Monitor - 13.05.2010, Side 3

Monitor - 13.05.2010, Side 3
Sindri Eldon skrifaði gagnrýni um plötu Hafdísar Huldar, Synchro- nized Swimmers, í nýjasta tölublað Grapevine. Skemmst er frá því að segja að gagnrýnin er afar neikvæð og klykkir út á þeim orðum að ef þunglyndi hafi ekki drepið hlust- andann muni platan gera það að verkum að hann muni vilja drepa sig sjálfur. Bubbi Morthens sér tilefni til að taka fram lyklaborðið vegna þessa máls og skrifar um Sindra á Facebook-síðu sinni: „Hann getur ekki spilað á bassa skammlaust og í staðinn reynir hann að hefja sig upp í sól móður sinnar með drullu um fólk sem hefur hæfileika sem sannarlega hann hefur ekki sem tónlistarmaður.“ Móðir Sindra er að sjálfsögðu Björk Guðmundsdóttir. Bubbi fær fljótlega athugasemd þar sem hann er spurður hvort hann hafi sjálfur einkarétt á að upphefja sig á kostnað annarra. Hafdís Huld skrifar svo sjálf: „Takk Bubbi minn, gott að finna stuðning frá fólki sem veit um hvað það er að tala“ og er greinilega ekki skemmt yfir gagnrýni Sindra. Bubbi bætir svo um betur og segir: „Hann hefur reynt allt til þess að fá ljósið á sig kannski ætti hann að kúka á sviði þá fengi hann mögulega umfjöllun við hæfi.“ Tónlistarfólkið Ragnheiður Gröndal, Jakob Frímann Magnússon og Orri Harðarson kvittar allt á athugasemdaþráðinn og segist sú fyrstnefnda ekki þola svona níðskrif. Gaukur Úlfarsson gagnrýnir Bubba hins vegar og skrifar: „Sjúklega hallærisleg og barnaleg færsla Bubbi. Ég á plötu sem Sindri gerði fyrir jólin síðustu sem er stútfull af frábærri tónlist og svo ættir þú að vera manna síðastur að mæla gegn því að fólk segi það sem því í brjósti býr.“ Monitor fylgist spennt með framhaldinu. „Ég hélt síðast upp á afmælið mitt þegar ég var þrettán ára, þannig að fyrst ég ákvað að gera það núna ákvað ég að gera það almennilega,“ segir Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger. Hann fagnaði þrítugsafmæli sínu með stórri veislu á miðvikudagskvöld, en hann á afmæli 13. maí. Veislan var reyndar haldin undir því yfirskyni að um fertugsafmæli væri að ræða. „Ég gerði það til þess að plata fólk. Þannig að þegar ég verð fertugur eftir 10 ár munu menn spyrja: „Bíddu varstu ekki fertugur þarna fyrir 10 árum síðan?“ Þá er sjokkið farið og það verður ekkert vandræðalegt fyrir mig að verða gamall,“ útskýrir Egill. Lagði áherslu á að fá frægu vinina Mikið var um dýrðir í veislunni og krökkt af þekktum andlitum. „Ég lagði mikla áherslu á að frægu vinir mínir myndu koma, en ég var lítið að stressa mig á því hvort vinir mínir sem eru ekki þekktir myndu mæta. Þeir fengu bara Facebook- boð en þeir frægu fengu Facebook-boð, SMS og símtal,“ segir Egill. Hann segist langt frá því að vera að stressa sig yfir aldrinum. „Ég er einn af þeim fáu sem hlakka til að verða gamall. Í líkamsrækt toppar þú 43 til 45 ára, þá nær þroskinn í vöðvunum hámarki. Þá fer maður líka allur að grána og kerlingarnar hata það ekkert,“ segir Egill og bendir á George Clooney og Sean Connery sem sönnunargögn fyrir því að konur kunni að meta gráhærða menn. „Ég hlakka mikið til að sjá fyrsta hárið kikka inn,“ segir hann. Engin kaka á afmælinu Þrátt fyrir stóran áfanga neitaði Egill sér um að fá köku eða aðrar kræsingar á afmælisdaginn. Hann undirbýr sig nefnilega af krafti fyrir sjónvarpsþátt sem verður tekinn upp eftir nokkrar vikur. „Það eru innan við sex vikur í að ég verði nakinn í sjónvarpinu í Bandaríkjunum. Þá get ég ekki leyft mér að borða kökur núna. Ég þarf að vera í hroðalegu standi þá,“ segir Egill. Um er að ræða raunveruleikaþátt þar sem hann og Auðunn Blöndal keppa við Sveppa og Villa Naglbít um að komast á sem skemmstum tíma í gegnum Bandaríkin. Fyrirhugað er að sýna þáttinn í haust. Auk þess er Egill að skrifa sína þriðju bók. „Þegar ég fer út á meðal almennings sé ég að starfi mínu er ekki lokið. Það eru rasshausar og dónar út um allt,“ segir Egill, sem hefur áður gefið út bækurnar Biblía fallega fólksins og Mannasiðir og seldust þær báðar feykivel. „Ég á í rauninni í eilífri baráttu við að gera menn að betri mönnum. Ég gefst ekkert upp.“ 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Sími: 569-1136 Blaðamenn: Allan Sigurðsson (allan@monitor.is), Haukur Johnson (haukurjohnson@monitor.is), Vigdís Sverrisdóttir (vigdis@monitor.is) Forsíða: Ernir Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Auglýsingar: auglysingar@monitor.is Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Þorvaldur Davíð Kristjánsson my LAST WEEK before i’m officially a 4th Year at Juilliard. Time truly does fly!!!. 12. maí kl. 11:51 Arnar Grant tekur nokkrar pósur fyrir framan spegilinn... 11. maí kl. 6:43 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Monitor Monitor mælir með How To Make It In America er splunkunýr þáttur sem lofar virkilega góðu. Í þættinum er fylgst með þeim Ben og Cam sem reyna að koma sér áfram í tískuheiminum í New York. Upphafsstefið, I Need A Dollar með Aloe Blacc, er líka svo nett að það eitt og sér gerir þáttinn þess virði að horfa á hann. Rapparinn Kid Cudi leikur líka í þáttunum og það skemmir ekkert fyrir. Eldofninn í Grímsbæ býður upp á frábærar pítsur á góðu verði. Þar er gott að setjast niður og borða en einnig er boðið upp á heimsendingar. Af matseðlinum má hiklaust mæla með pítsunni „Eldofninn“ sem er hrikalega góð fyrir þá sem vilja sterkan mat. Hvítlauksbrauðið er líka syndsamlega gott. Heligoland er nýjasta platan frá breska dúóinu Massive Attack og er alveg hreint stórgóð. Aðdáendur sveitarinnar höfðu beðið lengi eftir nýrri plötu frá sveitinni og olli hún engum vonbrigðum. Heligoland er nokkuð fjölbreytt plata enda er Massive Attack þekkt fyrir tilraunastarfsemi við upptökur. Það má mæla sérstaklega með laginu Paradise Circle. Vikan á... Feitast í blaðinu Vinsælustu myndbönd YouTube frá upphafi og sagan á bak við þau. 4 Páll Óskar og Eurovision- spekingarnir spá fyrir um keppnina. 8 Nína Dögg Filippusdóttir leikkona í skemmtilegu viðtali. 10 Robin Hood með Russell Crowe í aðalhlutverki er frumsýnd um helgina. 14 Fílófaxið tekur saman alla helstu viðburði helgarinnar á einum stað. 12 Á SKJÁNUM Í MAGANUM Hlakka til að sjá fyrsta gráa hárið Í SPILARANUM The Charlies Spent a lot of time in IKEA and Target today. Now sitting with Rip and the girls going through songs we just got from some amazing songwriters :-) ..Very exciting!! Hugs&kisses, Alma xoxo! 11. maí kl. 4:52 Efst í huga Monitor Gillzenegger fagnaði þrítugsafmæli sínu í vikunni með glæsilegri veislu. NÝR GILLZ.IS Egill opnar um þessar mundir nýja og endurbætta útgáfu af vefsíðu sinni Gillz.is sem hann lét hanna fyrir sig. „Það er 100% öruggt að þessi síða fær verðlaun fyrir vefhönnun,“ segir Egill hógvær. Mynd/Golli EGILL BLÆS Á KERTIÐ Á SÉRSTAKRI LÓÐAKÖKU SEM HANN FÉKK Á AFMÆLINU Vala Grand omg love this song rude boy by rihana it makes me feel sexy and _________lol u guess 11. maí kl. 2:19 Fjalar Þorgeirs- son Menn sem halda með Liverpool ættu núna að breyta um og halda með Interpol! 12. maí kl. 0:39 + + = GILLZ Á HÁLFRI MÍNÚTU Hvaða mynd sástu síðast? Tango & Cash. Hún er rosaleg. Leigðu Tango & Cash í kvöld og það verður besta mynd sem þú hefur séð. Með hverjum heldur þú á HM í sumar? Englandi. Ég svo marga vini í liðinu. Hver þarf mest á því að halda að mæta í einkaþjálfun? Höddi Magg. Hvað tekur þú í bekk? 160 á kjötinu, fyrir hádegi, óétinn.

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.