Monitor - 22.04.2010, Síða 10

Monitor - 22.04.2010, Síða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 Ef Monitor myndi skrifa frétt um þig með fyrirsögninni „Hemmi fallinn“, myndir þú þá fara í mál við okkur?5 Ég myndi nú ekki fara í mál við ykkur, en kannski berja ykkur. Þú ert þekktur fyrir að taka aðeins í fólk, hefur það einhvern tímann endað í tárum og sárum? Nei, það er nú aldrei tilgangurinn að skapa einhver illindi eða leiðindi. Þetta er bara einhver barnalegur og asnalegur húmor í mér. Oftast er maður bara að sjá úr hverju fólk er gert. En þetta er eiginlega orðið þannig að fólk verður sárt ef maður skilur það út undan. Ég er búinn að telja fólki trú um að það sé merki um kærleik þegar ég er að pína það eða fara í slag við það, þannig að menn eru farnir að hugsa með sér hvort ég sé hættur að fíla þá ef ég tek ekki í þá. Bresku slúðurblöðin birtu eftirminnilegar myndir af þér á djamminu í vetur. Pirrar það þig að fá svona umfjöllun? Nei, alls ekki. Mér finnst bara skemmtilegt ef það er frétt að Hemmi hafi fengið sér bjór og sungið í karókí. Þeir sem hafa heyrt mig syngja vita að það er ekki fallegt en ef ég kemst í fréttirnar fyrir það, þá er það bara kúl. Hversu frægur ertu úti í Bretlandi? Ég er allavega ekki jafnfrægur og David Beckham, en ég er samt dálítið líkur honum með sólgleraugu. Þú ert óneitanlega einn af vinsælli leik- mönnum Portsmouth. Fílar þú að spjalla við aðdáendurna og grilla í þeim? Já, það eru náttúrlega þvílík forréttindi að fá að spila í ensku úrvalsdeildinni og þessi deild væri ekkert án þessara brjáluðu aðdáenda. Það eru fyrst og fremst þeir sem búa hana til. Stemningin á völlunum og allt í kringum mann er alveg ólýsanleg og hjá mörgum snýst vikan hreinlega um hvernig úrslitin hjá liðinu þeirra voru. Ef einhver vill áritun eða mynd eða eitthvað slíkt gef ég mér alltaf góðan tíma í það. Þetta er bara hluti af starfinu og engin spurning að verða við því. Flettir þú í gegnum spjallborð á aðdáenda- síðum eða gúgglar þú sjálfan þig? Nei. Ég og tölvur erum eiginlega stál í stál. Ég hef stundum komist inn á MBL og Vísi og lesið fréttir þar, en lengra kemst ég ekki. Hver er besti vinur þinn í enska boltanum? Ég vil nú ekki gera upp á milli manna. Í vetur hefur verið svona smá kjarni sem heldur hópinn, það eru ég, Mark Wilson, David James, Richard Hughes, Steve Finnan og Hayden Mullins. Þetta eru svona þeir sem ég hef hangið mest með í vetur. Hver er frægasta manneskja sem þú þekkir fyrir utan fótboltann? Baddi í Jeff Who? Við rokkuðum saman á Goslokahátíðinni6 í fyrra. Baddi sagði sjálfur að honum hefði aldrei liðið eins vel á sviði eins og með mér. En það var bara af því að ég var að syngja líka. Hvað með íslenska landsliðið, er það á réttri leið? Já, það er engin spurning. Óli7 er búinn að stilla liðið nokkuð vel af. Það hefur alltaf vantað stöðugleika í liðið en það var góður stöðugleiki alla síðustu keppni. Við hefðum getað unnið Noreg bæði heima og úti og eins hefðum við getað unnið Hollendinga úti. Oft datt þetta bara ekki með okkur. Við vorum aldrei neitt skammarlegir og við áttum einn eða tvo frábæra leiki, eins og á móti Norðmönnum hérna heima sem við hefðum getað unnið 5-1. Liðið hefur staðið sig hrikalega vel í síðustu æfingaleikjum og það eru margir ungir peyjar að koma inn í liðið. Mér finnst þetta allt vera á réttri leið. Um fótboltamenn Sá steiktasti? Birkir Kristinsson. Sá grófasti? Heiðar Helguson. Sá leiðinlegasti? Tryggvi Guðmundsson í 6. flokki. Hann var í Þór og ég í Tý. Hann skallaði einu sinni Rút Snorra- son og einu sinni fékk hann rauða spjaldið frá dómaranum og reif það. Hann var 10 ára. 10 ára geðveikur drengur. Sá besti? Leyfum Tryggva að vinna það upp að vera svona leiðinlegur með því að segja að hann sé bestur. Sá sem er með stærsta typpið? Aron Einar Gunnarsson.

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.