Monitor - 13.05.2010, Blaðsíða 4

Monitor - 13.05.2010, Blaðsíða 4
Tónlistarmyndband við lagið Bad Romance með Lady Gagaer það myndband sem oftast hefur verið skoðað á YouTube. Myndbandinu var leikstýrt af Francis Lawrance sem hefur gert myndbönd fyrir flest af stærstu nöfnum poppbransans, þar á meðal Britney Spears, Justin Timberlake, Beyoncé og Shakiru. Myndbandið var frumsýnt 10. nóvember og 13 dögum síðar var það sett inn á YouTube. 25. apríl síðastliðinn, rétt rúmum fimm mánuðum eftir að það birtist á YouTube, varð það svo fyrsta YouTube-myndbandið í sögunni til að fá yfir 200 milljón áhorf. Myndbandið gerist í súrrealísku baðhúsi og er hugmyndin sú að Lady Gaga hafi verið rænt af hópi ofurfyrirsæta sem byrla henni ólyfjan og selja hana til rússnesku mafíunnar. Myndbandið hefur verið lofað í hástert af skríbentum úr skemmtanaiðnaðinum. Entertainment Weekly sagði að Lady Gaga hefði aldrei litið betur út og danssporin í myndbandinu minntu á Thriller með Michael Jackson. Rolling Stone sagði að brot úr myndbandinu minntu á verk Stanley Kubricks og The Wall Street Journal sagði að Lady Gaga væri orðin meistari í öllu því sem Michael Jackson og Madonna gerðu svo vel á níunda áratugnum. Lady Gaga – Bad Romance Áhorf: 202 milljónir Birtist: 23. nóvember 2009 4 Monitor FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 2010 YouTube var sett á laggirnar í febrúar 2005 og er þriðji mest sótti vefur heims í dag. Monitor tók saman 10 mest skoðuðu myndbönd YouTube frá upphafi og söguna á bak við þau. Vinsælustu myndbönd 1 Charlie bit my finger Áhorf: 188 milljónir Birtist: 22. maí 2007 56sekúndna langt myndbrot sembreskur faðir tók af tveimur sonum sínum, Charlie og Harry. Drengirnir voru þriggja og eins árs gamlir þegar myndbandið var tekið upp, en hann segist upphaflega hafa sett það á YouTube svo að guðfaðir drengjanna gæti borið það augum. Myndbandið sýnir drengina tvo sitja saman í stól, þar sem yngri bróðirinn bítur þann eldri sem verður til þess að hann segir titilsetningu myndbandsins. Myndbandið var lengi vel það mest skoðaða á YouTube. Bræðurnir eru orðnir heimsfrægir og er starfrækt heimasíða og seldur ýmis konar varningur í nafni þeirra með slagorðinu „Charlie Bit My Finger“. Samkvæmt sérfræðingum sem breska blaðið The Times ræddi við er líklegt að tekjur fjölskyldunnar af auglýsingasölu í tengslum við myndbandið nemi um 100 þúsund pundum, andvirði tæpra 20 milljóna íslenskra króna. Bandaríska tímaritið Time setti Charlie Bit My Finger í fyrsta sæti yfir mögnuðustu myndbönd sem slegið hafa í gegn á YouTube frá upphafi. 2 Evolution of Dance Áhorf: 143 milljónir Birtist: 6. apríl 2006 Dansarinn og skemmtikrafturinnJudson Laipply sýnir þróun dansins frá miðri 20. öld og til dagsins í dag. Það gerir hann með því að taka dansspor við nokkra af þekktustu slögurum tónlistarsögunnar sem til eru frægir dansar við. Myndbandið er 6 mínútur og gerði Laipply að stórstjörnu á nokkrum vikum. Síðan þá hefur hann tekið sporin í fjölda sjónvarpsþátta, skemmtana og í úrslitum NBA. Hound Dog Elvis Presley (1953) The Twist Chubby Checker (1960) Stayin Alive The Bee Gees (1977) Y.M.C.A. The Village People (1978) Kung Fu Fighting Carl Douglas (1974)Keep On The Brady Bunch (1973) Greased Lightnin John Travolta (1978)You Shook Me All Night Long AC/DC (1980)Billie Jean Michael Jackson (1983) Thriller Michael Jackson (1983) Oompa LoompaWillyWonka& theChoc.Fact. (1971)Mr. Roboto Styx (1982) Break Dance (Elec.Boogie)WestStreetMob (1983)Walk Like an Egyptian The Bangles (1987)The Chicken Dance Bob Kames (1992) Mony Mony Billy Idol (1981) Ice Ice Baby Vanilla Ice (1990) U Can‘t Touch This MC Hammer (1990) Love Shack The B-52‘s (1989) Apache (Jump on it) Sugarhill Gang (1981)Jump Around House of Pain (1992) Baby Got Back Sir Mix-A-Lot (1992) Tubthumping Chumbawamba (1996) What Is Love Haddaway (1993) Cotton-Eyed Joe Rednex (1994) Macarena Los Del Rio (1996) Bye Bye Bye ´N Sync (1999) Lose Yourself Eminem (2002) Dirt Off Your Shoulder Jay-Z (2003) Lögin sem Judson Laipply dansar við í myndbandinu 3 Justin Bieber – Baby ft. Ludacris Áhorf: 130 milljónir Birtist: 19. feb. 2010 Tónlistarmyndband við lagið Baby með hinum 16 ára gamla Justin Bieber sem er óneitanlega einn allra vinsælasti tónlistarmaður heims í dag. Myndbandið er það nýjasta á topp 10 listanum og eru góðar líkur á að það verði það mest skoðaða áður en langt um líður. 4 Pitbull – I Know You Want Me Áhorf: 120 milljónir Birtist: 9. mars 2009 Tónlistarmynd- band við lagið I Know You Want Me (Calle Ocho) með kúbanskættaða rapparanum Pitbull. Þetta er fyrsta lag Pitbull sem nær vinsældum á alþjóðavísu. Lagið og myndbandið verða þó seint talin sérstaklega merkileg og eflaust eru margir sem furða sig á því hversu oft það hefur verið skoðað. 5 Hahaha Áhorf: 119 milljónir Birtist: 1. nóv. 2006 Myndbandið Hahaha, sem er einnig þekkt undir nafninu „The Laughing Baby“, var tekið upp af sænskum manni árið 2006. Myndbandið sýnir ungan son mannsins skellihlæja að hljóðum sem hann gefur frá sér og náði það á mettíma heimsathygli fyrir að vera fyndið og krúttlegt. Myndbandið var sýnt Elísa- betu II Bretadrottningu þegar hún heimsótti höfuðstöðvar Google í október 2008 og var hún yfir sig hrifin. Miley Cyrus – Party in the U.S.A. Áhorf: 117 milljónir Birtist: 25. sept. 2009 Miley Cyrus á tvö myndbönd á topp 10 listanum og er annað þeirra tónlistarmynd- bandið við lagið Party in the U.S.A. sem kom út haustið 2009. Myndbandið sækir til dæmis innblástur í kvikmyndina Grease og er einstaklega bandarískt – bandaríski fáninn blaktir í bakgrunni og allir dansa í rífandi stuði. 6 Lady Gaga – Just Dance Áhorf: 110 milljónir Birtist: 16. júní 2009 Lady Gaga á bæði fyrsta og síðasta myndbandið á topp 10 listanum. Just Dance varð feykivinsælt lag og myndbandið, sem er klassískt partímyndband, naut ekki síður mikillar hylli. Því var leikstýrt af ungri kvikmyndagerðarkonu að nafni Melina Matsoukas sem er ein sú heitasta í tónlistar- myndbandageiranum. 10 Miley Cyrus – 7 Things Áhorf: 118 milljónir Birtist: 28. júní 2008 Tónlistarmyndbandinu við lagið 7 Things með Miley Cyrus hefur verið misvel tekið. Þótt það hafi verið tilnefnt til MTV-verðlauna sagði Los Angeles Times að myndbandið liti út eins og það hefði verið tekið upp með því að stilla myndavél á þrífót í kjallara og aðeins ein ljósapera notuð til lýsingar. 7 8 Jeff Dunham –Achmed the DeadTerrorist Áhorf: 112 milljónir Birtist: 29. sept. 2007 Jeff Dunham er bandarískur grínisti og búktalari og er hryðjuverkabrúðan Achmed einn af vinsælustu karakterum hans. Myndband frá því þegar Dunham tekur atriði með Achmed í fyrsta skipti árið 2007 varð á skömmum tíma eitt af þeim vinsælustu á YouTube og hefur verið æ síðan. 9

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.