Monitor - 22.04.2010, Page 12
kvikmyndir
Hæð: 177 sentímetrar.
Besta hlutverk: Aileen Wuornos
í Monster.
Skrýtin staðreynd: Þegar
hún hlaut Óskarinn fyrir
Monster varð hún fyrsta
manneskjan frá Afríkulandi til
að hljóta Óskarsverðlaun fyrir
aðalhlutverk.
Eitruð tilvitnun: „Ég samgleðst
fólki sem vill gifta sig, en það er
ekki fyrir mig.“
1975Fæðist 7. ágúst íborginni Benoni í
Suður-Afríku.
1990Verður vitni aðþví þegar móðir
hennar skýtur föður hennar til
bana í sjálfsvörn, en hann var
ofbeldisfullur drykkjumaður.
Móðir hennar var ekki ákærð
fyrir atvikið.
1991
Flytur til
Mílanó og
reynir fyrir
sér sem fyrir-
sæta. Seinna
fer hún til
New York
í ballettnám en neyðist til að
hætta vegna hnémeiðsla.
1995Fær fyrstatækifærið
í kvikmynd, örhlutverk í
hryllingsmyndinni Children
of the Corn III: Urban Harvest.
Theron talaði ekkert í myndinni,
sem fór beint á leigu.
1997Kemur sér á kortiðfyrir alvöru þegar
hún leikur eiginkonu Keanu
Reeves í kvikmyndinni Devil‘s
Advocate.
1999Situr fyrir í Playboyog er önnur konan
á eftir Kim Basinger til að hljóta
Óskar eftir að hafa gert það.
2003
Hlýtur Óskars-
verðlaun sem
besta leikkona
í aðalhlut-
verki fyrir
ógleymanlega
frammistöðu
sína sem
morðkvendið
Aileen Wuornos í Monster.
2005Tilnefnd tilÓskarsverðlauna
fyrir aðalhlutverkið í North
Country en tapar fyrir Reese
Witherspoon úr Walk The Line.
2007Valin kynþokka-fyllsta kona heims
af tímaritinu Esquire.
Charlize
Theron
FERILLINN
12 Monitor FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
Frumsýningar
helgarinnar
She‘s Out Of My League
Leikstjóri: Jim Field Smith.
Aðalhlutverk: Alice Eve, Jay Baruchel og Krysten Ritter.
Lengd: 104 mínútur.
Dómar: IMDB: 6,7 / Metacritic: 4,6 /
Rotten Tomatoes: 54%
Aldurstakmark: 12 ára.
Kvikmyndahús: Laugarásbíó, Smárabíó,
Sambíóin Álfabakka og Borgarbíó Akureyri.
Kirk (Baruchel) trúir því varla hvað hann er heppinn.
Þrátt fyrir að vera meðaljón og starfa sem öryggisvörður á flugvelli fellur
þokkadísin Molly (Eve) fyrir honum. Kirk finnst þetta nánast of gott til að
vera satt og það finnst vinum hans, fjölskyldunni og gömlu kærustunni
líka. Það er því mikil pressa á Kirk að sýna öllum fram á að hann geti látið
sambandið endast.
JAY BARUCHEL
Það er 28 ára Kanadamaður að
nafni Jay Baruchel sem leikur
aðalhlutverkið í She’s Out Of
My League. Margir muna eftir
Baruchel úr aukahlutverkum í
myndum á borð við Knocked
Up og Tropic Thunder en þetta
er fyrsta alvöruaðalhlutverk
hans á ferlinum. Næsta mynd
kappans er Disney-myndin The
Scorcerer’s Apprentice,
sem er væntanleg í sumar, en
þar leikur hann aðalhlutverkið
á móti Nicolas Cage.
KIRK FELLUR FYRIR
ÞOKKADÍSINNI MOLLY SEM
ER ALLTOF GÓÐ FYRIR HANN
VILTU
VINNA
MIÐA?
Monitor ætlar að gefa
nokkrum heppnum
lesendum miða á
She’s Out Of My
League. Það eina sem
þú þarft að gera er að
fara inn á Facebook-
síðu Monitor og velja
LIKE á kvikmyndaþráð
vikunnar. Á mánudag
drögum við svo út
nokkra sigurvegara.
Þú finnur okkur
með því að slá inn
„Tímaritið Monitor“ í
leitarstrenginn.
Astro Boy
Leikstjóri: David Bowers (Flushed Away).
Leikraddir: Kristen Bell, Nicolas Cage, Samuel L.
Jackson, Charlize Theron og Donald Sutherland.
Lengd: 94 mínútur.
Dómar: IMDB: 6,4 Metacritic: 5,3 Rotten Tomatoes:
48%
Aldurstakmark: Leyfð öllum.
Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka, Sambíó-
in Kringlunni, Sambíóin Keflavík, Sambíóin
Akureyri og Sambíóin Selfossi.
Í fjarlægri framtíð er jörðin svo menguð að
mannkynið er á mörkum þess að þurfa að flýja
plánetuna. Vísindamaður nokkur missir son
sinn og ákveður í kjölfarið að búa til vélmenni.
Vélmennið hefur ofurkrafta og verður sannkölluð
borgarhetja. Astro Boy er byggð á samnefndri
teiknimyndasögu frá Japan. Hægt er að sjá
myndina bæði með ensku og íslensku tali.
GEIMDRENGURINN NOTAR
SILVER-GEL Í HÁRIÐ
Youth in Revolt
Leikstjóri: Miguel Arteta
Aðalhlutverk: Michael Cera, Portia Doubleday,
Steve Buscemi, Justin Long, Ray Liotta, Jean Smart,
Fred Willard og Zach Galifianakis.
Lengd: 90 mínútur.
Dómar: IMDB: 7,0 / Metacritic: 6,3 / Rotten
Tomatoes: 69%
Aldurstakmark: 12 ára.
Kvikmyndahús: Smárabíó og Regnboginn.
Nick Twisp (Cera) er 16 ára strákur sem er afar
upptekinn af því að missa sveindóminn en er ekki
beinlínis sá vinsælasti. Nick fellur fyrir bráðgáf-
aðri og fallegri stúlku (Doubleday) en þegar hann
áttar sig á því að áhuginn er ekki gagnkvæmur
býr hann sér til nýjan karakter og bregður sér
í hlutverk hans. Það á hins vegar eftir að hafa
afdrifaríkar afleiðingar og brátt er Nick orðinn
eftirlýstur glæpamaður.
MICHAEL CERA FER LÉTT MEÐ AÐ LEIKA 16
ÁRA STRÁK ÞRÁTT FYRIR AÐ VERA 22 ÁRA
The Ghost Writer
Leikstjóri: Roman Polanski
Aðalhlutverk: Ewan McGregor, Pierce Brosnan,
Kim Cattrall, Olivia Williams, Tom Wilkinson,
Timothy Hutton og Eli Wallach.
Lengd: 128 mínútur.
Dómar: IMDB: 7,9 / Metacritic: 7,7 / Rotten
Tomatoes: 84%
Aldurstakmark: 12 ára.
Kvikmyndahús: Sambíóin Álfabakka, Sambíóin
Kringlunni og Sambíóin Akureyri.
Breskur rithöfundur gengur undir nafninu Draug-
urinn, þar sem hann starfar við að skrifa efni fyrir
aðra sem síðan birtist í þeirra nafni. Draugurinn
fær tilboð um að skrifa endurminningar fyrrver-
andi forsætisráðherra Bretlands. Eftir því sem
hann grefur dýpra í fortíð forsætisráðherrans
kemst hann sífellt að skítugri leyndarmálum, sem
stofna honum í mikla hættu.
PIERCE BROSNAN LEIKUR
FORSÆTISRÁÐHERRA BRETA