjálfun. Ég ætla að afla þeirra réttinda sem þarf að afla og gefa því séns. Sjá hvort ég hef gaman af því og hvort maður getur eitthvað sem þjálfari. Áttu von á því að flytja til Íslands eftir að þú hættir að spila? Það er erfitt að segja. Ég er ekki mikið fyrir að ákveða hlutina langt fram í tímann. Við erum búin að vera lengi á Englandi, yngstu dætur okkar hafa búið hérna allt sitt líf. Okkur líður mjög vel og kannski reynum við að vera eitthvað hérna áfram. Eru menn eitthvað að skjóta á þig fyrir að vera búinn að falla svona oft úr ensku úrvalsdeildinni?4 Nei, ég hef bara aldrei nokkurn tímann heyrt minnst á þetta! Ef ég hefði ekki meiðst í vetur hefðum við líka að sjálfsögðu haldið okkur uppi, en svona er þetta. Nei, nei, menn eru nú ekkert mikið að skjóta, enda er þetta ekkert viðkvæmt. Þetta er bara staðreynd sem maður hleypur ekkert undan. Auðvitað er glötuð tilfinning að falla og tapa, eins og allt íþróttafólk veit, en ég hef alltaf komið sterkur til baka. Það eina sem maður getur gert á vellinum er að skila sínu og þegar ég hef horft til baka eftir hvert tímabil hef ég alltaf verið nokkuð sáttur með mína frammistöðu. Það hafa verið margar erfiðar stundir og erfiðir tímar, en erfiðir tímar vara ekki að eilífu. Eins og sagt er á ensku: „Tough times don‘t last, but tough people do.“ Eftir Björn Braga Arnarsson bjornbragi@monitor.is Hermann Hreiðarsson er að jafna sig af erfiðum meiðslum. Hann er langt frá því að vera hættur að spila fótbolta og ætlar að koma til baka sterkari en nokkru sinni fyrr. Alltaf komið sterkur til baka Mérfinnstbara skemmtilegtef þaðer fréttaðHemmi hafifengiðsérbjór og sungið íkarókí. Orðskýringar 1. Herminator Invitational er golfmót sem Hermann stendur fyrir árlega í Vestmannaeyjum. Þangað mæta margar stjörnur til leiks og safnað er fé til góðgerðarmála. 2. Hermann sleit hásin í leik Portsmouth og Tottenham í lok mars. Hann er búinn að gangast undir aðgerð og verður frá í að minnsta kosti hálft ár. 3. Hermann verður 36 ára í sumar. 4. Hermann hefur fallið úr ensku úrvalsdeildinni með fimm liðum, Brentford, Wimbledon, Ipswich, Charlton og Portsmouth. 5. Bubbi Morthens fór í mál við vikublaðið sáluga, Hér og nú, eftir að birt var frétt með fyrirsögninni „Bubbi fallinn“. Bubbi vann málið og voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur. 6. Goslokahátíðin er haldin fyrstu helgina í júlí í Vestmannaeyjum á hverju ári, en þá er goslokanna í Heimaey minnst. 7. Ólafur Jóhannesson hefur stýrt íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu frá árinu 2007. 8. Hermann stendur um þessar mundir í sérstökum málaferlum. Hann gerði tilboð í hús á Íslandi en hætti síðan við að kaupa það. Húseigandinn taldi ólögmætt að Hermann félli frá tilboðinu og kærði hann. Á 60 SEKÚNDUM Ef það yrði gerð bíómynd um þig, hver myndi leika þig? Dolph Lundgren. Hann þarf reyndar að fara í ræktina í mánuð, þá nær hann mér. Hvaða plötu ertu með í spilaranum núna? Nýja diskinn með Diktu. Ég er hrikalega ánægður með þá. Án hvaða íslenska matar getur þú ekki verið þarna úti? Ég get ekki verið án harðfisks. Ég er mjög oft með harðfisk hérna. Ég verð líka að hafa íslenskan ost, eins og Gotta. Hann er uppáhaldið mitt. Hvað óttastu mest? Veikindi og slys ástvina. Maður er ánægður svo lengi sem fjölskyldan, vinir og ættingjar eru heilir heilsu. Hvað ertu með mörg húðflúr? Eitt. Hvað er það fáránlegasta sem þú hefur keypt? Mótorhjól í afmælisgjöf handa konunni. Ég hef aldrei orðið fyrir jafnmiklum vonbrigðum á ævinni. Ég ætlaði að vera ógeðslega fyndinn, en svo fattaði ég að þetta var eiginlega ekkert fyndið heldur var þetta bara ótrúlega heimskulegt. Hún myndi aldrei keyra mótorhjól og hvað þá sitja aftan á því. En hún gleymir því allavega aldrei hvað hún fékk í afmælisgjöf þetta árið. En það fáránlegasta sem þú hefur lent í? Að vera kærður fyrir að kaupa ekki hús sem mig langaði kannski í.8

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.