Monitor - 13.05.2010, Blaðsíða 10

Monitor - 13.05.2010, Blaðsíða 10
sjónvarp 10 Monitor FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 SJÓNVARP DESPERATE HOUSEWIVES Sjónvarpið 21:00 Aðþrengdu eigin-konurnar og þau óvenjulegu vandamál sem plaga þeirra nærumhverfi veita gott frí frá amstri hversdagsins. PARKS AND RECREATION Skjár einn 20:35 AmyPoehler fer á kostum í hlutverki ofurmetnaðargjarns bæjarpólitíkuss í smá- bænum Pawnee í Indiana. Fyndnir þættir sem minna um margt á The Office, enda koma þeir að hluta til úr smiðju sömu manna. FIMMTUDAGUR 13. MAÍ TALIÐ Í SÖNGVAKEPPNI Sjónvarpið 20:05 Í þess-um þáttum stiklar breski sjónvarpsmaðurinn Ian Wright á stóru og kynnir sér lög og flytjendur sem keppa munu í Eurovision- keppninni í lok mánaðarins. Einnig er skyggnst á bakvið tjöldin og fylgst með undirbúningi keppninnar í Noregi. WIPEOUT USA Stöð 2 20:00 Það er fátt skemmtilegraen að sjá annað fólk detta og í þessum þáttum má sjá nóg af því þegar keppendur reyna að staulast í gegnum hinar ýmsu þrautir. Auðveld og áreynslulaus afþreying. FÖSTUDAGUR 14. MAÍ SJÁÐU Stöð 2 18:00 Ásgeir Kolbeins kynnirallt það heitasta í bíóheiminum, hvaða myndir eru að koma út og hverjar aðalstjörnurnar eru. STARDUST Stöð 2 21:00 Stjörnumprýdd ævintýramynd sem upphaflega stóð til að yrði tekin að hluta á Íslandi. Tristan er ástfanginn af hinni fögru Viktoríu og reynir að vinna ástir hennar með því að ferðast inní ævintýraríkið Stormhold til að sækja stjörnu sem féll af himnum. Á ferðinni flækist hann í spennandi atburðarás sem hefur í för með sér alls kyns töfra og fjöldann allan af skrautlegum karakterum. Meðal leikara eru Michelle Pfeiffer og Robert De Niro. ETERNAL SUNSHINE OF THE SPOTLESS MIND Skjár einn 21:50 Stórgóð mynd með JimCarrey og Kate Winslet. Myndin hlaut Óskarinn fyrir besta handritið auk þess sem Kate Winslet var tilnefnd til verðlauna fyrir besta leik í aðalhlutverki. LAUGARDAGUR 15. MAÍ SUNNUDAGUR 16. MAÍ BERLÍNARASPIRNAR Sjónvarpið 20:35 Þetta er fyrsti þátturinní norskum myndaflokki byggðum á vinsælum skáldsögum eftir Anne B. Radge. Þættirnir hafa verið tilnefndir til fjölda verðlauna í Noregi og víðar, til dæmis hlutu þeir eina tilnefningu á alþjóðlegu Emmy- verðlaununum. SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ HVAÐ SEGJA EUROVISION-SPEKINGARNIR? Reynir Þór Eggertsson Þykir vænst um Minn hinsta dans Sigurstranglegasta lagið: Það er líklega Frakkland. Lagið sem ætti að vinna: Ísrael og Írland eru fallegustu lögin þó ég væri nú samt alveg til í að Portúgal eða Ísland myndu vinna líka. Lélegasta lagið í ár: Slóvenía, klárlega! Besta íslenska Eurovision-lagið: Mér þykir náttúrulega alltaf voða vænt um Minn hinsta dans af því ég fór þá sjálfur út með Palla. En Hægt og hljótt finnst mér líklega það fallegasta. Besta erlenda Eurovision-lagið: Það er portúgalska lagið frá 1969, Desfolhada Portuguesa. Guðrún Gunnarsdóttir Vil helst að Svíarnir taki þetta Sigurstranglegasta lagið: Við fyrstu áheyrn fannst mér Danmörk vera með sterkasta húkkinn. Svo koma sterk lög eins og franska lagið og Belgía er líka með svolítið sterkt lag núna. Belgíska lagið er svolítið modern miðað við Eurovision. Lagið sem ætti að vinna: Ég vil að sænska lagið vinni. Mér finnst það æðislegt. Lélegasta lagið í ár: Ég er ekki alveg með það á hreinu. Það eru svo mörg lög sem koma til greina, þau rúmast ekki. Það er ekkert eitt. Besta íslenska Eurovision-lagið: Nína. Besta erlenda Eurovision-lagið: Lane Moje sem kom frá Serbíu árið sem Jónsi var að keppa, 2004. Þetta lag fannst mér æðislegt. Ógeðslega vel sungið og ógeðslega flott lag. Dr. Gunni Ekkert sérstaklega gott stöff í ár Sigurstranglegasta lagið: Það kemur nú bara í ljós í síðasta þættinum af Alla leið. En það er verið að tala um að danska lagið sé jafnvel líklegt til vinsælda. Lagið sem ætti að vinna: Það er ekkert sérstaklega gott stöff í ár að mínu mati. En svona í fyrstu umferð þá fannst mér gríðarlega hallærislega lagið frá Grikklandi, Opa, vera skemmtilegt. Lagið frá Eistlandi er líka nokkuð gott og rússneska lagið er fínt. Það vinnur á. Lélegasta lagið: Þau eru nú svo mörg léleg að það er dálítið erfitt að draga eitthvað eitt út. En það var eitt ömurlegt, eitthvað svona sýnishornalag með bæði rokki og þjóðlagatónlist, frá Slóveníu. Það er alveg sláandi lélegt. Besta íslenska Eurovision-lagið: Lagið frá Silvíu Nótt, Congratulations. Besta erlenda Eurovision-lagið: Það eru Waterloo og All Kinds Of Everything. Fólk fær kikk út úr þessu Flestir sverja af sér áhuga á Eurovision. Samt virðast allir vilja horfa á Alla leið í stjórn Páls Óskars. Hvað veldur? „Íslendingar hafa gaman af Eurovision hvort sem þeim líkar það eða ekki. Og það er alltaf gaman að heyra ný popplög eða nýja músík sem þú heyrir ekki á hverjum degi í útvarpinu þínu,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson spurður um útskýringar á vinsældum þáttarins Alla leið sem hann stýrir. Í þættinum gæða nokkrir valinkunnir tónlistarspekingar sér á þeim lögum sem keppa í Eurovision í lok mánaðarins og melta þau frammi fyrir vökulum augum þjóðarinnar en samkvæmt mælingum er þátturinn eitt allra vinsælasta sjónvarpsefni á landinu um þessar mundir. „Ég held að fólk fái svolítið kikk út úr því að horfa á og hlusta á lögin og mynda sér skoðun á þeim og heyra svo okkur spekingana skeggræða þau. Þau Reynir, Guðrún Gunnars og Dr. Gunni eru svo yndislega ólík að ég hef grun um að þarna sé kominn þverskurður af þjóðinni. Það geta allir tengt við eitthvað sem einhver segir.“ Gætu mótað skoðanir fólks Fyrirmyndin að þáttunum kemur frá samnorrænum þáttum sem margir muna eftir þar sem Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslands í spekingaráðinu. „En ég held að Svíarnir, Danirnir og Norsararnir hafi bara farið að rífast um hvernig framkvæmdin á þessum þætti átti að vera þannig að hann var lagður niður,“ segir Páll Óskar en í kjölfar þess leitaði RÚV til hans og bað hann um að búa til sambærilegan þátt. Í samnorræna þættinum var áberandi hversu góð Norðurlöndin voru við hvort annað og því spurning hversu mikið mark var á því takandi. En hversu miklu máli skiptir það og telur hann að mat spekinganna geti haft áhrif á það hvernig þjóðin kýs að lokum? „Auðvitað gætum við á einhvern þátt mótað skoðanir fólks sem er svo heima með símana 29. maí. En við erum fyrst og fremst bara að spá. Þetta er ekki svona sleggjudómaþáttur. Þau eru að spá því hvaða lög komast áfram og hvaða lög eiga það skilið að fá gott brautargengi,“ segir hann og bendir á að stundum gefi spekingarnir lögum grænt ljós þó svo að þau fíli þau ekki sjálf. „Þau eru bara að leggja kalt mat á það með tilliti til aðstæðna hvort þau komast áfram eða ekki.“ Erfiðara en oft áður að spá Eins og komið hefur fram í þáttunum hafa Páll Óskar og spekingarnir þrír náð að spá nokkuð vel fyrir síðustu ár um hvernig hinum ýmsu lögum mun ganga og spáðu meira að segja rétt fyrir um sigurvegara í fyrra. Í ár virðist þó vera mun minni eining um það hver mun hreppa fyrsta sætið. „Ef það er eitthvað réttlæti til í heiminum þá á Króatía að vinna þetta núna,“ segir Páll. En réttlæti og Eurovision fara ekki alltaf saman. „Það er enginn í kringum mig, enginn í fjölskyldunni og engir vinir mínir sammála um það hverjir eru að fara að vinna. Ég get því lofað því að úrslitin verða brjálæðislega óvænt.“ Mynd/Golli EUROVISION Hvenær: Forkeppnirnar eru 25. og 27. maí. Lokakeppnin fer fram laugardaginn 29. maí. Sigurstranglegir: Veðbankar setja Azerbaijan, Þýskaland, Ísrael og Danmörku ofarlega. Vonlausir: Hvorki veðbankar né aðrir hafa trú á Slóveníu. Ísland: Þeir sem veðja á Ísland geta u.þ.b. hundraðfaldað upphæðina ef við sigrum. PÁLL ÓSKAR PÍSKAR SPEKINGANA ÁFRAM ALLA LEIÐ TIL ENDA SPEKINGARNIR HAFA TRÚ Á HERU ALLA LEIÐ LAUGARDAGUR KL. 19:40

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.