Monitor - 13.05.2010, Blaðsíða 6

Monitor - 13.05.2010, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 Myndir/Ernir Að taka það á þrjóskunni Eurovision-þátttakendur eiga það til að vera eins og búmerang og koma aftur þegar þeim hefur verið kastað í burtu. Dæmi um það finnast í keppninni í ár eins og svo oft áður. Það eru Niamh Kavanagh, sem vann reyndar keppnina á gullárum Írlands á tíunda áratugnum og stúlknasveitin Feminnem sem keppti fyrir Bosníu 2005 en keppir fyrir Króatíu í ár. Vinsældir þessarar aðferðar eru svo sem skiljanlegar enda hefur hún nokkrum sinnum reynst ágætlega. Skemmst er að minnast þess þegar rússneski vælukjóinn Dima Bilan sigraði árið 2008 með hinu hundleiðinlega lagi Believe, eftir að hafa lent í öðru sæti með fínt lag tveimur árum áður. Sigurformúlan er þó ekki svona einföld og fáir vita það betur en hin maltneska Chiara, sem tók þátt í fyrra og lítur út eins og Egill Helgason. Hún keppti fyrst árið 1998 og náði þriðja sætinu og hækkaði sig upp í annað sæti þegar hún sneri aftur árið 2005. Í þriðju tilraun hafnaði hún hins vegar í 22. sæti. Það hefur einmitt frekar verið venjan hjá íslenskum keppendum að þeir skori lægra með hverju kastinu. Þannig náði Sigga Beinteins fyrst fjórða sætinu með Eitt lag enn, því næst sjöunda með Nei eða já og loks því tólfta með Nætur. Ekki tókst heldur að hækka Eirík Hauksson upp fyrir sextánda sæti Gleðibankans og hann komst ekki upp úr forkeppninni 2007. En bitrasta reynslan var líklega þegar gullkálfinum okkar, Selmu Björnsdóttur, var hafnað þegar hún sneri aftur árið 2005 til að sækja sigurinn sem hefði auðvitað verið með réttu hennar sex árum áður. Einhverjum kann því að þykja óþægilegt að vita til þess að Hera Björk hefur einmitt tvisvar áður komið fram fyrir Íslands hönd í keppninni - sem bakraddasöngkona þó - bæði í fyrra og árið 2008 með Eurobandinu. Hins vegar er mikilvæg undantekning á þessari reglu og hún heitir Stefán Hilmarsson. Hann lenti í sextánda sætinu alræmda þegar hann söng um Sókrates árið 1988 en náði að hækka sig um eitt sæti, upp í það fimmtánda, þegar hann og Eyfi kepptu með Nínu þremur árum síðar. Eitt sæti kann að hljóma lítið í þessu samhengi en fyrir þá sem hafa lent í öðru sæti, eins og Hera og félagar í fyrra, þá skiptir eitt sæti augljóslega öllu máli. Við skulum því bara vona að Hera púlli einn Stefán í Ósló og sigurinn verði loks okkar. haukurjohnson@monitor.is 2 vikur í Eurovision Ferska liti og fylgihluti í próflokapartíið Nýtt myndband með Friðriki Dór á leiðinni. Í rauðum buxum og sumarfíling „Þetta verður svakalega sumarlegt og litríkt,“ segir Friðrik Dór Jónsson sem tók á dögunum upp sitt fyrsta tónlistarmyndband. Myndbandið er við lagið Fyrir hana sem fór nýverið í spilun og hefur notið mikilla vinsælda á netinu. Myndbandið var gert af sömu aðilum og gerðu málningarslettu- myndbandið við lagið Jealousy með Haffa Haff. Það var einmitt Haffi Haff sjálfur sem stíli- seraði myndband Friðriks. „Haffi setti mig í rauðar buxur og kom með góðan sumarfíling í þetta,“ segir Friðrik og bætir við: „Ég fór líka í danskennslu til að læra nokkur spor sem ég tek í myndbandinu.“ Myndbandið var tekið upp í miðborginni, meðal annars uppi á þaki Íslensku auglýsingastofunnar á Laufásvegi. Jay-Z bíður í París Friðrik ætlar að eyða sumrinu í að spila um allt land auk þess sem hann vinnur að sinni fyrstu plötu sem kemur út í haust. Þá starfar hann sem vallarstarfsmaður í Kaplakrika. „Ég hef verið að vinna í Krikanum undanfarin ár og bara gat ekki sleppt því núna, þótt það sé nóg að gera. Sérstaklega ekki þegar það er HM-sumar. Við ætlum að setja upp HM-stofu og svona,“ segir Friðrik. Áður en að HM kemur er hann hins vegar að fara í rómantíska ferð til Parísar með kærustu sinni þar sem þau ætla meðal annars á tónleika með Jay-Z. „Það verður mögnuð upplifun að sjá Jay-Z. Hann er frábær tónlistarmaður og mikill áhrifavaldur á mína tónlist,“ segir Friðrik. EURO-HAUKUR ER DÓSENT Í EUROVISION Sara Björk var að klára prófin og kíkti með Monitor í Sautján. FRIÐRIK DÓR GERIR ALLT FYRIR HANA EN HEFUR LÍTIÐ VILJAÐ GERA FYRIR HÆNUR SARA BJÖRK ÞORSTEINSDÓTTIR Nemi á þriðja ári í MK 06.11.91 Hvað fílaðir þú helst við lúkkið? Kjóllinn er flottur og bjartir litir koma sterkir inn fyrir sumarið. Veskið þótti mér líka mjög flott. Hvað fílar þú sem er móðins um þessar mundir? Ég er hrifin af röndóttu, uppreimuðum skóm og indjánastílnum. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég keypti gráa peysu með axlarpúðum, rennda að aftan. Uppáhaldsbúðir? GS-skór, Topshop og Sautján. Er eitthvað sem þú myndir aldrei klæðast? Sundbolur. Hvaða lit klæðist þú helst? Ég geng mikið í gráu og gulu. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég er að fara í útskriftarferð til Tyrklands í sumar og jafnvel til Frakklands. Tónlist? Ég hef verið að hlusta mikið á Joshua Radin og íslenska tónlist. Sjónvarpsþáttur? Modern Family eru hrikalega fyndnir þættir. Uppáhaldsfylgihlutur? Ég held mikið upp á töskur. Eyrna- lokkar sem vinkonur mínar gáfu mér í afmælisgjöf eru einnig í uppáhaldi. Hvað ertu með í töskunni? Síma, lykla, vaselín, klemmu í hárið og lyklakippu með mynd af mömmu. Uppáhaldssnyrtivara? Maskari og vaselín eru nauðsynleg. KJÓLL Flottur partíkjóll fyrir sumarið. 6.990 kr. Gallerí Sautján LEGGINGS Þunnar og gegnsæjar leggings koma í staðinn fyrir þær þykku. 5.990 kr. Gallerí Sautján MISS SIXTY SKÓR Háu hælarnir eru enn hámóðins, þessir eru must-have. 23.990 kr. Gallerí Sautján VESKI Töff veski sem hægt er að nota við öll tilefni. 8.990 kr. Gallerí Sautján HRINGUR Þeim mun stærri, þeim mun betri. 3.990 kr. Gallerí Sautján ARMBÖND Flott að setja mörg armbönd saman við látlaust dress. 1.990 kr. (hvort um sig) Gallerí Sautján KINNALITA- BURSTI Engin kona getur verið án kinnalitabursta. 1.890 kr. Body Shop SHIMMER WAVES NR. 01 Fimm litir saman. Hver og einn er notaður sem augnskuggi en allir saman sem kinnalitur. 2.790 kr. Body Shop AUGNSKUGGA- BURSTI Með ótrúlega mjúkum og endingargóðum nælonhárum. 1.190 kr. Body Shop LOVE GLOSS- VARAGLJÁI NR. 17 Sweet peach. Rakagefandi og mildur varagljái. 1.590 kr. Body Shop

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.